Læknablaðið : fylgirit - 01.02.2001, Blaðsíða 113
ÍÐORÐAPISTLAR LÆKNABLAÐSINS 1-130
Þá bylur óþyrmilega í þakinu og í hugann kemur
hending úr ljóði eftir einmana íslenskt skáld á
erlendri grundu: „Af hússins upsum drýpur erlent
regn".
Hér er þó ekki ástæða til að vera einmana.
Ljúfir tónar hljóma úr dönsku sjónvarpstæki og
fyrir augun ber blaktandi kertaljós sem tendrað
hefur verið hjá stórum hópi trúariðkenda í Taizé-
klaustrinu í Frakklandi. Lofgjörðarsöngur þessa
dags er fjölþjóðlegur, ýmist sunginn á latínu,
frönsku eða þýsku, og beðið er á ensku, spænsku,
norsku, sænsku og finnsku fyrir þeim meðbræðr-
um sem búa við hörmungar, allt frá Kólumbíu í
vestri til Kambódíu í austri, allt frá írlandi í norðri
að Súdan í suðri.
Alþjóðlegt umhverfi.
Áfram má lýsa hinu alþjóðlega umhverfi. Undir-
ritaður situr í þægilegum þýskum íþróttabúningi, við
öfluga ameríska tölvu og reynir að koma sænskri út-
gáfu ritvinnslukerfisins til að birta bókstafi síns ást-
kæra, ylhýra máls. Ætlunin er svo að senda pistilinn
óbrenglaðan um sænska símkerfið, inn á hið alþjóð-
lega Alnet, síðan um íslenska símkerfið og loks beint
inn í tölvu Læknablaðsins. Og allt í einu tekst það.
Komman límist við sérhljóðana á réttan hátt og þ, æ,
ö og ð hoppa inn á skjáinn eins og ekkert sé sjálf-
sagðara. Það skilst í einu vetfangi hversu mikilvæg
sjálfstæðisbaráttan er okkur.
Hvort sem það er barátta við norska kónga,
danska höndlara, alþjóðlegar táknatöflur eða
voldug amerísk stýrikerfi verða grunnhugmynd-
irnar alltaf þær sömu: íslendingar viljum viö vera
og íslensku viljum við tala og skrifa. Baráttan er
ekki eingöngu byggð á íhaldssemi og sérvisku.
Baráttan snýst um það að viðhalda íslenskri auð-
legð og byggja upp íslenska framtíðarsýn. Auð-
legðin er tungan, sem tjáir hugsun okkar og við-
heldur íslenskri menningu. Framtíðarsýnin er full-
gild menningarleg og hugmyndafræðileg þátttaka í
hinu fjölþjóðlega samfélagi.
Ný tækni
Hugsunin þarfnast tjáningar, tjáningin tungumáls og
tungumálið endurnýjunar. Ný þekking og tækni kalla
á ný heiti, skiljanleg orð sem fljótt gefa til kynna hvað
um er rætt. Þegar þekkingin verður til í erlendum
húsum er ekki von annars en að erlent regn drjúpi.
Mjálmið í kettinum hljómar þó eins og hann hugsi á
íslensku. Hann skynjar brátt að íslenskar vögguvísur
og barnagælur geyma alla þá huggun sem þarf til að
sænskur köttur gleymi rigningunni og geti horft með
virðulegri ró á íslenskan texta birtast á amerískum
tölvuskjá. Hann hefur engar áhyggjur af íslenskum
íðorðum eða útlendu tæknimáli. Hann trúir því ekki
að ensk heiti séu nákvæmari eða hafi aðra og dýpri
merkingu en þau íslensku. Það er eins og hann hafi
fyrir löngu orðið fullviss um þá hugmynd skáldsins að
íslenskan muni eiga sér orð „ um allt sem er hugsað á
jörðu. “
Enginn getur séð fyrir hvert tæknin muni leiða
okkur eða hverjar verði kröfur um málakunnáttu
framtíðarkynslóðanna. Draumurinn um eitt sam-
skiptatungumál (esperantó!) hefur ekki orðið að
veruleika, en tölvu- og upplýsingatæknin opnar
nýjar dyr. Fram eru komin forrit sem þýða ein-
faldan ritaðan texta af einu tungumáli á annað.
Fyrst í stað frá orði til orðs og megináherslan
verður lögð á að ný fræðiorð séu jafnóðum fyrir
hendi. Gera má svo ráð fyrir að smáþjóðirnar
muni ekki lengi sætta sig við að þiggja fræðslu- og
upplýsingaefni á erlendu tungumáli. Þá koma
kröfur um rétt textaskil úr vélrænum þýðingum,
fullt samhengi og eðlilega uppbyggingu setninga.
Líta má enn lengra og sjá fyrir sér forrit sem þýði
talað mál á sama hátt. Samskiptunum verða þá
engin önnur takmörk sett en þau sem hrein hugs-
un, skýr tjáning, orðaforði og þekking hvers ein-
staklings á blæbrigðum málsins setja þeim.
Lbl 1999; 85: 660
Sænskur köttur
114
SÍÐASTI PISTILL VAR SKRIFAÐUR í SÆNSKRI
smáborg og í félagi við sænskan kött.
Honum leiddist sjálfsagt að sitja inni
þennan eina rigningardag og að vera settur í það
verkefni að fylgjast með stafavillum í íslenskum texta
á tölvuskjá. Hann mjálmaði þó öðru hvoru, eins og til
samþykkis, virtist íhuga innihald textans gaum-
gæfilega. Þegar skýjahulunni létti og sólargeislarnir
höfðu þurrkað nánasta umhverfi, stökk hann niður af
tölvuborðinu, trítlaði einbeittur niður stigann og
skaust út í garðinn. Hann sást síðan svífa í léttum
boga yfir girðinguna og hverfa inn í skóginn til
norðausturs. Það var ekki fyrr en mörgum sólar-
hringum seinna að hann birtist aftur ferðlúinn en
geislandi af sínum meðfædda virðuleika. Hann lét
lítið uppi um ferðir sínar, en virtist síður en svo
óánægður með útiveruna.
Af ketlinum segir síðan fátt fyrr en daginn sem
yfirlýsing sænsku málnefndarinnar um að lögfesta
ætti stöðu sænskrar tungu birtist. Þann morgun all-
Læknablaðið/ fylgirit 41 2001/87 113