Læknablaðið : fylgirit - 01.02.2001, Blaðsíða 95
ÍÐORÐAPISTLAR LÆKNABLAÐSINS 1-130
Undirritaður lagði það á sig að leita rækilega í
Iðorðasafni lækna og tókst að finna þar heiti á
rúmlega 70 áhöldum og tækjum sem nefnd eru
scope á ensku. Islensk heiti langflestra enda á -sjá
(kviðarholssjá) eða -spegill (kokspegill), en einnig
koma þar fyrir -tæki (skyggnitæki), -pípa (hlust-
pípa), -mœlir (sjónásmælir) og -verpill (mynd-
verpill).
Við yfirlestur kemur í ljós að full þörf er orðin á
samræmingu, sem dæmi má nefna að colonoscope
er skráð sem ristilspegill, en sigmoidoscope sem
bugaristilssjá, og esophagoscope sem vélindis-
spegill, en gastroscope sem magasjá. Undirrituð-
um sýnist að heitið -sjá sé í flestum tilvikum besti
kosturinn, þannig að opthalmoscope verði augn-
sjá, otoscope verði eyrnasjá og rhinoscope verði
nefsjá. (Framhald í næsta pistli.)
Lbl 1997; 83: 603
Spegill eða sjá
I SÍÐASTA PISTLI HÓFST UMRÆÐA UM
læknisfræðileg skoðunaráhöld og tæki sem
á fræðimálinu nefnast scope. Við leit í
íðorðasafni lækna kom í ljós að íslensku heitin enda
flest á -sjá eða -spegill. Undirritaður lýsti því sem
skoðun sinni að sjá væri í flestum tilvikum besti
kosturinn sem íslenskt heiti á scope. Augljóst er þó
að það leysir ekki öll vandamál og að ýmsar
undantekningar verður að gera. Stethoscope getur
til dæmis tæpast heitið brjóstsjá. Pá má nefna að
heitið sjá, sem nú virðist duga vel um tiltekin áhöld í
réttu samhengi, er mjög almennt heiti og getur orðið
alveg ófullnægjandi þegar fram koma ný tæki eða nýj-
ar aðferðir. Magasjá og holsjá eru lipur heiti, miklu
þægilegri en magaspeglunartæki og innspeglunar-
tæki, en það er ókostur að í þeim felast engar upplýs-
ingar um tæknina eða aðferðina sem beitt er. Heitið
Ijósþráðamagaholsjá (fiberoptic gastroendoscope)
gefur meiri upplýsingar, en er svo langt og stirðlegt að
það verður vafalítið aldrei notað í daglegu tali lækna,
hvorki innbyrðis né við sjúklinga.
Pá er enn eftir að finna heiti á niiniscopc. Því
miður er heitið smásjá þegar frátekið til að nota
um microscope, ljóssmásjána, en hefði annars verið
alveg rökrétt. Heitið smásjá gefur reyndar engar
upplýsingar um aðferðina eða tæknina sem beitt er
og gæti þess vegna átt vel við um ýmis önnur smá
tæki eða smáskoðunartæki. Forskeytið micro- er
nú gjarnan notað um það sem örsmátt er og því
gæti það líka verið alveg rökrétt að nefna smásjána
örsjá. Pað heiti er hins vegar einnig frátekið og
notað um aðra tegund af smásjá, rafeindasmásjána.
Þrátt fyrir langa umhugsun og miklar vangaveltur
kemur undirrituðum ekkert betra í hug en að mini-
scope verði nefnt smáholsjá á íslensku. Síðan má
nefna aðgerðina, miniscopia, smáskoðun eða smá-
speglun.
Speglun eða hvað?
Notkun tækjanna við læknisfræðilega rannsókn er
yfirleitt nefnd scopia á latneska fræðimálinu og -scopy
á ensku. Langalgengasta íslenska heitið á slíkri að-
gerð er speglun. Einnig koma fyrir heiti sem enda á
-glenning (rhinoscopia anterior), -greining (spectro-
photometry), -hlustun (cephaloscopy), -lýsing (dia-
phanoscopy), -myndataka (photofluoroscopy), -rann-
sókn (microscopy) -skoðun (urinoscopy), -skyggning
(fluoroscopy) og -sýn (phantasmoscopia). Loks er
viðliðurinn -scopy sérstakt uppflettiorð í íðorðasafn-
inu. Það fær ekki íslenska þýðingu á þeim stað í safn-
inu, heldur þessa útskýringu: Merkir athugun, tœki.
Við Ásgeir Theódórs höfum oft rætt um heitið
scopia og sjaldnast verið sammála. Eg hef haldið
fram íslenska heitinu speglun vegna þess hversu
lipurt það er og útbreitt hjá almenningi og í sjálfu
sér vel skiljanlegt. Hann hefur mótmælt, fyrst og
fremst á þeim grundvelli að ekki sé lengur um
neina spegla að ræða í holskoðunartækjum. í síð-
asta mánuði náðum við þó samkomulagi um ís-
lensku heitin speglun og holspcglun í stað erlendu
heitanna scopia og endoscopia. Þau verði notuð
þar til önnur betri fáist. Öðrum mótmælendum til
hugarhægðar má nefna að Orðsifjabókin telur að
íslenska orðið spcgill sé tökuorð úr miðlágþýsku,
þangað komið úr miðaldalatínu, en upphaflega frá
latnesku sögninni specio, ég sé, ég skoða. Latneska
heitið spcculuin er af sama uppruna. Það skoðunar-
áhald nefnir Iðorðasafn lækna einfaldlega spegil,
en læknisfræðiorðabók Stedmans gefur þessa
skýringu: Áhald til þess að stækka op á gangi eða
holi til þess að auðvelda innri skoðun á því. Loks
má nefna sögnina að spegla sem þægilegt er að
nota um það að skoða líkams- eða líffærahol með
þessum tækjum, á sama hátt og sögnin að óma er
nú oft notuð um það að skoða innri líffæri með
ómtækjum.
Philtrum
Þorkell Jóhannesson, prófessor, sendi kveðju snemma
á þessu ári og vildi koma á framfæri heitinu miðs-
nesisgróf í stað heitisins efrivararrenna sem notað er
í líffærafræðiheitunum um philtrum, lóðrétta dæld í
Læknablaðið / FYLGIRIT 41 2001/87 95