Læknablaðið : fylgirit - 01.02.2001, Blaðsíða 91
ÍÐORÐAPISTLAR LÆKNABLAÐSINS 1-130
stytting, en að öðru leyti tekst undirrituðum ekki
að finna brottfall eða vanheimtur í orðabókum.
Við fyrstu sýn finnst honum að þau séu ekki endi-
lega samheiti. Kvenkynsnafnorðið heimt er oftast
notað í fleirtölu, heimtur, og þá helst um það
hvernig sauðfé skilar sér af fjalli. Heimtur eru góð-
ar þegar nær allur fénaðurinn finnst. Vanheimtur
má nota um það að einstaklingar, sem kvaddir eru
til þátttöku eða eiga að vera með í læknisfræðilegri
rannsókn, skila sér alls ekki. Vanheimtum má lýsa
með orðum (miklar, litlar) eða með hundraðshlut-
föllum. Brottfall má hins vegar nota um það þegar
einstaklingar hverfa burt eða hafna þátttöku eftir
að hafa verið með í fyrsta hluta rannsóknar. Brott-
falli má einnig lýsa með orðum eða hlutföllum.
Hvað finnst þér um þetta, Ólafur?
Flogaveiki
I mars-hefti Læknablaðsins 1997 var grein um floga-
fár, sem á latneska fræðimálinu heitir status cpilepti-
cus. Greinin verður tilefni umfjöllunar um ýmis heiti
sem notuð eru í tengslum við flogaveiki, cpilcpsy.
Status epilcpticus er langvarandi flogakast sem,
samkvæmt formlegri skilgreiningu, varir að minnsta
kosti 30 mínútur og einkennist af samfelldum eða
endurteknum flogum. Iðorðasafn lækna gefur ís-
lensku heitin flogafár og síflog, en Islensk læknis-
fræðiheiti Guðmundar Hannessonar tilgreina:
samfelld flogaköst og síflog. Bæði heitin, flogafár
og síflog, eru lipur og lýsandi og erfitt er að gera
upp á milli þeirra. Þó má hugsa sér blæbrigðamun
á þann veg að flogafár sé sjúklegt ástand sem
einkennist af síflogum, stöðugum flogum.
Flog er gamalt hvorugkynsnafnorð, talið mynd-
að með hljóðvarpi af nafnorðinu flug, og má því
auðveldlega nota um það sem flýgur, flögrar eða
hreyfist ört eins og á flugi væri. Islenska samheita-
orðabókin gefur samheitin: áfall, fítungur, hviða,
kast, kippur, krampi, niðurfall, slag. í Orðabók
Máls og menningar má finna eftirtaldar skýringar:
(kvala- eða œðis)kast, sjúkdómskast, snöggur
verkur. Þar má einnig finna skýringar á hvorug-
kynsnafnorðinu fár: 7. tjón, ógœfa, voði, óhamingja,
óðagot, ráðleysisráp, reiði, heift, hatur, geðshrœr-
ing, hugstríð. 2. (meinlegur) fjöldi. 3. drepsótt. 4.
vera í fári með e-ð: vanta e-ð, vera í vandrœðum
með e-ð.
Framangreind grein ber heitið „Flogafár án
krampa“. Flog eru því augljóslega ekki nákvæm-
lega það sama og krampar. Enda mun nú ætlunin
að heitið flog skuli notað um öll þau köst (seiz-
ures) sem stafa af flogaveiki, en heitið krampar
einungis um þau flog sem koma fram í vöðvasam-
dráttum (tonic-clonic seizures). (Framhald í næsta
blaði.)
E.S. Beðist er velvirðingar á því að í síðasta pistli
skolaðist til stafrófsröðin í upptalningu á tillögum að
íslensku heiti á útbúnaðinum sfent.
Lbl 1997; 83: 260
Feedback
Þýðandi hringdi vegna fræðiorða, sem
hann var að fást við í þýðingu sinni á
læknisfræðilegri greinargerð. Meðal þeirra
var heitið feedback. íðorðasafn lækna gefur
þýðingarnar 1. afturverkun og 2. endurgjöf án
frekari skýringa.
í flestum lífeðlis- og lífefnafræðilegum kerfum
líkamans er gert ráð fyrir að tiltekin starfsemi hefj-
ist eftir að fyrirmæli hafa verið send og að henni sé
síðan viðhaldið með stöðugri sendingu skamm-
vinnra fyrirmæla. Nánari stýring, aukning eða
minnkun, byggist hins vegar á upplýsingum um
það hvernig til hafi tekist, eins konar svari, sem
berist þangað sem upphaflegu fyrirmælin áttu upp-
tök sín. Svar þetta er oft nefnt feedback á ensku.
Enska heitið hefur vafalítið orðið til við samruna
tveggja orða, úr sögninni to feed, að mata, fóðra,
fœða, og atviksorðinu back, aftur, til baka. Merk-
ingin er augljós, það að senda eitthvað, sem að
gagni kemur, aftur eða til baka.
Hugtakið fccdback kemur fyrir í mörgum
fræðigreinum, meðal annarra líffræði, rafeinda-
fræði, sálarfræði, tölvufræði og vélfræði. í almenn-
um ensk-íslenskum orðabókum má finna þýðing-
arnar: afturverkun, endurgjöf svörun, viðbrögð.
Heitið virðist annars vegar notað um það sem
berst, svarið, og hins vegar um ferilinn allan, það
að gefa svar með upplýsingum um starfsemi. í
læknisfræðinni er heitið sennilega mest notað um
það sem berst til baka. Undirritaður hefur ekki
orðið var við að neitt af þessum íslensku heitum
hafi náð fótfestu í daglegum orðaforða lækna. Því
er ekki úr vegi að hugleiða málið.
Endurgjöf, viðgjöf
Tölvuorðasafn Skýrslutæknifélags íslands gefur þýð-
inguna endurgjöf og útskýrir með þessum orðum:
Það að skilafrálagi afeinu stigi úrvinnslu sem ílagi
á öðru stigi í því skyni að hafa frekari áhrif á úr-
vinnslu og leiðrétta hana. Rétt er að vekja athygli á
Læknablaðið / FYLGIRIT 41 2001/87 91