Helgafell - 01.12.1942, Qupperneq 155
BÓKMENNTIR
425
,,Svo mánablíÖ og björt aem mjöll,
ó, björt sem mjöll akein ásýnd þín", o. s. frv.
Ég vil ekki Ietja Jón til að yrkja, ef hann hef-
ur ríka löngun til þess, né leggja neinn dóm á
hœfijeika hans og þroskamöguleika. — Menn
verða ekki skáld alveg fyrirhafnarlaust, og jafn-
vel mikið erfiði gerir menn ekki að skáldum, ef
þá skortir hœfileika. Ef Jón ætlar sér að verða
skáld, verður hann framvegis aS vera miklu
vandlátari við sjálfan sig.
Simon Jáh. Ágústsson.
Ólajur Jóh. SigurSsson: KVISTIR í
ALTARINU. Sögur. Víkingsútgáfan.
1942. 262 bls. Verð ób. kr. 23.00.
Ólafur Jóh. Sigurðsson er einn þeirra manna,
sem snemma hefur fundið köllun sína í Jífinu.
Barnungur fór hann að semja sögur og hefur
haldið því áfram æ síðan. Fyrsta bók hans, KiS
AljtaVatn, kom út þegar hann var aðeins 16
ára. Síðan hefur hver bókin rekiS aðra, og er
þetta hin fimmta í röðinni, en í vissum skiln-
ingi er þetta fyrsta bók hans, því að hún mark-
ar tfmamót í þroska hans og rithöfundarferli.
Fyrri rit hans eru flest æfingar, sum eins konar
bernskubrek, enda var þess ekki aS vænta, að
jafnungur maður skapaði heilsteypt listaverk.
Til þess skorti hann kunnáttu, lífsreynslu og
persónuþroska. ÞroBkaleiðir manna eru marg-
víslegar, og þá einnig skálda og rithöfunda.
Sumir hafa varla slitið barnsskónum, er þeir
hefja rithöfundarferil sinn, en aðrir telja heilla-
vænlegast að verja a. m. k. fyrri hluta æskuár-
anna f nám og starf til að efla menntun sína og
lífsreynslu. Sitt hæfir hverjum, og eins og „allir
vegir liggja til Róm", komast listamenn til
þroska eftir óteljandi leiðum.
Margir hafa gert sér góðar vonir um þennan
unga rithöfund, ekki einungis af sögum hans,
heldur og af ritgerðum og ljóðum, sem hann
hefur birt í blöðum og tímaritum. Kvistir i alt-
arinu er safn átta smásagna og tekur það fyrri
bókum höfundar langt fram. Þótt Ólafur sé að-
eins hálfþrítugur, hefur hann náS óvenjulegri
leikni og sjálfstæði í stfl. Hann er gæddur næm-
um athugunarhæfileika og hefur þegar persónu-
legan frásagnarhátt og byggingarlag. Á flestum
sögunum er dapurlegur blær. Þær eru reyndar
nokkuS misjafnar, Farkennarinn og Kross og
striS þykja mér einna beztar, en Leikur ViS
lax einna veigaminnst. Ólafur er að vaxa upp
úr því, að láta ýmsar tízkukröfur samtfðarinnar
um það, „hvemig list eigi að vera", rugla sig f
rfminu. Hann ætti að treysta á mátt og megin
og fara eigin gðtur án leiðsögu annarra.
Slmon J6h. Ágústsson.
Er nokkuð hinu megin?
Þárbergur ÞárSarson: INDRIÐI MIÐ-
ILL. Endurminningar Brynjólfs Þor-
lákssonar söngkennara. Víkingsútgáfan
1942. VerS ób. kr. 25.00, ib. kr. 30.00.
Ymsum eru enn í fersku minni miklar sagn-
ir og furðulegar um miðilshæfileika Indriða Ind-
riðasonar, og voru fyrirbæri þau, er áttu að hafa
gerzt í sambandi við
hann, eitt höfuðum-
ræðuefni manna um
aljt land á sfnum
tíma. Nú hefur Þór-
bergur ÞórSarson tekið
saman nákvæma frá-
sögn um fyrirbæri
þessv, og kemur þá í
ljós sem kunnugir
höfðu ávallt fullyrt, að
sögur þær, er af þeim
fóru, hafa verið merki-
lega lítiS ýktar, enda
hefur þess ekki þurft
við, því að margir þeir fyrirburðir, sem bókin
greinir frá, standast fyllilega samanburð við
tröllefldasta draugagang þjóðsagnanna. Þó mun
engu að síður erfitt að mótmæla því meS skyn-
samlegum rökum, að fyrirbærin hafi f raun og
veru átt sér stað, en hafi hins vegar veriS um
svik að ræða af hálfu hins unga miðils, eins og
sumir hafa viljað álykta, þá verður ekki annað
sagt, en að þau vitni um svo óvenjulega kunn-
áttu og leikni, að það geri „svikin" engu
minna „yfirnáttúrleg" en fyrirbrigðin eru sjálf
í augum þeirra manna, sem trúa því, að þau
hafi verið miðlinum ósjálfráð. — Flest gerðust
fyrirbrigðin í sambandi viS fundi Tihaunajé-
lagsins svonefnda, og hefur Þórbergur borið frá-
sagnir sínar saman við fundabækur þess, að
því leyti, sem þær hafa hrokkið til. Þá styðst
höfundur einnig við ýmsar prentaðar heimildir
frá þeim tfma, er fyrirbrigðin gerðust, en aðal-
heimildarmaður hans er þó Brynjólfur Þorlúks-
son söngkennari, og er bókin þvf aS verulegum
hluta endurminningar hans. En Brynjólfur sótti
flesta fundi Tilraunafélagsins um langt skeið og
var auk þess nákunnugur miðlinum, og efar
enginn, sem til hans þekkir, að hann segi það
eitt, er hann veit og man sannast.