Læknablaðið : fylgirit - 01.02.2001, Blaðsíða 114
ÍÐORÐAPISTLAR LÆKNABLAÐSINS 1-130
an sat hann inni ábúðarfullur, nánast eins og sigri
hrósandi meðan hann fylgdist grannt með íslensku
húsráðendunum í viðureign sinni við sænsk dag-
blöð.
Hnattvæðingin
í Reykjavíkurbréfi Morgunblaðsins þann 15. ágúst
1999 er lagt út af yfirlýsingu hinnar sænsku málnefnd-
ar. Sagt er að Svíar hafi hingað til ekki haft niiklar
áhyggjur af stöðu tungu sinnar, en að þeir hafi vakn-
að upp við vondan draum vegna ýmissa breytinga
sem þeir telja að rekja megi til hinnar svonefndu
hnattvæðingar (E. globalization). Peir óttast nú að
yfirburðastaða enskrar tungu í alþjóðlegum sam-
skiptum, sérstaklega með sjónvarps- og netvæðingu
undanfarinna ára, muni verða til þess að sænsk
menning, sænsk tunga og sænsk lífsgildi víki fyrir
hinni einsleitu og yfirborðskenndu hugmyndafræði
ameríska fjölmiðla- og afþreyingariðnaðarins.
Málnefndin vill lögfesta stöðu sænskrar tungu.
Ekki er ljóst hversu langt slík „lögfesting“ muni
ná, né hvaða gagn hún muni gera. Hitt er þó víst að
áhyggjur af menningarlegum áhrifum vegna undan-
látssemi við notkun ensku í sænska skólakerfinu
fara vaxandi. Því er til dæmis lýst að kennslubækur
á ensku séu í notkun í ýmsum greinum í grunn-
námi. Islenska skólakerfið er vafalítið miklu betur
statt hvað þetta varðar. Islenskir kennarar hafa
margir verið ötulir við að þýða erlendar bækur eða
að skrifa kennslubækur á íslensku. Þetta er gömul
hefð á lægri skólastigum, en háskólastigin hafa
orðið útundan þar til á síðustu árum. Sú mikla
breyting, sem orðið hefur, sést vel þegar gengið er
meðfram bókahillunum í Bóksölu stúdenta. Fjöldi
kennslubóka og rita eftir íslenska háskólakennara
hefur vaxið ár frá ári og kennararnir virðast nú
setja metnað sinn í það að fræðileg umfjöllun geti
farið fram á íslensku.
Miklu skiptir að deildir háskólanna geri þá
kröfu að kennsluefni verði fyrst og fremst á ís-
lensku og að þær byggi upp nauðsynlega aðstöðu
fyrir kennarana. Heilbrigðisgreinarnar hafa því
miður ekki verið í fararbroddi hvað varðar
kennslurit á íslensku. Það þarf að lagfæra. Höf-
undur Reykjavíkurbréfsins gefur í skyn að laun
kennara geti skipt máli ef gera á auknar kröfur um
varðveislu íslenskrar menningar og tungu.
Djísus, sjitt og fökk!
Höfundur Reykjavíkurbréfs vill láta auka kennslu í
íslensku í grunnskóla. Ekki skal úr því dregið hér, en
spyrja má hvaðan íslensk börn fái fyrirmyndir sínar.
Undirrituðum hefur oft legið við örvæntingu þegar
hann hlustar á samræður hjá sjónvarps- og mynd-
bandakynslóðinni og henni er mikið niðri fyrir. Jafn-
vel foreldrarnir, sem ekki áttu kost á að læra ofan-
greind áhersluorð í æsku, eru farin að apa þau eftir.
Því hefur hann verið að viðra þá hugmynd í kunn-
ingjahópi að nú sé komið að því að fara að talsetja
erlent myndefni. Viðbrögðin eru enn oftast neikvæð
og þá helst með þeirri röksemdafærslu að það verði
svo „fáránlegt að hlusta á John Wayne tala íslensku!“
Undirritaður heldur því hins vegar fram að sjón-
varpsefnið sé ungu kynslóðinni slík fyrirmynd að
þetta verði að gera og að íslenskum leikurum verði
ekki skotaskuld úr því að herma eftir erlendum
strigabössum.
Lbl 1999; 85: 752
Villa í ICD-10, seyting
Magni Jónsson, læknir, sendi tölvupóst
snemma í fyrravetur og vakti athygli á villu í
þýðingunni á alþjóðlegu sjúkdómaskránni
ICD-10. Hann sagðist hafa rekist á þá kórvillu að
samsetningin syndronie of inappropriate secretion
of antidiurctic hormone hefði verið þýdd sem
heilkenni ónógrar seytingar þvagstemmuvaka. Hún
kemur fyrir í 4. kafla bókarinnar, á bls. 157 í
undirkafla E22 sem fjallar um ofstarfsemi (heila)-
dinguls. Villan ætti að vera augljós, en hefur þó ekki
náð að vekja örþreyttar heilafrumur rauðeygðra
þýðendanna við síðasta yfirlestur. Samkvæmt
læknisfræðiorðabók Stedmans felur heilkennið í sér
sífellda seytingu þvagstemmuhormóns (ADH) þrátt
fyrir lága osmósuþéttni í sermi og aukið rými
utanfrumuvökva. Hugmyndin er sú að sífelld
framleiðsla hormónsins undir þessum kringumstæð-
um sé óviðeigandi (inappropriate). Orðrétt þýðing
er því heilkcnni óviðeigandi seytingar þvagstemmu-
vaka.
Nafnorðið stemma er komið úr forníslensku,
talið að uppruna sagnleitt nafnorð, og samkvæmt
íslenskri orðabók Máls og menningar merkir það
stífla, til dœmis í vatni, vatnsfalli. Fræg eru ummæli
Þórs í Snorra Eddu, „Á skal að ósi stemma“, er
hann stíflaði þvagrennsli skessunnar „þar er hann
hafði til kastað“.
Seyting
Abending Magna gefur tilefni til þess að rifja upp
íslenskar þýðingar Iðorðasafns lækna á fræðiheitinu
secretion, 1. seyting. 2. seyti, kirtilsafi, það efni sem
seytt er. íslensk læknisfræðiheiti Guðmundar Hannes-
sonar frá 1954 birta reyndar þýðingarnar bruggun og
114 Læknablaðið/ fylgirit 41 2001/87