Læknablaðið : fylgirit - 01.02.2001, Síða 91

Læknablaðið : fylgirit - 01.02.2001, Síða 91
ÍÐORÐAPISTLAR LÆKNABLAÐSINS 1-130 stytting, en að öðru leyti tekst undirrituðum ekki að finna brottfall eða vanheimtur í orðabókum. Við fyrstu sýn finnst honum að þau séu ekki endi- lega samheiti. Kvenkynsnafnorðið heimt er oftast notað í fleirtölu, heimtur, og þá helst um það hvernig sauðfé skilar sér af fjalli. Heimtur eru góð- ar þegar nær allur fénaðurinn finnst. Vanheimtur má nota um það að einstaklingar, sem kvaddir eru til þátttöku eða eiga að vera með í læknisfræðilegri rannsókn, skila sér alls ekki. Vanheimtum má lýsa með orðum (miklar, litlar) eða með hundraðshlut- föllum. Brottfall má hins vegar nota um það þegar einstaklingar hverfa burt eða hafna þátttöku eftir að hafa verið með í fyrsta hluta rannsóknar. Brott- falli má einnig lýsa með orðum eða hlutföllum. Hvað finnst þér um þetta, Ólafur? Flogaveiki I mars-hefti Læknablaðsins 1997 var grein um floga- fár, sem á latneska fræðimálinu heitir status cpilepti- cus. Greinin verður tilefni umfjöllunar um ýmis heiti sem notuð eru í tengslum við flogaveiki, cpilcpsy. Status epilcpticus er langvarandi flogakast sem, samkvæmt formlegri skilgreiningu, varir að minnsta kosti 30 mínútur og einkennist af samfelldum eða endurteknum flogum. Iðorðasafn lækna gefur ís- lensku heitin flogafár og síflog, en Islensk læknis- fræðiheiti Guðmundar Hannessonar tilgreina: samfelld flogaköst og síflog. Bæði heitin, flogafár og síflog, eru lipur og lýsandi og erfitt er að gera upp á milli þeirra. Þó má hugsa sér blæbrigðamun á þann veg að flogafár sé sjúklegt ástand sem einkennist af síflogum, stöðugum flogum. Flog er gamalt hvorugkynsnafnorð, talið mynd- að með hljóðvarpi af nafnorðinu flug, og má því auðveldlega nota um það sem flýgur, flögrar eða hreyfist ört eins og á flugi væri. Islenska samheita- orðabókin gefur samheitin: áfall, fítungur, hviða, kast, kippur, krampi, niðurfall, slag. í Orðabók Máls og menningar má finna eftirtaldar skýringar: (kvala- eða œðis)kast, sjúkdómskast, snöggur verkur. Þar má einnig finna skýringar á hvorug- kynsnafnorðinu fár: 7. tjón, ógœfa, voði, óhamingja, óðagot, ráðleysisráp, reiði, heift, hatur, geðshrœr- ing, hugstríð. 2. (meinlegur) fjöldi. 3. drepsótt. 4. vera í fári með e-ð: vanta e-ð, vera í vandrœðum með e-ð. Framangreind grein ber heitið „Flogafár án krampa“. Flog eru því augljóslega ekki nákvæm- lega það sama og krampar. Enda mun nú ætlunin að heitið flog skuli notað um öll þau köst (seiz- ures) sem stafa af flogaveiki, en heitið krampar einungis um þau flog sem koma fram í vöðvasam- dráttum (tonic-clonic seizures). (Framhald í næsta blaði.) E.S. Beðist er velvirðingar á því að í síðasta pistli skolaðist til stafrófsröðin í upptalningu á tillögum að íslensku heiti á útbúnaðinum sfent. Lbl 1997; 83: 260 Feedback Þýðandi hringdi vegna fræðiorða, sem hann var að fást við í þýðingu sinni á læknisfræðilegri greinargerð. Meðal þeirra var heitið feedback. íðorðasafn lækna gefur þýðingarnar 1. afturverkun og 2. endurgjöf án frekari skýringa. í flestum lífeðlis- og lífefnafræðilegum kerfum líkamans er gert ráð fyrir að tiltekin starfsemi hefj- ist eftir að fyrirmæli hafa verið send og að henni sé síðan viðhaldið með stöðugri sendingu skamm- vinnra fyrirmæla. Nánari stýring, aukning eða minnkun, byggist hins vegar á upplýsingum um það hvernig til hafi tekist, eins konar svari, sem berist þangað sem upphaflegu fyrirmælin áttu upp- tök sín. Svar þetta er oft nefnt feedback á ensku. Enska heitið hefur vafalítið orðið til við samruna tveggja orða, úr sögninni to feed, að mata, fóðra, fœða, og atviksorðinu back, aftur, til baka. Merk- ingin er augljós, það að senda eitthvað, sem að gagni kemur, aftur eða til baka. Hugtakið fccdback kemur fyrir í mörgum fræðigreinum, meðal annarra líffræði, rafeinda- fræði, sálarfræði, tölvufræði og vélfræði. í almenn- um ensk-íslenskum orðabókum má finna þýðing- arnar: afturverkun, endurgjöf svörun, viðbrögð. Heitið virðist annars vegar notað um það sem berst, svarið, og hins vegar um ferilinn allan, það að gefa svar með upplýsingum um starfsemi. í læknisfræðinni er heitið sennilega mest notað um það sem berst til baka. Undirritaður hefur ekki orðið var við að neitt af þessum íslensku heitum hafi náð fótfestu í daglegum orðaforða lækna. Því er ekki úr vegi að hugleiða málið. Endurgjöf, viðgjöf Tölvuorðasafn Skýrslutæknifélags íslands gefur þýð- inguna endurgjöf og útskýrir með þessum orðum: Það að skilafrálagi afeinu stigi úrvinnslu sem ílagi á öðru stigi í því skyni að hafa frekari áhrif á úr- vinnslu og leiðrétta hana. Rétt er að vekja athygli á Læknablaðið / FYLGIRIT 41 2001/87 91
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.