Helgafell - 01.12.1942, Page 125

Helgafell - 01.12.1942, Page 125
MERGURINN MÁLSINS Greinar og greinakjarnar úr bókum og tímaritum Tildrög næstu styrjaldar (Styttur kafli úr bókinni „All Onr Tomorrow" eftir Douglas Reed.) Þegar ég skrifa þessar línur árið 1980, á ég erfitt um að átta mig á því, hvernig annarri heimsstyrjöldinni lauk, en ekki getur það verið af því, að mér sé farið að förlast minni, þótt ég sé nú kominn á þann aldur, er slíkt hendir suma menn, því að þeir, sem ég á tal við, eru í jafnmiklum vafa um þetta mál, þótt ungir séu. Sannleikur- inn er sá, eins og allir ættu að vita nú, að í rauninni lauk henni aldrei. Það fór líkt um hana og stríðið 1914—1918, sem fáa rekur minni til nú, að seyðketill hennar var tek- inn af eldinum, þegar lengi hafði í honum kraumað, og látinn kólna um stund, senni- lega fyrir tilhlutun einhverra voldugra samtaka að tjaldabaki. Nú geisar ný og enn meiri styrjöld í heiminum. Þýzki einræðisherrann Hitler hlýtur að hafa horfið á brott frá Þýzkalandi um það bil 1943. Um þessar mundir, þegar ég fletti síðustu blöðunum í bók lífs míns, kemst ég að raun um, að flestir muna næsta lít- ið um hann og unga fólkið varla annað en nafnið, og með því að spyrjast fyrir verð ég þess var, að tæplega einn af hverjum tuttugu veit hver Vilhjálmur keisari var, sem við áttum í höggi við á öndverðri þess- ari öld. (Ég minnist þess einnig, að sú styrjöld var kölluð „styrjöld til þess að binda endi á s1iyrjaldir“ og hin næsta „stríð fyrir frelsi.“ Nú eru endalausar styrjaldir og enginn snefill af frjálsræði). Þegar þessi Hitler hvarf brott úr Þýzka- landi um 1943, (árið 1960 komst það upp, að hann var í Argentínu og varð þá aftur á hvers manns vörum um stundarsakir, því að amerískt blað birti greinaflokk um hann), varð geysimikill fögnuður hér í landi, af því að fólk trúði því, að nú væri náð megintilgangi styrjaldarinnar, „að gjöreyða Hitlersstefnimni." Það var meira að segja lögð stakasta alúð við að blekkja brezku þjóðina með þessu, og gerðu það stjórnmálamenn, sem áttu sér það eitt á- hugamál, að halda sem lengst völdum. Og brezka þjóðin var enn tilleiðanlegri að trúa þessu vegna þess, að mikið tjón hafði orðið í síðustu árásum Hitlers 1942 eða 1943, fólkið var soltið og veiklað á líkama og sál. Þess vegna var það, að brezka þjóðin tók sér hvíld um stund, örmagna en fagn- andi, er henni var sagt, að „ríki nazista væri hrunið í rústir." Stríðinu lauk ekki þá þegar. Það teygðist úr því, á meðan samið var í laumi við stjómendur Þýzka- lands, menn úr hemum, en vopnaviðskipt- in voru aðeins til málamynda. Frá Þýzka- landi barst fjöldi frétta um aftökur minni háttar nazistaleiðtoga, kröfur almennings um frið og fleira þess háttar, og ensku blöðin hentu þessar fréttir á lofti sigri hrósandi, svo að almenningi var talin trú um, að Þýzkaland væri að hruni komið. Reyndar hafði Þýzkaland lítið haft af hörmungum styrjaldarinnar að segja í samanburði við önnur lönd. Þýzki herinn hafði ætt yfir mörg þessara landa, lagt borgir í eyði, látið greipar sópa um mat- arbirgðir þeirra, rænt banka og listasöfn og myrt með köldu blóði hundruð þúsunda af vopnlausu fólki. Þjóðverjar höfðu ekki orðið fyrir neinu af þessu, þótt þeir tækju nú að kveina hástöfum og kvarta yfir illri meðferð, og þýzki herinn var öflugur enn. Þegar „Hitler og óaldarlýður hans“ var
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172

x

Helgafell

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.