Læknablaðið : fylgirit - 01.02.2001, Blaðsíða 13

Læknablaðið : fylgirit - 01.02.2001, Blaðsíða 13
ÍÐORÐAPISTLAR LÆKNABLAÐSINS 1-130 Ritdómur nUNDIRRITAÐAN HEFUR LENGI LANGAÐ TIL að skrifa einhvers konar ritdóm um Iðorðasafn lækna, en eins og gengur hafa önnur verkefni, leti og almenn vesöld komið í veg fyrir framkvæmdir. En þar sem aðrir hafa ekki orðið fyrri til, skal nú reynt að bæta fyrir sinnuleysið. Tilgangurinn með þessum skrifum er í fyrsta lagi sá að koma á framfæri þökkum til þeirra sem hafa unnið að þessu mikla verki, í öðru lagi að koma á framfæri vinsamlegri gagnrýni og í þriðja lagi að vekja lækna til vitundar um safnið og hvetja þá til að leggja því lið. Þakkir Pegar þetta er skrifað eru komin út tólf hefti með orðum sem byrja á stöfunum A til S. Síðasta hefti endar á síðu númer 485 (en tölusettar síður 208,260, 314 og 406 vantar inn í á sínum stöðum). Lauslega áætlað eru þetta um 32 þúsund orð. Öll þessi orð hafa verið vandlega skoðuð, langflest nákvæmlega þýdd á íslensku og mörg eru auk þess útskýrð. Þetta er nefnt til að benda á hvílíkt þrekvirki er hér á ferðinni. Að öðrum meðlimum Orðanefndar ólöstuðum ber sér- staklega að þakka Magnúsi Snædal cand. mag., ritstjóra verksins, fyrir þrautseigju og vönduð vinnu- brögð og Erni Bjarnasyni, formanni Orðanefndar læknafélaganna, fyrir eljusemi og eldhug. Árum saman hefur nefndin haldið vikulega fundi til að fara yfir orðin og þýðingarnar. Þetta er erfitt að meta og þakka eins og vera ber, en þakkir þeim er þakka ber! Safnið Heftin eru bráðabirgðaútgáfa eins og segir í formála fyrsta heftis, „sem á að gagnrýna til þess að hún batni“. Það er að vísu heldur óþægilegt að vera með öll þessi hefti, en útlit þeirra og frágangur hafa geðj- ast undirrituðum vel alveg frá fyrstu tíð. Uppsetning og dálkaskipan eru hefðbundin, en vera má að smæð leturs valdi erfiðleikum, sérstaklega þeim lesendum sem ekki hafa náð sér í lesgleraugu enn. Rétt er að taka fram, að verð íðorðasafnsins er mjög lágt. Enn er tækifæri til að gerast áskrifandi á gamla, góða verðinu og enn má ná í aukaeintök til að hafa heima eða á stofunni. Það er í raun og veru einungis eitt formsatriði, sem undirritaður getur ekki fellt sig við, en það er nafnið íðorðasafn lækna. Hvers vegna mátti þetta safn ekki heita því látlausa nafni Orða- safn lækna? Skoöunin Hvernig er hægt að leggja dóm á þýðingar 32 þús- unda orða? Undirritaður hefur haft heftin innan seil- ingar í langan tíma og þau hafa farið margar ferðirnar milli vinnustaðar og heimilis. Uppflettingar hafa ver- ið margar og viðbrögðin við íslensku þýðingunum allt frá ánægju yfir í gremju eða aðhlátur. Meira hefur borið á ánægju og það hefur alltaf sýnst fýrirhafnar- innar virði að fletta upp í safninu til að koma lagi á orð og knosaðar setningar í grein eða kennsluefni. Heildaráhrifin af notkun undanfarinna ára eru sem sagt góð. Til að finna nýja og vonandi óvilhalla leið til að leggja mat á þýðingarnar var nú brugðið á það ráð að nota tölvuforrit til að velja af handahófi 100 orð úr heftunum tólf til skoðunar. Því til viðbótar valdi undirritaður 50 orð úr sérgrein sinni, meinafræði, sem komu í hugann á einni kvöldstund. Orðunum var flett upp, íslensku þýðingamar skoðaðar og þeim gefnar einkunnir: Góð, nothæf, vond eða óþörf. Niðurstöður úr skoðuninni voru síðan færðar í töflu: Uppfletting oröa GÓÖ Nothæf Vond Óþörf ? 100 orö valin af tölvuforriti 58 24 4 9 5 50 meina- fræöiorö 29 8 9 0 3 Samtals 87 32 13 9 8 Hlutfall 58% 21% 9% 6% 5% Til viðbótar þessu reyndist nauðsynlegt að bæta við flokknum: „?“ fyrir orð sem nefndin hafði ekki treyst sér til að þýða. Eitt meinafræðiorðið, sem í hugann kom, fannst ekki í safninu. Nærri 80% orðaþýðinganna voru taldar góðar eða nothæfar og verður að telja það viðunandi niðurstöðu úr gagnrýninni yfirferð. Margt af því, sem einungis var talið nothæft, voru styrfin heiti og þýðingar úr líffærafræði. Sem dæmi má nefna heitið klyftakvísl neðri uppmagálsslagæðar. Tals- vert er um skammstafanir og virðast sumar óþarf- ar, til dæmis EA, OU og IST. Á nokkrum stöðum bregður fyrir óþarfa nákvæmni og einnig sést lítils- háttar ósamræmi í þýðingum samsettra orða. Gaman er hins vegar að sjá tilraunir til að sam- ræma ýmis heiti úr líffærafræðinni, til dæmis er ramus alltaf þýtt sem kvísl eða álma, og sinus alltaf sem stokkur eða hvolft. Niðurstaða Heildareinkunn verður að teljast góð og nú ríður á að læknar skoði orðasafnið, sendi Orðanefndinni góðar tillögur, snilldaryrði sín og uppbyggilega gagnrýni, þannig að endurbæta megi safnið og lagfæra áður en það verður gefið út í einni bók. Einnig ættu sér- greinafélögin að beita sér fyrir söfnun orða. FL1989; 7(5): 10-1 Læknablaðið / FYLGIRIT 41 2001/87 13
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.