Helgafell - 01.12.1942, Blaðsíða 109
DR. RHINE OG TILRAUNIR HANS
379
ið feikna athygli meðal almennings.
Árið 1934 gaf hann út vísindaritið
Extra-Sensory Perception, þar sem
hann leggur fram árangurinn af rann-
sóknum sínum fyrstu fjögur árin. Ár-
ið 1937 gaf hann út bókina New Fron-
tiers oj the Mind, sem þá seldist bóka
bezt og var valin sem aðalbók af fé-
laginu ,,Book-of-the-Month Club“.
Þessi bók vakti ekki aðeins mjög al-
mennar opinberar umræður, heldur
varð hún einnig tilefni einnar mestu
fræðilegu ritdeilu aldarinnar milli dr.
Rhines og andstæðra sálfræðinga. Dr.
Rhine og samverkamenn hans ætla
bráðlega að gefa út rit, sem á að heita
Extra-Sensory Perception After Sixty
Years*) Á þar að verða gerð fulln-
aðargrein fyrir ESP, og óefað mun sú
bók vekja nýtt uppnám meðal háskóla-
manna.
Gestur, sem rekst inn í Duke-há-
skóla, mun varla þurfa lengi að bíða,
áður en dr. Rhine eða einhver af sam-
starfsmönnum hans tekur fram ESP-
spilastokk og leggur til, að hann gang-
ist undir nokkrar tilraunir. Spilin —
sem einhver gárungurinn á einkaleyfa-
skrifstofu Bandaríkjanna hefur innrit-
að í vörumerkjaflokkinn ,,Dægradval-
ir, barnagull og íþróttatæki“ — eru 25
saman í stokk, og er á hverjum fimm
þeirra eitt þessara einföldu teikna:
stjarna, hringur, ferningur, öldulínur
og kross. Það má á ýmsan hátt prófa
hæfileika til óskilvitlegrar skynjunar
með ESP-spilum, en grundvallarað-
ferðin er þessi: Sá, sem tilraun er gerð
á, ,,viðtakandinn“, og sá, ertilraunina
framkvæmir, ,,sendandinn“, sitja við
borð hvor gegnt öðrum, og er venju-
lega haft spjald eða tjald milli þeirra.
Þeir geta líka setið hvor sínum meg-
*) Er nú komin út.
in í herberginu, hvor í sínu herbergi
eða hvor í sínu húsi og geta jafnvel
verið í mörg hundruð mílna fjarlægð
hvor frá öðrum. Tilraunin hefst á því,
að sendandinn stokkar spilin, tekur
upp hið efsta og horfir á það með at-
hygli, en móttakandinn reynir svo að
skynja eða geta sér til um það, hvort
á spilinu er stjarna, hringur, ferning-
ur, kross eða öldulínur. Sendandinn
skrifar hjá sér sögnina, flettir upp
næsta spili og fer þannig gegn um
stokkinn allan, og að lokum telur hann
saman, hversu margar sagnir voru rétt-
ar. —
Þetta er hin almenna prófun dr.
Rhines á ESP-hæfileikum, og geta þar
komið til greina fjarhrif, skyggni og
framsýni. Ef prófa á hreina fjarhrifa-
gáfu, þá eru engin spil notuð. Send-
andinn einbeitir aðeins huganum að
einhverju hinna fimm teikna, en við-
takandinn reynir að ná myndinni úr
huga hans, og er þannig útilokuð öll
sú vitneskja um teiknin, sem stafað
gæti af skyggnigáfu. Eigi aftur á móti
að prófa hreina skyggnigáfu, þá stokk-
ar sendandinn spilin og leggur stokk-
inn á borðið frammi fyrir viðtakand-
anum, sem á svo að rekja spilin og
reyna að segja til um teiknið á hverju
þeirra án þess að hafa séð það. Þegar
prófa skal framsýnihæfileika manns,
þá er hann látinn segja til um það
fyrir fram, áður en sendandinn stokk-
ar spilin, í hvaða röð þau muni liggja
í stokknum að lokum.
Stuðningur Duke-háskólans í Dur-
ham og ýmissa auðugra vildarmanna
hefur gert ESP-rannsóknarstofu dr.
Rhines fært að framkvæma meira en
milljón tilraunir um fjarhrif, skyggni
og framsýni síðan árið 1930 og skrá
árangur þeirra. Til þess að skilja gildi
niðurstaðanna er nauðsynlegt að