Læknablaðið : fylgirit - 01.02.2001, Blaðsíða 108

Læknablaðið : fylgirit - 01.02.2001, Blaðsíða 108
ÍÐORÐAPISTLAR LÆKNABLAÐSINS 1-130 tunnur. Ensk-íslensk orðabók Arnar og Örlygs gefur svo íslensku þýðingarnar: 1. tunnuhlað, stokkar (fyrir tunnu), 2. gálgakrani, rennikrani, hlaupaköttur, 3. (við elciflaug) skotturn. Hugmyndir Að auki hafði Birna fengið tillögurnar gjörð eða baugur á þeirri forsendu að myndlampinn gengi á braut umhverfis sjúklinginn við myndatökuna, en hún var ekki alveg sátt við þær. Birna hringdi í Is- lenska málstöð, en sagðist ekki hafa fengið tillögur að sínu skapi. Hún fékk þó vilyrði fyrir hugmynd sinni, heitinu lykja, og lagði málið fyrir undirritaðan til um- hugsunar og úrvinnslu. Þá voru farnar nokkrar ferðir fram og aftur um Samheitaorðabókina, en ekki fannst neitt ósamsett orð, sem undirrituðum líkaði til að nota um brú, grind eða ramma af þessu tagi. Næst lá fyrir að finna orð eða orðhluta í samsett heiti. Hugmynd kom fram um að eitthvert af orðunum hús, stokkur eða virki gætu hentað. Þá mætti nota orðið sneið til að vísa í sneiðmyndatökuna. Án þess að orð- lengja þetta frekar eru eftirtaldar hugmyndir settar fram: sneiðhús, sneiðstokkur eða sneiðvirki. Lykja Við heitið lykja hefur undirritaður þau andmæli að það sé of almennt, ekki nógu gagnsætt (eða nógu skiljanlegt) og of líkt orðinu lykkja. Undirrituðum finnst að samsetta heitið sneiðlykja gæti frekar geng- ið, af því að það hafi ákveðnari tilvísun í sneiðmynda- tæknina. Um smekk er þó erfitt að deila og það sem þarf að gera, er að taka allar hugmyndirnar til vand- legrar og fordómalausrar umhugsunar, hugsanlega prófa heitin í nokkur skipti og láta síðan á það reyna hvert þeirra skilst best og fer best í daglegu starfi. Æskilegt er að nota fyrst samstarfsmenn og síðan „notendur heilbrigðisþjónustunnar11 sem ráðgjafa eða beinlínis sem tilraunadýr. Slæða! Pappír! Undirrituðum er það stöðugt og takmarkalaust gremjuefni þegar notuð eru heitin „slæða“ fyrir enska orðið slide og „pappír“ þegar verið er að vísa í fræðilega ritgerð eða grein (E. paper). Vissulega má vísa til þess að slæða sé: blœja, þunnt (nœr gegnsœtt) efni, en óttinn við framhald á hugmyndasnauðum yfirfærslum úr ensku rekur undirritaðan þó til mót- mæla. Heitin skyggna og grein eru stutt, lipur og vel skiljanleg. Hvað er að því að nota þau? Loks má nefna að heitið glæra virðist orðið fast í sessi um það sem lagt er á myndvarpa til sýningar á vegg eða tjaldi. Þegar við á má svo nota heitin litglæra og litskyggna. Lbl 1998; 85:83 íhlutun, spennuleysir HPWjfl ÁSMUNDUR BREKKAN HAFÐI SAMBAND liA^A vegna texta sem hann var að vinna við og þar sem fyrir kom hugtakið „interventional radiology“. Enska nafnorðið intervention er komið út latínu þar sem sögnin intervenire merkir að komast á milli. í Ensk-íslenskri orðabók Arnar og Örlygs er enska sögnin intervene: 1. koma á milli, vera á milli. 2. blanda sér í mál, skerast í leikinn, ganga á milli, reyna að koma á sœttum. I texta Ásmundar virtist þýðingin á sögninni intervene að skerast í leikinn eiga best við, en í Islensku orðtakasafni Halldórs Halldórssonar er eingöngu gefin merkingin: hlutast til um mál í því skyni að binda endi á það. í íslenskum orðatiltækjum Jóns G. Friðjónssonar eru hins vegar tvær merkingar: taka í taumana, hafa afskipti af e-u með afgerandi hœtti. Blæbrigðin eru því allt frá því að stöðva alveg, eins og þegar hestur er stöðvaður með því að grípa ákveðið í taumana, yfir í það að grípa afgerandi inn í einhverja atburðarás, án þess endilega að stöðva hana. Ný tækni og nýjar aðferðir í röntgenfrœði hafa gert það að verkum að ekki er lengur eingöngu um „hlutlausar rannsóknir" að ræða, röntgenlœknirinn er einnig farinn að grípa beint inn í atburðarás og hlutast til um meðferð sjúkdómsbreytinga með að- gerðum sínum. Það er þessi tegund röntgenfræði sem nefna má interventional radiology. íðorða- safn lækna tilgreinir þýðinguna inngrip fyrir inter- vention, en Orðanefndin hefur síðan einnig lagt fram heitið íhlutun, sem bæta þarf inn í viðkom- andi hefti (H-K). íhlutunarröntgenfræði er ekki beinlínis lipurt heiti, en það er þó ekki lengra en hið erlenda, hvort heldur er í stöfum eða atkvæð- um talið. Surfactant Á gömlum og snjáðum minnismiða fann undirritaður hugmynd að íslensku heiti á því efni eða þeim efna- flokki sem surfactant nefnist. Hugmyndin er senni- lega frá Sigurði V. Sigurjónssyni, röntgenlækni, kom- in og vildi hann bæta um betur vegna þeirra þýðinga sem er að finna í íðorðasafni lækna: 1. yfirborðsvirkt efni, 2. lungnablöðruseyti. í Orðabók Arnar og Örlygs finnst orðasam- bandið surface-active agcnt. íslensk þýðing er ekki gefin heldur lýsing: yfirborðsvirkt efnasamband 108 Læknablaðið/ fylgirit 41 2001/87
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.