Læknablaðið : fylgirit - 01.02.2001, Blaðsíða 123
(ÐORÐAPISTLAR LÆKNABLAÐSINS 1-130
stofnfrumur sem heiti á mesenchymal stem cells og
bandvefskímsvaxtarvilluæxli sem heiti á
mesenchymal hamartoma. Heitin eru vissulega
óþægilega löng, en þeim má einnig skipta og tala þá
um vaxtarvilluæxli bandvefskíms og stofnfrumur
bandvefskíms, eins og við á.
Ungbarn
A lúnum miða í sloppvasa fundust orðin ungbarn og
ungabarn. Viðmælandi einn hafði tjáð undirrituðum
þá skoðun sína að ungbarn væri rétta heitið þegar
vísað væri til bama á fyrsta ári. Orðið ungabarn væri
hins vegar rangt myndað. Undirritaður tók undir
þessa skoðun og hafði þá íðorðasafnið sér til halds og
trausts. Enska nafnorðið infant (L. infans) er þar
eingöngu þýtt sem ungbarn. Undrunin var hins vegar
mikil þegar í ljós kom að Islensk orðabók Máls og
menningar birtir bæði orðin og það á þann hátt að
þau virðast jafngild. Þá var brugðið á það ráð að
fletta upp í Samheitaorðabókinni - og viti menn! -
bæði orðin fundust þar og voru útskýrð á sama hátt:
óviti sbr. hvítvoðungur.
Hvítvoðungur reyndist svo eiga fjölda
samheita: barn, ómálga barn, blautabarn, blaut-
barn, brjóstmylkingur, kjöltubarn, kornabarn,
kornbarn, pelabarn, reifabarn, reifastrangi, smá-
barn, ungabarn, ungbarn, vöggubarn, vöggur.
Lbl 2000; 86:386
Follow-up time, pouch
Laufey Steingrímsdóttir (villa, sjá
næsta pistil), næringarfræðingur, bað um álit
á íslensku heitunum fylgitími og
eftirfylgnitími til að tákna follow-up time.
Undirrituðum leist betur á það fyrra, en gæta þarf
þess að aðrar samsetningar lýsingarorðsins follow-up
séu þýddar á lipran og sambærilegan hátt, svo sem
follow-up care, follow-up contact, follow-up
examination, follow-up measure, follow-up study og
follow-up treatment. Þá þarf einnig að gæta þess að
færa ekki hina miklu nafnorðanotkun enskunnar
beint yfir í íslensku, en follow-up er oft notað sem
nafnorð þegar samhengið er augljóst.
Ensk-íslensk orðabók Arnar og Örlygs birtir
skýringar á nafnorðinu follow-up: /. hvers kyns
aðgerð íþeim tilgangi aðfylgja tilteknu málefni eftir
(bréf heimsókn o.þ.u.l.); árétting. 2. (í lœknisfrœði)
eftirmeðferð, reglulegt eftirlit með sjúklingi eftir
aðgerð eða aðra lœknismeðferð. Skýringar á
sagnorðinu to follow-up má finna í hinni rniklu
orðabók Websters: a. aðfylgja e-u eftir vandlega og
af þrautseigju. b. að auka áhrif e-s með frekari
aðgerð. c. að fylgja e-u eftir þar til lausn eða
niðurstaða fœst. íðorðasafn lækna birtir hvorki
nafnorðið, sagnorðið né neina af ofangreindum
samsetningum. í læknisfræðiorðabók Stedmans
má finna samsetninguna follow-up study: rannsókn
þar sem fólki, sem orðið hefurfyrir áhœttuþœtti eða
fengið ákveðna fyrirbyggjandi eða læknandi með-
ferð, er fylgt eftir um tíma eða með millibili til að
ákvarða um afleiðingar eða árangur.
Sé lýsingarorðið follow-up þýtt með forliðnum
fylgi- á íslensku, geta ofangreindar samsetningar
fengið íslensk heiti þannig: follow-up care verði
fylgiumönnun, follow-up contact verði fylgisam-
band, follow-up examination verði fylgiskoðun.
follow-up measure verði fylgiráðstöfun, follow-up
study verði fylgirannsókn og follow-up treatment
verði fylgimeðferð. Gaman væri nú að fá viðbrögð
lesenda.
Tvær tillögur
Auðbergur Jónsson, læknir, sendi bréf frá Egils-
stöðum og fannst að vonum lítil „reisn“ yfir þýðingar-
tillögum undirritaðs í 122. pistli á samsetningunni
ascending infection. Hann gengur beint til verks og
stingur upp á að íslenska heitið verði einfaldlega
sýking neðan frá, „þó vitanlega sé það ekki jafn
þráðbein þýðingu. Hafi hann bestu þakkir fyrir. Vilja
fleiri leggja orð í belg?
Þá sendi Jón Steinar Jónsson, læknir, tölvupóst
með tillögu að þýðingu á heitinu atopy (sjá 120.
pistil, Lbl 2000;86:207). Hann leggur til að íslenska
heitið verði auðnæmi. Þetta er lipurt og laglegt
heiti. Um sjúklinga sem auðveldlega fá ofnæmi
(hafa ofnæmishneigð) rná segja að þeir séu
auðnæmir.
Pouch
Tryggvi Stefánsson, skurðlæknir, hringdi og var ekki
sáttur við þýðingu Iðorðasafns lækna á enska orðinu
pouch = kvos. Undirrituðum tókst síðan að finna
orðið á þremur stöðum í safninu: pouch of Douglas =
endaþarms- og legkvos, blind pouch (cul-de-sac) =
blindpoki og branchial pouch (visceral pouch) =
tálknpoki. Allar þessar þýðingar getur Tryggvi
reyndar sætt sig við, en hann var að fást við að koma
íslensku heiti á tilbúinn endaþarm, sem á ensku
nefnist ýmist ileal pouch eða ileo-anal pouch.
Fyrirbærið er búið til með sérstakri skurðaðgerð,
þegar ristillinn hefur verið fjarlægður, til þess að
mynda hægðageymi ofan við endaþarmsopið. Bein
123
Læknablaðið/ fylgirit 41 2001/87 123