Læknablaðið : fylgirit - 01.02.2001, Blaðsíða 102

Læknablaðið : fylgirit - 01.02.2001, Blaðsíða 102
ÍÐORÐAPISTLAR LÆKNABLAÐSINS 1-130 eigin reynslu og sérþekkingu og niðurstöður vís- indalegra rannsókna og að gera það eitt sem grundvallað sé á fræðilegum staðreyndum. Staðreyndalæknisfræði Þetta var langur formáli að þeirri hugmynd undir- ritaðs að nefna evidence based medicine staðreyndalæknisfræði. Þessu heiti er ætlað að vekja til umhugsunar um það hvað af því, sem læknar gera, sé stutt fullnægjandi rökum og hvað ekki. Ari Jóhannesson, læknir á Akranesi, sendi tölvupóst með tveimur hugmyndum. Sú fyrri er gagnreynd læknisfræði. Orðhlutinn gagn segir Ari að geti annars vegar vísað í gagnsemi og hins vegar í gögn (heimildir), en heimildaleit og gagnrýnið mat á þeim eru einmitt hornsteinar „evidence based medicine“. Síðari hugmyndin er heimildalæknis- fræði, en hana telur Ari þó varla koma til greina. Lýst er eftir fleirum. Trefjalíkisæxli Guðrún Aspelund, unglæknir, hringdi og vantaði ís- lenskt heiti á þá meinsemd sem desmoid tumor nefnist. Orðfræðilegan uppruna má rekja til grísku, en þar merkir nafnorðið desmos band og viðskeytið -oid er notað til að gefa til kynna líkingu við eitthvað. Carcinoid er þannig æxli sem líkist carcinoma, krabbalíki. Með desmo- er í læknisfræðilegum heit- um vísað til trefjabandvefja, en þó sérstaklega til lið- banda. Desmology er til dæmis liðbandafrœði og heitið desmopathy má nota um sérhvern þann kvilla sem leggst á liðbönd. Með heitinu desmoid tumor er þó ekki verið að vísa í liðbandaæxli, heldur í bandvefsofvöxt eða œxli, sem oftast kemur fyrir í kviðvegg og er nú gjarnan nefnt abdominal fibromatosis. Við þýð- ingu á alþjóðlegu sjúkdómaflokkuninni, ICD-10, var valið heitið kviðartrefjaœxlisvöxtur. Það er langt og stirðlegt heiti og betur gæti því farið á því að nota annað hvort trefjalíkisvöxtur eða trefja- líkisæxli um desmoid tumor. Frumufellir, frumufall Magnús Snædal, málfræðingur, sendi stutta athuga- semd í tölvupósti og benti á meinlega ritvillu í síðasta pistli. Ptosis var þar ranglega ritað sem „optosis“. Beðist er velvirðingar á þessu. Magnús vildi jafn- framt koma þeirri skoðun sinni á framfæri að frumu- fall væri betra en frumufellir sem íslenskt heiti á apoptosis og vísar þar sérstaklega í mannfall sem merkir manndauði í orrustu. Lýst er eftir fleiri hug- myndum eða öðrum skoðunum. Lbl 1998; 84: 432 Skyggna, hundraðsmark Eftir krókaleiðum barst afrit af tölvubréfi frá óþekktum bréfritara, en það hefst þannig: „Ein er sú orðmynd sem raskar mínum fíngerðu taugum, en það er „slœða“ í stað enska heitisins „slide“ (litljósmynd sem varpað er á tjald, venjulega íplastramma 4x4 sm). “ I Ensk-íslenskri orðabók Arnar og Örlygs koma fram margvíslegar þýðingar á sagnorðinu to slide og nafnorðinu slide. Aðalmerking sagnar- innar er sú að renna, en einnig má finna aðrar skyldar: að renna sér, skrika, skrensa, líða áfram, lauma, lœða, mjakast, skríða o.s.frv. Aðalmerking nafnorðsins er renna, en í áttunda merkingarlið er það einnig þýtt þannig: skyggna, lítil myndglœra í ramma, litskyggna, skuggamynd. Upphaflega hefur mynd af þessu tagi fengið heitið slide á ensku vegna þess að myndin var látin renna á sinn stað í sýningarvélinni, fyrir ljósgeislann. Enskar orða- bækur nefna gjarnan töfralampa, magic lantern, í tengslum við orðskýringar. Saga slíkra sýningar- véla er án efa heillandi, en ekki á færi undirritaðs að rekja. I staðinn koma í hugann heiti bakkanna sem bera myndirnar í vélunum, carousel, hringekja í vélum af tiltekinni amerískri gerð og Schlitten, s/eði í öðrum vélum. Þegar flett er upp í Orðsifja- bók Asgeirs Blöndals Magnússonar kemur einmitl í ljós að íslenska orðið sleði og enska orðið slide eiga til skyldleika að rekja gegnum fornensku sögnina slídan. Skyggna og skyggnuvél eru lipur heiti og undir- ritaður sér enga ástæðu til þess að nota ensku slett- urnar „slæd“ eða „slædsmynd“, né heldur að ís- lenska „slide“ með heitinu „slæða“. í réttu sam- hengi má að auki nota mynd, til dæmis: „Næstu mynd, takk fyrirl" Gaman væri að fá fréttir af því hvort einhver önnur myndaheiti séu komin í notkun. Vernal conjunctivitis Björn Árdal, barnalækir, óskaði eftir umræðu um fyrirbærið vernal conjunctivitis. Sjúkdómurinn er talinn af ofnæmisuppruna og birtist sem árstíða- bundin slímhimnubólga í augum. Ljósfælni og mikill kláði fylgja gjarnan og við skoðun sést að slímhimnan er óslétt eða smáhnúðótt. Nú ber þess að geta að conjunctiva eða tunica conjunctiva hefur ýmist verið nefnd augnslímhúð, augnslíma eða tára. Orðanefnd læknafélaganna tók þá stefnu við nýja útgáfu líffæraheitanna að 102 Læknablaðið / FYLGIRIT 41 2001/87
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.