Læknablaðið : fylgirit - 01.02.2001, Blaðsíða 118

Læknablaðið : fylgirit - 01.02.2001, Blaðsíða 118
(ÐORÐAPISTLAR LÆKNABLAÐSINS 1-130 latent, ekki augljós, blundandi, aðgerðarlaus en mögulega greinanlegur. íðorðasafn lækna birtir þýðingarnar dulinn, hulinn, leyndur og Ensk-íslensk orðabók Arnar og Örlygs: dulinn; hulinn; leyndur; óvirkur; laun-; laumu-. Segja má því að latent carcinoma sé fullmyndað krabbamein, sem ekki hefur gefið sig til kynna á neinn hátt og ekki hefur gert neinn óskunda. Lbl 2000; 86: 64 „Alþýða kallar öll illkynjuð æxli krabbamein, en læknar greina á milli margra nokkuð ólíkra tegunda. Hinar helstu eru: sarkmein og hið eiginlega krabbamein.“ „Sarkmein (sarcoma) getur komið fyrir víðsvegar í líkamanum. Það er myndað úr bandvef og frumum, er líkjast hvítum blóðögnum. Sarkmeinið etur sig inn í holdvefinn í kring og er venjulega mjög illkynjað, ef það nær nokkrum þroska.“ „Hin eiginlegu krabbamein (carcinoma) eru mynduð úr húðþekju-frumum eða þekjufrumum slímhimnanna og geta þau komið fyrir því nær alstaðar í líkamanum. Þau byrja sem lítill hnútur, er smám saman vex. Eftir nokkurn tíma kemur sár á hnútinn, það stækkar og etur sig hægt og hægt dýpra og dýpra.“ Hjúkrun sjúkra. Steingrímur Matthíasson, hjeraðslæknir á Akureyri MCMXXIII. Hirsutism, atopia Guðmundur Arason, kvensjúkdóma- læknir, hafði samband og óskaði eftir umfjöllun um fræðiheitið hirsutism. Hann var að þýða erlendan texta fyrir sjúklinga sína og h'kaði ekki það heiti sem íðorðasafn lækna birtir, ofloðna. Hirsutus er latneskt lýsingarorð sem merkir annars vegar: loðinn, stríðhœrður, úfinn, og hins vegar: grófur, ófágaður. Latneska viðskeytið - ismus er talið komið úr grísku, af -ismos, og birtist í ensku sem -ism. Það er, samkvæmt læknis- fræðiorðabók Stedmans, oft notað í samsettum heitum þegar á ferðinni er: 7. lceknisfrœðilegt fyrirbœri eða sjúkdómur sem stafar afeðafelur í sér sértœkt ástand. 2. ástundun, iðkun, kenning. Hirsutismus ætti samkvæmt þessu að vera læknisfræðilegur kvilli eða sjúkdómur sem hefur í för með sér afbrigðilegan hárvöxt. Flestar tiltækar læknisfræðiorðabækur gefa til kynna að hirsutismus vísi fyrst og fremst í karlmannlegan hárvöxt og háradreifingu hjá konum. Þó er stundum tilgreint að heitið geti einnig átt við um óeðlilegan hárvöxt hjá börnum og fullorðnum af völdum hormóna eða lyfja. Oft er vísað í heitið hypertrichosis til saman- burðar, en sjaldnast er þó gefið til kynna að um algjört samheiti sé að ræða. Eitt orðasafnið lýsir fyrirbærinu einfaldlega þannig að heitið hypertrichosis sé notað um aukinn hárvöxt, almennt eða staðbundið. Iðorðasafnið birtir samsetninguna ofvöxtur hárs sem þýðingu á hypertrichosis og gisið hár sem þýðingu á hypotrichosis. Ef til vill er ástæða til að geta þess hér að trichosis er grískt heiti sem er stundum notað í samsetningum um sjúklegt ástand eða sjúkdóm í hári. Upprunalega gríska heitið á hári er thrix, en latneska heitið er pilus. Ofhæring I sjúkdómaskránni ICD-10 hafa verið tekin upp heitin ofhæring og vanhæring. Sé ekki sérstök ástæða til að aðgreina hirsutismus og hypertrichosis getur ofhæring dugað fyrir bæði. Guðmundur getur því sagt sjúklingum sínum að ofhæring geti fylgt tiltekinni hormónameðferð. Ef beita þarf sérstakri nákvæmni, má greina frá því að karlhæring geti látið á sér bera í stað venjulegrar kvenhæringar. Atopia Björn Árdal, barnalæknir, hefur lengi knúið á með beiðni um að fundið verði lipurt íslenskt heiti á því sem atopia nefnist á latínu. Orðabók Stedmans segir svo frá: Arfgengt ofnœmisástand gagnvart of- næmisvökum í umhverfi. Ofnœmisviðbragð af tegund I fylgir framleiðslu á IgE mótefnum ogfram geta komið astma, frjónœmi (hay fever) eða húðbólga (atopic dermatitis). Orðið er samsett úr hinu neitandi forskeyti a- og orðhlutanum top- sem kominn er úr grísku, af orðinu topus sem sagt er merkja staður eða svœði. Viðskeytið -ia er hér notað, eins og í mörgum öðrum læknisfræðilegum heitum af grískum uppruna, til að fullgera heiti sem táknar sjúklegt ástand. Eftir uppflettingar og orðarakningar í ýmsum orðabókum varð niðurstaðan sú að upprunalega merkingin á atopia gæti hafa verið eitthvað sem er undarlegt, framandi, skrýtið eða ókunnuglegt. Hvað er nú til ráða? Iðorðasafn lækna kemur ekki að gagni því að báðum heitunum, nafnorðinu 119 118 Læknablaðið / FYLGIRIT 41 2001/87
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.