Læknablaðið : fylgirit - 01.02.2001, Blaðsíða 47
ÍÐORÐAPISTLAR LÆKNABLAÐSINS 1-130
ballanseraður í jafnvægi
benign góðkynja
bípólar tvískauta
bradíkardía hægsláttur
debíll þróttlaus, veikur
defínera skilgreina
dómínans yfirráð
drenering tæming, fráveita
exklúsjón útilokun
extendera rétta, lengja
híperplasía ofvöxtur
innvasíf ífarandi, inngrips-
kanser krabbi
komment athugasemd
komplexið fléttan, flækjan
komplíkasjón aukakvilli, fylgikvilli
konstrúera gera, búa til
kríteríur skilmerki, auðkenni
köttoff endastig, lokamið
levell stig, jafnvægi
malign illkynja
normal eðlilegur
palpasjón þreifing
parenteralt utan meltingarvegar, í æð
períóður tímabil
plasebó lyfleysa
postúlera staðhæfa, frumhæfa
presentera kynna
pródúsera framleiða
prótókollinn aðferðarlýsingin
randomíseraður handahófstekinn
rapport frásögn, skýrsla
reit hraði, mælihlutfall
repónerast lagast, lagfærist
reseksjón brottnám
risk áhætta
rútína venja, regla
sekúnder auka-, síð-
sensitivítet næmi
sósíal félagslegur
spesifískur sértækur
sporadískur stakur, stakstæður
stúdía könnun, rannsókn
súbjektív huglægur
súbklínískur forklínískur!
súppressor bælir
transformera ummynda
trendinn tilhneigingin
túmor æxli
Nokkru fleiri voru slangurorðin reyndar, en þessi
upptalning er gerð til að vekja athygli manna á
ýmsu af því sem betur má fara. Mörg af þessum
orðum stinga vafalaust minna í stúf þegar þau eru
notuð í daglegri umræðu inni á sjúkradeildum, en
undirrituðum finnst að þau eigi ekki heima í vand-
aðri frásögn á virðulegri ráðstefnu eða á formlegum
fræðslufundi. Lýkur nú umræðu um ráðstefnumál
að sinni.
FL1993; 11(2): 9
Arta
í PISTLINUM í NÓVEMBER 1992 (FL 11/92) VAR
stungið upp á því að nota nafnorðið arta
sem þýðingu á sjúkdómsheitinu acne. Orðið
er frá 18. öld, eins og fram kom í pistlinum, og var
áður notað um graftarnabba og smávörtur. Pað er
stutt og lipurt, fer vel í flestum samsetningum, og
hefur auk þess vissa hljóðlíkingu við erlenda
fræðiheitið.
Vinnuhópur Orðanefndar hefur nú samþykkt
tillöguna og komið sér saman um íslensk heiti á
helstu tegundum acne. Nú er skorað á lækna að
taka orðið strax í notkun og láta á það reyna hvort
hér sé ekki komið íslenskt heiti sem dugir. Orðið er
kvenkyns og fallbeygist þannig: arta (nf.), örtu
(þf-), örtu (þgf-). örtu (e£).
Helstu form örtusjúkdóma fá því eftirtalin heiti
á íslensku:
arta (acne, a. vulgaris, a. simplex),
blöðruarta (a. cystica),
dreparta (a. necrotica),
efnaarta (a. venenata, a. arteficialis),
fyrirtíðaarta (a. premenstruale),
graftararta (a. pustulosa),
herslisarta (a. indurata),
hnútarta (a. conglobata),
nabbaarta (a. papulosa),
nýburaarta (a. neonatorum),
snyrtivöruarta (a. cosmetica),
svæsin arta (a. fulminans)
tíðaarta (a. menstruale) og loks
örarta (a. keloidalis).
Húðsjúkdómar
Tilefni þess að vinnuhópur Orðanefndar tók örtu-
sjúkdómana til umfjöllunar er það að nú hefur verið
hafist handa við íðorðasöfnun í húðsjúkdómafræði.
Ætlunin er að útbúa sérstök orðasöfn fyrir sem flestar
sérgreinar læknisfræði og nota um leið tækifærið til að
endurskoða ýmislegt, sem betur má fara í aðal-
safninu. f>á má um leið safna nýjum heitum og hug-
Læknablaðið / fylgirit 41 2001/87 47