Læknablaðið : fylgirit - 01.02.2001, Blaðsíða 51
(ÐORÐAPISTLAR LÆKNABLAÐSINS 1-130
þessi 45 ára gamla sérstofnun Sameinuðu þjóðanna
verði kölluð Heilsustofnun þjóðanna. Þá setur
undirritaður fram fjórðu tillöguna, Heilbrigðisstofn-
un þjóðanna.
Tillöguhöfundar eru allir sammála um að um
stofnun sé að ræða. Aðrar þýðingar á organization
eru til dæmis félag, samtök, félagasamtök eða
bandalag. Ekkert af því sýnist eiga betur við.
World má þýða á ýmsan hátt í þessu samhengi, svo
sem heims-, alheims- eða alþjóða-. „Þjóðanna“ er
vissulega ekki bein þýðing á World, en er þó ágæt
hliðstæða við síðari hluta hins íslenska heitis Sam-
einuðu þjóðanna. Orðið health má einnig þýða á
íslensku á nokkra mismunandi vegu (Ensk-íslensk
orðabók Arnar og Örlygs), heilbrigði, hreysti, heilsa,
velferð eða heill. Vafalaust geta flestir verið sam-
mála um að heitin Hreysti-, Velferðar- eða Heilla-
stofnun eigi ekki við, og að heitin Heilsu- eða
Heilbrigðisstofnun séu mun betri. í íslenskri orða-
bók Máls og menningar virðast orðin heilbrigði og
heilsa vera nánast sömu merkingar. Undirritaður
þykist þó skynja þann mun að heilsa sé þrengri
merkingar og vísi fremur til heilbrigðisástands ein-
staklinga, en að heilbrigði hafi víðari merkingu og
henti því betur þegar fjallað er um heilbrigðis-
ástand þjóða. Hrynjandi er svipuð í Heilbrigðis-
stofnun þjóðanna og í Heilsustofnun þjóðanna, en
tillaga Þórarins hefur þann kost að heiti stofnunar-
innar verður einu atkvæði styttra. Nú á eftir að
koma í ljós hvort eitthvert af þessum heitum nær
fótfestu.
Orsakafræði
Nýlega var undirritaður að glugga í íðorðasafn lækna
og nam þá staðar við fræðiorðið etiologia. Það er þar
þýtt á tvo vegu, 1. sjúkdómafrœði. 2. uppruni sjúk-
dóms, og síðan er vísað í pathogenesis.
Pathogenesis er síðan þýtt sem meingerð og
vísað í samheitið nosogenesis. í febrúar-pistlinum
1991 var þeirri skoðun lýst að rétta þýðingin á
pathogenesis væri meinmyndun, enda merkir
genesis myndun eða sköpun. Þetta hefur síðan
verið staðfest formlega á fundi í Orðanefndinni.
Rósarta
í orðapistli í mars s.L. (FL 1993;3:10) var
frá því skýrt að vinnuhópur Orðanefndar
læknafélaganna hefði ákveðið að taka upp
heitið arta sem þýðingu á sjúkdómsheitinu acne. í
pistlinum voru tilgreind íslensk heiti á nokkrum
helstu formum örtusjúkdóma.
Acne rosacea er heiti á húðsjúkdómi sem veldur
langvarandi roða í andlitshúð, einkum á nefi og kinn-
um, en einnig fylgja oft bólguhnútar og graftarkýli.
Sjúkdómsmyndun kemur vissulega einnig til greina,
en meinmyndun er styttra og liprara heiti.
Þó að leiðréttingin muni ekki komast inn í
Iðorðasafnið fyrr en í næstu útgáfu þá er mikilvægt
að ritstjórn Læknablaðsins taki þetta til athugunar
við yfirlestur greina. Lýsing á meinmyndun er lýs-
ing á þvíhvernig ákveðið mein eða sjúkdómur verður
til. Með öðrum orðum, lýsing á ferli þeirra breyt-
inga í starfsemi og byggingu líkamans, sem leiða til
þess að sjúkdómur kemur fram. Nosogenesis er
sömu merkingar, en nú sjaldan notað, að minnsta
kosti í læknisfræði. Nosos er úr grísku og þýðir
sjúkdómur á sama hátt og pathos. Pathos getur
reyndar einnig þýtt þjáning, sérstaklega í listfræð-
inni, en það er nú önnur saga.
Etiologia er talið myndað úr grísku orðunum
aitia, sem merkir orsök, og logos, sem merkir orð,
umrœða eða jafnvel ritgerð. Logia (E. -logy) er í
samsetningum oftast þýtt sem -frœði eða frœði-
grein. Bein þýðing á etiologia er því einfaldlega
orsakafræði. Orsakafræði má skilgreina sem þá
fræðigrein er fjallar um orsakir og orsakaþœtti
sjúkdóma. Umfjöllun um orsakir tengist vissulega
upphafi meinmyndunar, en þó ætti að vera nokkuð
ljóst að orsakafræðin getur fjallað um orsakir sjúk-
dóma án þess að lýsa ferli meinmyndunar og að
meinmyndun er hægt að lýsa án þess að orsakir
hinna sjúklegu breytinga séu þekktar. Rétt er að
benda á að orðið etiologia er notað á að minnsta
kosti tvo vegu í læknisfræði, annars vegar sem heiti
á fræðigrein og hins vegar sem heiti á orsakalýs-
ingu tiltekins sjúkdóms, samanber ofangreinda til-
vísun í Iðorðasafnið. Þetta kemur einnig vel fram í
Ensk-íslenskri orðabók Arnar og Örlygs.
Rétt skal rétt vera
í örstuttu bréfi frá Ólafi landlækni er greint frá því að
fyrrgreindur starfshópur Hjartaverndar (sjá FL1993;
5: 6) hafi notið aðstoðar Vilmundar Jónssonar þáver-
andi landlæknis, sérstaklega varðandi heitin faralds-
fræði og skil.
FL 1993; 11(7); 6
í íðorðasafni lækna er þetta þýtt með heitinu rós-
roði, en að auki er brennivínsnef talið koma til
greina. Rosaceus er latneskt lýsingarorð sem
merkir rósrauður. Þarna væri æskilegast að sam-
ræma við heiti annarra örtusjúkdóma. Rósroðaarta
er hins vegar óþarflega langt og nákvæmni spillist
ekki þó stytt sé í rósarta, þegar rætt er eða ritað um
acne rosacea. Heitið „brennivínsnef“ byggir á því
að áfengisneysla getur aukið á sjúkdómseinkennin.
Læknadlaðið/ fylgirit 41 2001/87 51