Læknablaðið : fylgirit - 01.02.2001, Blaðsíða 121
IÐORÐAPISTLAR LÆKNABLAÐSINS 1-130
svonefnda stofnsamsetningu að ræða, þegar stofn
fyrra orðsins er tengdur við síðara orðið „spítali" til
að mynda heitið, Landspítali. Stofn orðsins „land“
finnst í þolfalli, en orðið er eins í nefnifalli og þolfalli.
Pessi orðmyndun er því málfræðilega rétt, en jafnrétt
er hins vegar að nota eignarfallssamsetningu til að
búa til heitið Landsspítali.
í símaskrá „Landssímans“ eru eignarfalls-
samsetningar nafna sem byrja á „Land-“ heldur
fleiri (dæmi: Landsafl, Landsbanki, Landsbjörg,
Landsbókasafn, Landsnefnd, Landssamband,
Landsvirkjurí) en stofnsamsetningar (dæmi:
Landbúnaðarráðuneyti, Landgrœðsla, Land-
lœknir, Landmœlingar, Landnáma, Landvari,
Landvernd).
í ritinu Leiðbeiningar fyrir orðanefndir
(íslensk málstöð 1991) er sagt frá þvf að
eignarfallssamsetningar séu rniklu algengari, en
um val á samsetningarleiðum er þetta sagt: „Best
er að taka mið af hliðstæðum orðum eða hefð og
láta máltiljinningu ráða. “
Merkingarlega getur verið um mun að ræða
eftir því hvor samsetningaraðferðin er notuð.
Nægir að taka sem dæmi orðin landmaður
(starfsmaður sem vinnur að afla í landi) og
landsmaður (íbúi, borgari lands). Merkingar-
munurinn þarf ekki að vera fyllilega rökréttur, en
byggist að hluta á því að orðhluti hafi nokkrar
mismunandi merkingar. Land merkir til dæmis
þurrlendi, árbakki, vatnsbakki, strönd, ríki,
landareign, landsvæði, flatur hluti e-s.
Þá kemur einnig fram ábending um að forðast
þær „samhljóöasamsetningar" á liðamótum
samsettra orða, sem óþægilegar verða í framburði.
Dæmið, sem þar er tekið um óþægilega
eignarfallssamsetningu, er „fisksbúð“ í stað hinnar
hefðbundnu og lipru stofnsamsetningar „fiskbúð“.
Nafnið Landspítali er óneitanlega þægilegra í
framburði en Landsspítali.
Landspítali
I ritmálsskrá Orðabókar Háskólans má finna bæði
orðin: landsspítali (heimild frá 1863) og landspítali
(frá 1896). „Landsspítali“ virðist því upprunalegri
orðmynd, en ljóst er að snemma hefur það gerst að
annað „s“-ið hafi stundum fallið brott. I ritmáls-
skrána hafa einnig verið skráð nokkur margsamsett
orð, sem ýmist innihalda eitt „s“ eða tvö: lands-
spítalahugmynd, landspítalamál, iandsspítalamál
(frá 1917), landspítalasjóður (frá 1927), lands-
spítalastofnun (frá 1897), landspítalaskortur (frá
1897) og landsspítalaþörf (frá 1917). Ákveðin hefð
virðist því ekki hafa myndast á þessum árum.
Vilmundur Jónsson, landlæknir, fjallar ítarlega
um stofnun Sjúkrahúss Reykjavíkur árið 1866
(Lækningar og saga 1969) og rekur margt úr þeirri
umræðu sem fram fór á næstu áratugum um
stofnun kennsluspítala. 1 þeirri umfjöllun er alltaf
notað heitið „landsspítali“.
Gunnar M. Magnús segir frá því í
Landspítalabókinni (Ríkisspítalar 1981) að á
fyrsta almenna læknafundinum í Reykjavík (árið
1896) hafi eitt af dagskrármálunum verið
„Landsspítali“ og að rúmum 30 árum seinna,
þegar spítalinn hafði verið reistur, var sett
lágmynd á burst hans sem bar áletrunina
„Landsspítali Islands“. Þessi áletrun sést nú ekki
en yfir suðurdyrum er áletrunin „Landsspítalinn“.
Sjálfur notar Gunnar heitið „Landspítali" í
umfjöllun sinni en gefur ekki neina vísbendingu
um það hvenær „s“-ið hafi fallið brott. Lengra
komst undirritaður ekki með þessa sögulegu
athugun og veit ekki enn hvort eða hvenær tekin
hafi verið formleg ákvörðun um breytinguna.
Lbl 2000; 86: 308
Ákveðinn greinir eða ekki?
í fundargerð stjórnar sjúkrahúsanna í Reykjavík þann 1. mars 2000 segir frá því að greidd hafi verið
atkvæði um þá valkosti sem þannig er lýst: „Land(s)spítali(nn)“ og „Háskólasjúkrahús(ið)“. Sá kostur að
láta stofnunina heita „Landspítalinn“ fékk ekki brautargengi. Vera má að ætlunin hafi verið sú að hið nýja
nafn yrði með formlegri og virðulegri blæ en hið eldra. Forvitnilegt verður að fylgjast með því hvort
almenningur tekur ástfóstri við hið nýja nafn eða heldur áfram að tala um „Landspítalann“ eins og gert er
við „Landsbankann“ sem ber hið formlega nafn „Landsbanki íslands“.
Læknablaðið / FYLGIRIT 41 2001/87 121