Læknablaðið : fylgirit - 01.02.2001, Blaðsíða 115

Læknablaðið : fylgirit - 01.02.2001, Blaðsíða 115
ÍÐORÐAPISTLAR LÆKNABLAÐSINS 1-130 brugg. Nafnorðið seyta er talið frá 17. öld og merkir vœta, vatnslœna. Af sama toga er hin vel þekkta sögn að seytla. sem merkir að vœtla, að smáleka. Merkingar tveggja íslenskra nýyrða, hvorug- kynsnafnorðsins seyti og sagnarinnar að seyta, ættu því ekki að vera mönnum sérlega framandi. Undirritaður verður þó að viðurkenna að hann veitti þessum orðum heldur litla athygli þar til hann fór að heyra nemendur sína nota þau fullum fetum í tengslum við yfirferð á meinsemdum í kirtlum og kirtilvef. Þá loks varð honum ljóst að um mjög lipur og gegnsæ heiti er að ræða. Sem dæmi um samsett fræðiheiti má nefna að hyper- secretion verður ofseyting og hyposecretion verð- ur vanseyting. Fleiri góð heiti má nefna: seyti- fruma, seytikorn, innseyting, útseyting, slímseyti, magaseyti, seytipípla og seytirás. Röskun Arni V. Þórsson, barnalæknir, hringdi og tjáði óánægju sína með nokkur heiti þar sem nafnorðið röskun kemur fyrir sem síðari hluti í samsetningu. Hegðunarröskun og þroskaröskun gæti hann sætt sig við og túlkaði þá heitin þannig að um væri að ræða röskun (truflun) á því sem upp væri talið í fyrri hluta samsetningarinnar, það er að segja truflun á hegðun og truflun á þroska. Hins vegar vandaðist málið þegar kæmi að heitunum þunglyndisröskun og kvíðaröskun því að hann sæi þá fyrir sér truflun á þunglyndi og truflun á kvíða! Undirritaður varð að svara því til að starfshóp- ur sá, sem vann að þýðingunni á Greiningar- og tölfræðihandbók ameríska geðlæknafélagsins (Læknablaðið 1993, Fylgirit 23), hefði ákveðið að nota íslenska orðið röskun sem þýðingu á enska heitinu disorder. Úr síðartöldu heitunum bæri því að lesa þannig að annars vegar sé um að ræða geð- röskun (truflun) sem hefur í för með sér þunglyndi og hins vegar geðröskun með kvíða. Á svipaðan hátt skal fara með túlkun á heitunum bræðirösk- un, geðhæðarröskun, geðlægðarröskun, geðklofa- röskun, hugvilluröskun, streituröskun og svefn- leysisröskun. en önnur heiti eins og til dæmis per- sónuröskun, lyndisröskun og minnisröskun valda tæpast neinum vandkvæðum. Orðið röskun kemur sjaldan fyrir í uppruna- legri útgáfu íðorðasafns lækna, helst í skýringum. Enska heitið disorder er þar oftast þýtt sem trufl- un. Vafalítið hefur geðlæknunum gengið það til að vilja ná fram meira hlutleysi í heitum. Geðröskun er þannig formlegra, fræðilegra og léttbærara en geðbilun eða geðtruflun. Hvort nokkur maður getur sætt sig við vanlöngunarröskun er svo annað mál. Lbl 1999; 85: 835 Accuracy, precision JÓN JÓHANNES JÓNSSON, FORSTÖÐULÆKNIR á rannsóknastofu Landspítalans í meinefna- fræði, sendi tölvupóst og spurði um íslensk heiti á accuracy og precision. Því er fljótsvarað að hvorugt finnst í íðorðasafni lækna. Læknar hafa því ekki eignað sér þessi heiti sérstaklega sem íðorð, þrátt fyrir að í báðum komi fyrir latneskir orðstofnar sem þeim eru vel kunnir. Nafnorðið cura merkir meðal annars umönnun, lœkning eða grœðsla og orðhlutinn cisio kemur fyrir í excisio, úrnám, brottnám, og incisio, skurður, rista. Eftirgrennslan leiðir hins vegar í ljós að accuracy og precision koma fyrir í íðorðasöfnum eðlisfræðinga, efnafræðinga, stærðfræðinga og tölfræðinga. Orðabók Arnar og Örlygs notar sömu íslensku þýðinguna fyrir bæði, nákvæmni, en fræðimenn vilja aðgreina tvö mismunandi hugtök. Accuracy á að gefa til kynna hversu nálæg (eða lík) tiltekin mæld eða reiknuð gildi eru hinum „réttu“ eða raunverulegu gildum. Orðasafn úr tölfræði birtir íslenska orðið hittni, Tölvuorðasafnið birtir ná- kvœmni, en Orðasafn íslenska stærðfræðafélagsins tilgreinir bæði nákvæmni og hittni. Heitið pre- cision á hins vegar að nota um innbyrðis samræmi endurtekinna athugana eða mælinga, en svonefnt staðalfrávik er tölfræðilegur mælikvarði á það samræmi. Orðasafn úr tölfræði birtir íslenska orð- ið nákvœmni og Orðasafn íslenska stærðfræða- félagsins tilgreinir bæði nákvœmni og hittni. Tölvuorðasafnið birtir hins vegar stafanákvœmni og er þá væntanlega verið að vísa í fjölda stafa í tölulegri stærð: mat á getu til að gera greinarmun á mjög nálœgum gildum. 1 ensk-enskri orðabók Websters eru gefnir þrír merkingarmöguleikar fyrir accuracy og sjö fyrir precision. Líklegt er því að eitt íslenskt heiti dugi ekki til að tjá allar merkingarnar. Nákvæmd, samkvæmd Erfitt getur verið að ná fótfestu þegar almenn orð hafa verið tekin til sértækra nota. Það er vissulega nákvæmni, eða góð hittni, þegar mæling „hittir“ á rétt gildi, en það er einnig nákvæmni þegar niðurstöður fleiri mælinga á sama fyrirbæri eru hver annarri líkar. Þess vegna er erfitt að ákveða hvoru hinna erlendu heita hæfi betur að nefnast nákvæmni á íslensku. Læknablaðið/ fylgirit 41 2001/87 115
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.