Læknablaðið : fylgirit - 01.02.2001, Blaðsíða 89

Læknablaðið : fylgirit - 01.02.2001, Blaðsíða 89
ÍÐORÐAPISTLAR LÆKNABLAÐSINS 1-130 1956 hafi sú síðari orðið fyrir valinu. Hvorug er meðal uppflettiorða í Orðsifjabókinni, en ef betur er að gáð má þó finna báðar, augnlok í skýringum við hvarmur og augnalok í skýringum við brá. Petta skemmtilega ósamræmi bendir til þess að þessar orðmyndir séu jafngildar, þó að hugsanlega sé ekki nema önnur upprunaleg. íslensk orðabók Máls og menningar birtir einungis augnalok: brá, húðfelling sem hryggdýr geta dregið fyrir augað því til hlífðar. Hvarmur, brá Haraldur Sigurðsson, augnlæknir, kom fram með þá hugmynd að augnlok skyldi nefnast brá. Benti hann á hagræðið af þessu stutta og lipra heiti þegar um samsetningar væri að ræða, svo sem útbrá. ectropion, og innbrá, entropion. Orðanefndin bar þó ekki gæfu til að samsinna þessu. Það byggðist á þeirri ákvörðun að augnhárin, cilia, skyldu heita brár. Latneska heitið cilium var upphaflega ýmist notað um augnlok eða augnhár, en er nú eingöngu notað um augnhár manna og dýra eða um löng bifliár tiltekinna frumna. I Orðsifjabókinni má finna heitið brá og skýr- ingarnar: augnhár, augnalok, yflrbragð; brák á vatni eða vökva. Orðabók Máls og menningar tekur í sama streng: augnhár; augnalok; yfirbragð; auga. I Islensk-danskri orðabók Sigfúsar Blöndal frá 1924 er einnig að finna skýringar þess eðlis að brá hafi ýmist verið notað um augnhár eða augn- lok. Orðsifjabókin rekur upprunann til germönsku orðstofnanna breh- og breg-, sem táknuðu bæði blik og snögga hreyfingu. Vafalítið vísar heitið brá því til hraðra hreyfinga augnlokanna. Heitið hvarmur finnst í Orðsifjabókinni með skýringunum: augnlok, brúnir eða barmar á um- gjörð augans, húðin umhverfls augun, og í Orða- bók Máls og menningar með líkum skýringum: augnalok; húðbarmarnir umhverfis augun, svœðið kringum augun. Uppruni orðsins er óviss. Þó vafa- samt sé ætíð að treysta barnsminni, þá þykist undirritaður muna það rétt að í hans umhverfi hafi heitið hvarmar fremur verið notað um brúnir augnlokanna en um augnlokin í heild. Hitt er svo annað mál að kröfur Orðanefnda um nákvæmni í notkun fræðilegra heita mega ekki svipta okkur ánægjunni af blæbrigðum hins daglega máls eða auðgi hins skáldlega. Haukur Morthens söng um „brúnaljósin brúnu“ og hjá Agli Skallagrímssyni hétu augun „hvarma stjörnur", augnhárin „hvarma skógur'* og augnlokin „hvarma skildir“. Meira um augnorð Slímhúð augnanna, tunica conjunctiva, hefur nú fengið heitið tára sem aðalheiti, en má einnig nefnast augn.slímhúð eða augnslíma. Conjunctivitis verður þá tárubólga eða augnslímubólga og glandulae con- junclivales verða tárukirtlar. Bilið eða rifan milli augnlokanna, rima palpebrarum, heitir nú hvarma- rifa, þó í daglegu máli sé gjarnan talað um augnrifu, en hét augnlokaglufa eða hvarmagátt í líffæraheitum Jóns Steffensen. Hið formlega samheiti á þeim líffærum sem tengjast augunum, organa oculi accessoria, er aukalíffœri auga, og þar hefur latínan ráðið of miklu. Aukalíffæri er stirðlegt heiti, ekki gagnsætt og getur jafnvel valdið misskilningi, þeim að líf- færum sé ofaukið eins og aukafingri eða aukatá. Misskilnings mundi tæpast gæta þó rætt væri um augnlíffæri eða jafnvel augnfæri. Meira um stent I síðasta pistli var rætt um útbúnað sem viðheldur opi eða holi sem ekki má lokast. Undirritaður setti fram þá skoðun að heitin: ræsi, rör, lögn og hólkur kæmu öll til greina sem almenn heiti. Árni Kristinsson, yfir- læknir, hafði síðan samband og sagði hjartalækna á Landspítala hafa tekið upp heitið stoðnet. Á það við um útbúnað sem þeir koma fyrir í æðum, hólk, sem þeir þenja út með loftbelg, til að fylla í holið sem ekki lokast má. Við þensluna tognar á veggjum hólksins og hann verður eins og örsmátt fiskinet. Lbl 1997; 83:123 Enn um stent I SÍÐUSTU TVEIMUR PISTLUM HEFUR VERIÐ rætt um útbúnað sem viðheldur opi eða holi sem ekki má lokast. Enska heitið er stent. Fram hafa komið margar góðar tillögur að íslenskum heitum og enn bætist við. Einar Jónmundsson, röntgenlæknir, á þátt í því að koma umræddum búnaði á fyrirhugaðan stað. Hann segist hafa notað heitið fóðring í sínum lýs- ingum og hefur fyrirmynd í máli pípulagninga- manna. Undirritaður leggst gegn því af ýmsum ástæðum. I fyrsta lagi er um að ræða gamla dönsku- slettu, sem ekki hefur verið viðurkennd eða tekin inn í íslenskar orðabækur. í öðru lagi er danska orðið „fodring“ eða „foring“ fyrst og fremst notað um klæðningu sem þekur eða hylur hið klædda yfirborð nær alveg. íslensku þýðingarnar eru þessar helstar: fóður (í flík), klœðning (áklæði á húsgagni) og þil (viðarklæðning á vegg). Sá útbúnaður sem Einar sýndi undirrituðum er ekki þess eðlis. Hann styður við en klæðir ekki algjörlega. Loks tókst Læknablaðið / FYLGIRIT 41 2001/87 89
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.