Helgafell - 01.12.1942, Síða 160

Helgafell - 01.12.1942, Síða 160
430 HELGAFELL ar séu frœðilegar ritgerðir um þjóðsögur innan um þjóðsögurnar sjálfar. Væri hægt að koma því svo fyrir, að sérstök hefti tímaritsins væru helg- uð slíkum rannsóknum. Nær allar sagnirnar í öðru hefti Þjó&sagna Einars Guðmundssonar eru munnmælasögur, flestar úr Rangárvallasýslu og Skaftafellssýslu. Yfir sumum þeirra er ósvikinn þjóðsagnablær. Einar fer sjálfur vel með sögur, sömuleiðis Þórður Tómas8on, sem skrásett hefur margar sagnir í þessu hefti. Þótt mjög góð þjóðsagnasöfn hafi komið irt siðan Jón Árnason gaf út þjóðsögur sínar, svo sem Huld, ÞjóSsögur J&ns Þorkelssonar, Sagna- k,oer Björns jrá Vi&firSi o. fl„ hefur vinnubrögð- um við söfnun þjóðsagna yfirleitt hrakað mjög. Sumir afburðaduglegir safnendur hafa leiðin- legan og þreytandi frásagnarhátt, eins og t. d. Sigfús frá Eyvindará. En í hinum nýrri söfnum er þó margt ágætra þjóðsagna, sem jafnast fylli- lega á við góðar sögur í safni Jóns Árnasonar. Af söfnum, sem enn eru að koma út, má sér- staklega geta Rauðskinnu. Herdís og Ólína And- résdætur, sem eiga þar margar sögur, voru stór- fróðar um þjóðleg fræði og gæddar frábærri frá- sagnargáfu, og veit ég ekki þá núlifandi menn, sem eru að þessu leyti þeirra líkar. Það væri þarft menningarverk, að gefa út flokkað úrval íslenzkra þjóðsagna, þar sem upp væru teknar allar hinar beztu sögur, sem ekki eru í safni Jóns Árnasonar, bæði frá listrænu og þjóðsagna- frœðilegu sjónarmiði. Símon Jóh. Agústsson. Bók, sem ekki fyrnist ValgerSur Benediktsson: FRÁSAGNIR UM EINAR BENEDIKTSSON. Skráð hefur Guðni Jónsson mag. art. ísafold- arprentsmiðja h.f. 1942. 191 bls. Verð ib. kr. 50.00. Bók þessi barst Helgafelli á síðustu stundu, og af þeim sökum verður því ekki við komið að gera henni þau skil, sem vert væri. En bók þessi þolir það vel að bíða síns dóms, því hún mun ekki fyrnast, og Einar Benediktsson mun verða íslendingum hugstæður langt í aldir fram sem einhver stórbrotnasti persónuleiki og glæsi- legasti skáldandi meðal norrænna þjóða. Ókomn- ar kynslóðir munu einnig taka með þökkum hverri heimild um Einar Benediktsson, sem bjargað er frá glötun, og því er mikill fengur að þessari bók, enda þótt hún bæti ekki f veru- legum atriðum við það, sem áður var kunnugt um skapgerð og viðfangsefni þessa höfuðskájds og íturmennis. — Frú ValgcrSur Benediktsson er gáfuð kona og mikilhæf, og er allri frásögn hennar mjög stillt í hóf og ber þess vitni, að hún hefur gert sér að reglu að láta fremur vansagt en ofmælt. — Þá eru einnig í bókinni ritgerðir um Einar eftir Arna Pálsson, Bcne- dikt Sveinsson og Arna frá Múla. Eru þær all- ar prýðilega skrifaðar, en hefðu að ósekju mátt vera ýtarlegri. Bókin er hin vandaðasta að útliti og hefur hún m. a. að geyma nokkrar teikningar eftir ágætustu listamenn vora, auk mynda af skáld- inu og rithönd hans. T. G. Hvert er förinni heitið? FERÐ ÁN FYRIRHEITS. Ljóð eftir Stein Steinarr. Heimskringla, 1942. — Verð: ób. kr. 20.00. Fjórar ljóðabækur hafa komið út á síðustu átta árum eftir Stein Steinarr. Hann hefur vax- ið með hverri þeirra, og þó einkum hinni síð- usíu, en þó fer fjarri því, að hann sé ,,full- mótaður" enn þá, eins og einhver ritdómar- inn hefur komizt að orði um hann. Hins vegar er það rétt, að sérkenni Steinars koma skýrar fram en áður í síðustu bók hans, en þó einkum aukið sjáifs- öryggi skáldsins um getu sína og köllun, þrátt fyrir þann böl- sýnisblæ, sem enn er á ljóðum hans, og heyrir að líkindum ekki síður til tækni hans en lífs- skoðun, enda oft erfitt að greina þar á milli í ljóðrænum skájdskap. — Ljóð Steins eru flest stutt, meitluð að formi og virðuleg í orðavali að öllum jafnaði, yfirleitt bókleg, í góðri merk- ingu þess orðs. Þótt ætla mætti, að slíkt form hæfði bezt alvarlegum og hátfðlegum yrkisefn- um, er Steini það engu síður lagið til spotts og ádeilu, enda fylgir hvorutveggja fujl alvara hjá Steini. Mér finnst oft meiri ástæða til að efast um fyllstu alvöru skáldsins f „alvarlegustu" ljóð- um hans í þessari bók, þar sem hann veltir fyrir sér Hamletspurningunni um að vera eða vera ekki, í kvæði eftir kvæði, á ýmsa lund, en þó með full litlum tilbrigðum. í þessari tegund ljóða sinna (í draumi sérhvert manns, Andi
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172

x

Helgafell

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.