Læknablaðið : fylgirit - 01.02.2001, Blaðsíða 20
ÍÐORÐAPISTLAR LÆKNABLAÐSINS 1-130
Hugleiðingar um nafngiftir í sýklafræði
í SÝKLAFRÆÐI VANTAR ÞVÍ MIÐUR ENN MÖRG
orð á íslensku og sum eru rangtúlkuð.
Misnotkun fræðiorða er algeng meðal
leikmanna og nægir að minna á að orðin veira og
baktería eru oft notuð eins og um sama hlutinn sé að
ræða, en því miður nær misnotkun fræðiorða einnig
til fagmanna. Við kennslu og greinaskrif á íslensku er
mikilvægt að ekki sé ruglað með þýðingu orða og
allir séu sammála um merkingu þeirra. Hér á eftir
mun ég rekja nokkur dæmi.
Almenn orð
Orðin sýkill, sýking og sýklafræði eru dregin af orð-
unum sýki (veiki, sjúkdómur) sýkja (gera sjúkan,
smita), en önnur önnur skyld orð eru til dæmis sjúkur
(veikur, vanheill) og sjúklingur (sjúkur maður).
Sýkill er þess vegna örvera (baktería, sveppur, veira
eða sníkjudýr) sem sýkir, veldur sýkingu. Sögnin að
smita (sýkja, bera sóttkveikjur) er tökuorð úr dönsku
(at smitte). Eftir að einstaklingur hefur smitast getur
hann sýkst, en ekki valda sýklar þó alltaf sýkingu
með einkennum. Þeir sem hafa smitast og bera sýkil
án einkenna eru nefndir berar (carriers) eða smit-
berar.
Sýklafræði er fræðigreinin um þessar örverur og
sýkingar af þeirra völdum. Sambærileg orð í ensku
eru væntanlega eftirfarandi: infectious agent =
sýkill, infection = sýking og medical nticrobiology
= sýklafræði. Algengur misskilningur er að kalla
allar örverur sýkla, því aðeins lítið brot örvera
veldur sýkingum í dýrum og mönnum. Örveru-
fræði (microbiology) er stór fræðigrein og er
sýklafræði að hluta sérgrein innan hennar.
Sýklun
I maíhefti Læknablaðsins birtist grein sem nefnd var
„Sýklun í hálsi aldraðra" og var sýklun notað sem
þýðing á enska orðinu „colonization". Þótt orðið
sýklun sé þjált og fari vel í íslensku, þá er það ekki
rétt þýðing orðsins „colonization“, sem er dregið af
„colonize" (colonize = to become established in (a
new environment)). Með „colonization" er átt við
það þegar örverur taka sér bólfestu á ákveðnum stað
á mannslíkamanum og er gerður skýr greinarmunur
á „colónization" og sýkingu. Strax við fæðingu taka
ýmsar örverur sér bólfestu á og í mannslíkamanum,
en flestar þeirra eru ekki dæmigerðir sýklar (til dæmis
ýmsar loftfælnar bakteríur, kóagúlasa neikvæðir
klasakokkar og Corynebacteriae) þó sumar séu
mögulegir sýkingavaldar/sýklar (potentially patho-
genic microorganisms, til dæmis Staph. aureus, E.
coli, Strept. pneumoniae o.fl.). Á og í mannslíkaman-
um eru fleiri bakteríur en líkamsfrumur og er það
eðlilegt ástand. í orðinu sýklun felst hins vegar að
um sýkla sé að ræða og að í kjölfarið komi líklega
sýking, en það er annað en átt er við með enska
orðinu „colonization". Ekki hef ég á takteinum gott
orð í staðinn, en nefna má orð eins og nýlendun,
landnám, bólfesta og búseta. Gaman væri að heyra
fleiri hugmyndir.
Orð í örverufræöi
Fræðigreinin örverufræði (microbiology) skiptist í
baktcríufræði (bacteriology), veirufræði (virology),
sveppafræði (mycology), sníkjudýrafræði (para-
sitology) og ónæmisfræði (immunology). Orðin
baktcría, veira, sveppur og sníkjudýr falla vel að
íslensku og hafa náð góðri fótfestu. Orðið gerla-
fræðingur er nokkuð notað hérlendis, einkum um
örverufræðinga aðra en sýklafræðinga, til dæmis í
matvælaiðnaði. Gerill táknar (rotnunar)-bakteríu,
örsmáan blaðgrænulausan einfrumung. Gerill er því í
raun samheiti við bakteríu, en hefur ekki náð sömu
fótfestu, og orðið er ekki upprunalegra í íslensku en
orðið baktería. Gerill er dregið af ger, samanber gerj-
un sem er tökuorð úr dönsku „gær“. Mér hefur alltaf
fundist orðið gerill vera of skylt orðinu gerjun og ger-
sveppur til að geta verið orð yfir bakteríu. I staðinn
fyrir heitið gerlafræðingur mætti nota bakteríu-
fræðingur.
Orð í sýklafræði
Fjölmörg önnur orð í sýklafræði hafa enn ekki náð
fótfestu. Hér á eftir fer listi yfir nokkur ensk orð og
tillögur til íslenskunar: Peak level = toppstyrkur eða
hástyrkur, trough level = lágstyrkur, serum cidal
level = drápsþynning scrmis, ELIS A (enzyme linked
immunosorbent assey) = hvatabundið eða hvata-
tengt mótefnapróf, lluorescent immunoassay = flúr-
bundið mótefnapróf eða glitmótefnapróf, mini-
mum inhibitory concentration = lágmarkshefti-
styrkur, minintum bactericidal concentration = lág-
marksbanastyrkur cða lágmarksdrápsstyrkur, colony
= þyrping eða drýli.
Flokkun baktería
Heili á fleslum algengum sýkingum eru til á íslensku,
en það er efni í aðra grein að fjalla um þau. Til eru
margar þúsundir bakteríutegunda sem hver hefur sitt
nafn. Til að koma skipulagi á nafngiftir hefur orðið til
flokkunarfræði þar sem bakteríum er skipað í hópa
eftir skyldleika (classification), en skyldleikahópum
er síðan gefið nafn eftir alþjóðlegum reglum (nomen-
clature). Nauðsynlegt er að bakteríur hafi sömu nöfn
alls staðar í heiminum, til að auðvelda samskipti.
I dag eru bakteríur flokkaðar eftir Linnean
20 Læknablaðið / FYLGIRIT 41 2001/87