Læknablaðið : fylgirit - 01.02.2001, Blaðsíða 118
(ÐORÐAPISTLAR LÆKNABLAÐSINS 1-130
latent, ekki augljós, blundandi, aðgerðarlaus en
mögulega greinanlegur. íðorðasafn lækna birtir
þýðingarnar dulinn, hulinn, leyndur og Ensk-íslensk
orðabók Arnar og Örlygs: dulinn; hulinn; leyndur;
óvirkur; laun-; laumu-. Segja má því að latent
carcinoma sé fullmyndað krabbamein, sem ekki
hefur gefið sig til kynna á neinn hátt og ekki hefur
gert neinn óskunda.
Lbl 2000; 86: 64
„Alþýða kallar öll illkynjuð æxli krabbamein, en læknar greina á milli margra nokkuð ólíkra
tegunda. Hinar helstu eru: sarkmein og hið eiginlega krabbamein.“
„Sarkmein (sarcoma) getur komið fyrir víðsvegar í líkamanum. Það er myndað úr bandvef og
frumum, er líkjast hvítum blóðögnum. Sarkmeinið etur sig inn í holdvefinn í kring og er venjulega
mjög illkynjað, ef það nær nokkrum þroska.“
„Hin eiginlegu krabbamein (carcinoma) eru mynduð úr húðþekju-frumum eða þekjufrumum
slímhimnanna og geta þau komið fyrir því nær alstaðar í líkamanum. Þau byrja sem lítill hnútur, er
smám saman vex. Eftir nokkurn tíma kemur sár á hnútinn, það stækkar og etur sig hægt og hægt
dýpra og dýpra.“
Hjúkrun sjúkra. Steingrímur Matthíasson, hjeraðslæknir á Akureyri MCMXXIII.
Hirsutism, atopia
Guðmundur Arason, kvensjúkdóma-
læknir, hafði samband og óskaði eftir
umfjöllun um fræðiheitið hirsutism. Hann
var að þýða erlendan texta fyrir sjúklinga sína og
h'kaði ekki það heiti sem íðorðasafn lækna birtir,
ofloðna.
Hirsutus er latneskt lýsingarorð sem merkir
annars vegar: loðinn, stríðhœrður, úfinn, og hins
vegar: grófur, ófágaður. Latneska viðskeytið -
ismus er talið komið úr grísku, af -ismos, og birtist
í ensku sem -ism. Það er, samkvæmt læknis-
fræðiorðabók Stedmans, oft notað í samsettum
heitum þegar á ferðinni er: 7. lceknisfrœðilegt
fyrirbœri eða sjúkdómur sem stafar afeðafelur í sér
sértœkt ástand. 2. ástundun, iðkun, kenning.
Hirsutismus ætti samkvæmt þessu að vera
læknisfræðilegur kvilli eða sjúkdómur sem hefur í
för með sér afbrigðilegan hárvöxt. Flestar tiltækar
læknisfræðiorðabækur gefa til kynna að
hirsutismus vísi fyrst og fremst í karlmannlegan
hárvöxt og háradreifingu hjá konum. Þó er
stundum tilgreint að heitið geti einnig átt við um
óeðlilegan hárvöxt hjá börnum og fullorðnum af
völdum hormóna eða lyfja.
Oft er vísað í heitið hypertrichosis til saman-
burðar, en sjaldnast er þó gefið til kynna að um
algjört samheiti sé að ræða. Eitt orðasafnið lýsir
fyrirbærinu einfaldlega þannig að heitið
hypertrichosis sé notað um aukinn hárvöxt,
almennt eða staðbundið. Iðorðasafnið birtir
samsetninguna ofvöxtur hárs sem þýðingu á
hypertrichosis og gisið hár sem þýðingu á
hypotrichosis. Ef til vill er ástæða til að geta þess
hér að trichosis er grískt heiti sem er stundum
notað í samsetningum um sjúklegt ástand eða
sjúkdóm í hári. Upprunalega gríska heitið á hári er
thrix, en latneska heitið er pilus.
Ofhæring
I sjúkdómaskránni ICD-10 hafa verið tekin upp
heitin ofhæring og vanhæring. Sé ekki sérstök
ástæða til að aðgreina hirsutismus og hypertrichosis
getur ofhæring dugað fyrir bæði. Guðmundur getur
því sagt sjúklingum sínum að ofhæring geti fylgt
tiltekinni hormónameðferð. Ef beita þarf sérstakri
nákvæmni, má greina frá því að karlhæring geti látið
á sér bera í stað venjulegrar kvenhæringar.
Atopia
Björn Árdal, barnalæknir, hefur lengi knúið á með
beiðni um að fundið verði lipurt íslenskt heiti á því
sem atopia nefnist á latínu. Orðabók Stedmans segir
svo frá: Arfgengt ofnœmisástand gagnvart of-
næmisvökum í umhverfi. Ofnœmisviðbragð af
tegund I fylgir framleiðslu á IgE mótefnum ogfram
geta komið astma, frjónœmi (hay fever) eða
húðbólga (atopic dermatitis).
Orðið er samsett úr hinu neitandi forskeyti a- og
orðhlutanum top- sem kominn er úr grísku, af
orðinu topus sem sagt er merkja staður eða svœði.
Viðskeytið -ia er hér notað, eins og í mörgum
öðrum læknisfræðilegum heitum af grískum
uppruna, til að fullgera heiti sem táknar sjúklegt
ástand. Eftir uppflettingar og orðarakningar í
ýmsum orðabókum varð niðurstaðan sú að
upprunalega merkingin á atopia gæti hafa verið
eitthvað sem er undarlegt, framandi, skrýtið eða
ókunnuglegt.
Hvað er nú til ráða? Iðorðasafn lækna kemur
ekki að gagni því að báðum heitunum, nafnorðinu
119
118 Læknablaðið / FYLGIRIT 41 2001/87