Helgafell - 01.12.1942, Side 128

Helgafell - 01.12.1942, Side 128
398 HELGAFELL og nýtan dag að gera úr örsmáum her Þýzkalands kjarna að miklum og voldug- um her og sömdu áætlanir um stækkun hans og smíði nýrra vígvéla. Það var metnaðarmál þessara manna að koma aftur á keisaradæmi í Þýzkalandi, og áður en Hitler flúði land, neyddu þeir hann til þess að gera pólitíska erfðaskrá sína, þar sem landslýðurinn var til þess hvattur. Skömmu eftir að rússneska setuliðið var farið úr Þýzkalandi urðu miklar ýfingar með stjórnmálaflokkunum þar í landi og pólitískt öngþveiti, og í kosningunum upp úr því var kjörinn forseti landsins Gör- ing marskálkur, sem talinn var sekastur af öllum sökudólgum Þýzkalands, meðan á styrjöldinni um miðja öldina stóð. En nú voru allir auðmenn og valdamenn hér í landi innilega sammála um að kalla hann „Þýzkalands Grand Old Man.“ í brezkum blöðum og brezka þinginu, einkum þó í lávarðadeildinni, voru mann- kostir hans eins almennt viðurkenndir og lestir hans höfðu áður verið úthrópaðir. Margir neðrideildarþingmanna og næstum allir lávarðarnir lýstu yfir því, að nú væri tryggður friður á vorum dögum fyrir stór- viturlega forustu Godleigh Cants. Brezka útvarpið og hundruð brezkra dagblaða birtu langar frásagnir um hetjudáðir Gör- ings marskálks í styrjöldinni og afrek hans fyrir Þýzkaland á friðartímum. Mynda- smiðirnir áttu annríkt, þegar þeir Cant leiddust gegnum St. James garðinn, er Gör- ing kom til London til þess að vera við- staddur krýningu Elísabetar drottningar. Hann var þá enn vel ern og hress í bragði, þótt kominn væri nær áttræðu. í þann mund, er Göring var kjörinn for- seti, var sonarsonur minn orðinn Berlínar- fréttaritari brezks blaðs, og tók þá að skrifa mér um hamfara- en leynilegan vígbúnað í Þýzkalandi og þá sannfæringu sína, að vopnunum yrði ekki beint gegn Rússlandi, eins og vitað var, að Göring hafði sagt Fáráði lávarði í „and-rússneska viðtalinu" fræga, heldur yrði þeim beitt gegn Englandi. Ég minntist dvalar minnar í Þýzkalandi endur fyrir löngu og hlaut að óttast hið sama og drengurinn. Ég reyndi svo að koma þessum skoðunum á fram- færi, en það varð árangurslaust. Traust al- mennings hér í landi á einlægni Görings og trú hans á Cant gegndi furðu. Sonar- sonur minn var meira að segja sendur til Mexíkó, því að aðvaranir hans voru tald- ar úr hófi „and-þýzkar“, og ég varð þess nú var á gamalsaldri, að ég var enn óvin- sælli en nokkru sinni áður. Þeir atburðir, sem nú gerðust, eru svo nýlega liðnir, að þeir munu flestum í fersku minni, þótt landar mínir séu ótrú- lega gleymskir. Við vitum öll, hvernig al- menningsálitinu var smám saman breytt, og fólki talin trú um, að Þjóðverjar væru hafðir fyrir rangri sök, en nágrannar þeirra væru óbetranlegir misendismenn, sem ekki væru til þess fáanlegir að hætta af ofsækja þýzku þjóðernisminnihlutana í löndum þeirra. Fæstir hafa víst gleymt því, að Gör- ing marskálkur fletti ofan af svívirðingunni í Posen, þar sem Þjóðverji nokkur var til þess neyddur að letra orðið „rakari" á gluggann hjá sér, ekki aðeins á þýzku held- ur líka á pólsku, og brezkur almenningur tók í hljóði undir hin göfugu og ógleym- anlegu orð Cants, er hann lét falla í neðri deildinni í þessu tilefni: „Það getur ekki brugðizt, að vér tökum nú að láta oss miður líka og harma svo hörkulega með- ferð varnarlausra þjóðaminnihluta", og yf- irlýsingu hans síðar, er Göring hafði inn- limað bandaríki Tékka og Pólverja, að það gengi brjálæði næst að vita nokkuð um þetta land, enda væri það hvort eð er svo langt í burtu. Brezka þjóðin varð nú samt sem áður skelfingu lostin vegna viðbragðsflýtis þýzka hersins og við algjöran sigur hans. Það er trú mín, að Ermarsund, sem á liðnum öldum var „okkar borg á bjargi traust", hafi eitt valdið því, að Þjóðverjar réðust ekki þá samstundis á okkur. Og svo kom þetta hræðilega sumar 1979. Ég er viss um, að við hefðum þá enn getað bjargað
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172

x

Helgafell

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.