Læknablaðið : fylgirit - 01.02.2001, Blaðsíða 39

Læknablaðið : fylgirit - 01.02.2001, Blaðsíða 39
ÍÐORÐAPISTLAR LÆKNABLAÐSINS 1-130 framandleg séu, og það er sjálfsagt að reyna að koma þeim inn í málið. Vera má að þau venjist betur en sýnist í fyrstu. Syndroma canalis carpi Taugasjúkdómalæknir lét frá sér heyra og var að fást við þýðingu á carpal tunncl syndrome. I tiltækri uppflettibók voru gefin samheitin: median neuro- pathy; median neuritis; tardy median palsy; teno- synovitis stenosans canalis carpi; carpal-thenar amyotrophy og constrictive median neuropathy. Orsökin er talin vera ósértæk bólga eða fyrirferðar- aukning í sinaslíðrum úlnliðsganga sem leiði til þrýstings á miðtaug (nervus medianus) og valdi dofa, skyntruflunum og kraftleysi í þumalfingri, vísifingri, löngutöng og hálfum baugfingri. I líffærafræðinni er canalis alltaf þýtt sem göng. Bein þýðing á þessu heiti er því heilkenni úlnliðsganga cða úlnliðsgangaheil- kenni (7 atkvæði í stað 6), sem hlýtur að vera skömminni skárra en heiti það sem tekið hefur verið upp í Iðorðasafnið, heilkenni miðtaugarþvingunar (9 atkvæði). Getur nú einhver gert betur? Situs inversus Annar læknir var að fást við situs inversus viscerum og svo vel hittist á að starfshópur Orðanefndar er einmitt að vinna við heiti í rang- eða vanskapnaðar- fræðum fósturfræðinnar. Þar var ákveðið að nota orðið set um situs og þá getur situs inversus orðið unihverfuset, situs transversus verður þverset og situs perversus villuset. Situs solidus mætti síðan nefna réttset. E.S. Pétri Haukssyni, lækni, er þakkað bréf um somatization disorder og conversion disorder (sjá FL 1992;10:8). Nýyrðið skrokkun geðjast mér ekki, en dettur í hug hvort ekki megi nefna þetta líkömn- unarkvilla eða yfirfærslukvilla. Svolítið stirðlegt að vísu en auðvelt að skýra og skilja. Fleiri hugmyndir??? FL 1992; 10(5); 7-8 Röntgenmyndataka A FRÆÐSLUFUNDI FYRR f VETUR SAT undirritaður við hliðina á röntgenlækni og áður en fræðslan hófst barst íðorðamyndun í tal. Fyrsta tilefnið var latneska orðið graphia, sem er notað í heitum á ýmsum greiningaraðgerðum í röntgenfræðum. Sem dæmi má nefna chol- ecystographia, cystographia, galactographia, mammographia og urographia. Orðhlutinn -graphia er kominn úr grísku, frá sagnorðinu grapho, sem merkir að skrifa. Orðhlut- inn grapho- er vel þekktur í hópi lækna, því að þar má finna marga þá sem haldnir eru graphomania, ritœði, og aðra sem þjást af graphophobia, ritfœlni. I ensku er nafnorðið graph oft notað sem síðari orðhluti (-graph), ýmist um tœki sem gera línurit eða myndir, eða um línurit og myndir sem tœkin framleiða. í íslenskum skólum mun fyrir löngu kominn á sá siður að stafsetja orðið að íslenskum hætti og nota þá hvorugkynsorðið graf (ft. gröf) um ýmis línurit og myndir. íðorðasafn lækna þýðir orðhlutann -graphia oftast sem myndataka, en þó hefur ekki enn náðst fullt samræmi. Cystographia er þannig nefnd blöðruskuggamyndataka en cholecystographia er nefnd gallblöðrumyndataka. Mamniographia er brjóstamyndataka, en galacto- graphia finnst ekki sem uppflettiorð. Undan þess- um orðskorti kvartaði fyrrnefndur röntgenlæknir og taldi vanta gott íðorð. Mjólkurgangamyndataka er óþægilega langt til að nota í daglegu tali og brjóstgangamyndataka litlu betri. Brjóstgangamyndun (samanber ljós- myndun) getur gengið þegar samhengið er aug- ljóst, en hafa ber í huga að það orð mætti einnig nota um vefjamyndun (histogenesis) mjólkur- ganga. Rétt er einnig að minna á aðra þýðingu Iðorðasafnsins á orðinu graphia, svo sem í electro- encephalographia. heilarafritun eða heilaritun, og í elcctrocardiographia, hjartarafritun. Athyglisvert er að orðin heilalínurit og hjartalínurit eru mikið notuð, en að orðin heilarafrit og hjartarafrit hafa ekki náð vinsældum. Sennilega er hrynjandin ekki rétt í þeim. Hnýfill Á fundi starfshóps Orðanefndar var rætt um nýtt heiti á fyrirbærið exostosis. í íðorðasafninu er exostosis þýtt með orðinu útgöddun en sú þýðing virðist ekki hafa náð neinni fótfestu. Erlendar orðabækur upplýsa að orðið sé komið úr grísku. Exo- er forskeyti sem merkir út-, ytri- eða utan-, osteon merkir bein og -osis er viðskeyti, sem er notað um ástand. Bein þýðing gæti þá verið útbeinsástand, vissulega skiljanlegt en varla boðlegt! Auk þess er orðið exostosis fyrst og fremst notað um beinútvöxtinn sjálfan, um staðbund- inn, brjóskklæddan beingadd sem skagar út úr beini. Þá mun einnig vera til heitið endostosis, sem er haft um sambærilega beingadda sem skaga inn í merghol beina. Niðurstaða starfshópsins varð sú að exostosis skyldi heita úthnýfíll eða beinúthnýfíll og endos- Læknablaðið / FYLGIRIT 41 2001/87 39
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.