Helgafell - 01.12.1942, Blaðsíða 126

Helgafell - 01.12.1942, Blaðsíða 126
396 HELGAFELL á bak og burt, og leynimakkið við valdhaf- ana í Berlín vel á veg komið, var her Bandamanna hleypt inn í Berlín. Flestir íbúanna tóku hermönnunum vel, og þetta misskildi brezka þjóðin, hélt að Þjóðverj- ar viðurkenndu nú ósigurinn, iðruðust synda sinna og vildu ólmir langvinnan frið. Mig rekur minni til þess, að Bretar mis- skildu eitt sinn á svipaðan hátt þýzk fagn- aðarlæti, er Neville nokkur Chamberlain var í Miinchen árið 1938, en sú för hans er nú löngu gleymd. Þjóðverjar klöppuðu honum lof í lófa vegna þess, að hann færði þeim á silfurdiski höfuð lítils granna, en brezkur almenningur hélt, að Þjóðverjar fögnuðu friði. Að þessu sinni var líkt á komið. Vinsemd Þjóðverja var hið ytra og sýnilega tákn dulinnar kæti, þeir hlökk- uðu yfir því, að Þýzkaland átti enn einu sinni að komast hjá þeim hörmungum, sem Þjóðverjar höfðu valdið öðrum. Um þessar mundir var rödd min eina hjáróma röddin í fagnaðarklið milljóna annarra, og ég var harðlega atyrtur, er ég sagði það, sem ég vissi að var satt. Nú, þegar þessi nýja styrjöld geisar, vita allir, að ég hafði rétt fyrir mér, en að hvaða gagni kemur það mér eða öðrum? Því að sannleikurinn var sá, að nýju vald- hafarnir í Þýzkalandi, sem einnig réðu þar öllu áður, — Hitler var aðeins leikbrúða þeirra —, gerðu sér ljóst árið 1942 (eða var það 1943?) eins og þeim skildist árið 1918, að herafli Bandaríkjanna myndi að lokum ráða niðurlögum þýzka hersins, og þegar fyrstu sveitir þessara miklu amer- ísku herja komu í stríðum straumum til Evrópu, kusu þeir aftur að hætta styrj- öldinni í sýndarörvæntingu og hefja í laumi undirbúning að þriðju tilrauninni til heimsyfirráða, eins og okkur er bezt kunnugt nú, á bví herrans ári 1980. En brezkur alrnenningur, sem nú var orðinn leikinn í sjáltjblekkingu, fékk ekki skilið þetta, og þótt ég gerist nú gamlaður, man ég eins og í gær þau fagnaðarlæti múgsins, þegar Þjóðverjar undirrituðu bráðabirgðasamninga, um að herir Banda- manna skyldu halda inn í Þýzkaland. Mannfjöldinn í Whitehall æpti klukku- stundum saman og hrópaði húrra fyrir for- sætisráðherranum þá, — ég man ekki vel, hver hann var, því að hjá atburðum síð- ustu mánaða virðist þetta, sem skeði fyrir nær því fjörutíu árum svo nauða ómerki- legt, en ég má segja, að hann hét Churchill, — og hann var hylltur eins og Lloyd nokkur George þrjátíu árum þar áður. Þótt ég ætti lífið að leysa, gæti ég ekki komið því fyrir mig, hvenær „friðurinn" var saminn, eða hvort nokkur friður var saminn, því að allar bollaleggingar um frið urðu bjánalegar í þeim hávaða og hörku- rifrildi, sem nú tók við, um skilmála, sem Þjóðverjum skyldu settir, og skaðabætur. Lengi var um það þráttað, hvort hegna skyldi „seku mönnunum" í Þýzkalandi, en það var einlægur vilji og ósk brezku þjóð- arinnar, sem átti um sárt að binda. En þá lustu leiðtogar kirkjunnar og stjóm- málamenn upp ramaópi og stóðu á því fastar en fótunum, að þýzka þjóðin hefði þegar gert allt, sem af henni yrði frekast krafizt, með því að reka „Hitler og óald- arlýð hans“ af höndum sér, að hegna öðr- um væri hefnd, sem kæmi niður á sak- lausu fólki, og fleira þess háttar sögðu þeir, svo að þessu styrjaldarmarkmiði okk- ar var smám saman kastað á glæ, og al- menningi í Bretlandi látið eftir að spyrja: „Hvað er markmið?" (Þá var brezka þjóðin beitt einhverju slyngasta sjónhverfingabragði, sem ég minnist að hafa nokkru sinni séð, og stung- ið upp í hana lostætum bita til að kjamsa á. Einhver norskur, pólitískur ómerkingur, kallaður Tvitling eða einhverju svipuðu nafni, var seldur múgnum í hendur og hengdur án dóms og laga. Brezkir stjóm- málamenn lýstu yfir því, að nú hefði þó einn af „sökudólgunum" fengið makleg málagjöld, þótt þessi maður hefði auðvit- að engan þátt átt í því að leggja á ráðin um styrjöldina eða undirbúning hennar og var einungis ómerkileg leikbrúða þeirra, sem sökina áttu en sluppu heilir á
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172

x

Helgafell

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.