Læknablaðið : fylgirit - 01.02.2001, Blaðsíða 21

Læknablaðið : fylgirit - 01.02.2001, Blaðsíða 21
IÐORÐAPISTLAR LÆKNABLAÐSINS 1-130 flokkunarkerflnu og bakteríunöfn sett fram á latínu. Fyrst er skrifað nafn ættkvíslar (genus) og er upphafsstafurinn skrifaður með stórum staf, en síðan nafn tegundar (species) með litlum stöfum. Bakteríunöfn á latínu skal skástrika á prenti, en undirstrika í handriti, dæmi: Klebsiella pneum- oniae, Streptococcus mutans. Því miður vill oft verða misbrestur á þessu, jafnvel í Læknablaðinu. Ættkvíslir tilheyra ætt (family), ættir flokki (class), flokkar fylkingu (division) og fylkingar ríki (king- dom). Nokkur bakteríunöfn hafa verið íslenskuð, en aðeins örfá íslensku orðanna eru notuð, til dæmis klasakokkar (Staphylococcae) og keðju- kokkar (Streptococcae). Óþarfi er að íslenska öll bakteríunöfn. Vonandi verður þessi greinarstúfur tilefni til frekari skrifa og umræðna um nafngiftir í sýkla- fræði. Rétt er að geta þess að upplýsingar um upp- runa orða eru fengnar úr Orðsifjabók Asgeirs Blöndal Magnússonar. _ Karl G. Kristinsson FL 1990; 8(8): 6-7 Nokkrar tillögur til þýðinga I FYRRI ÍÐORÐAPISTLUM HEFUR STUNDUM verið óskað eftir tillögum að íslenskun fræðiorða. Nokkrir góðir menn hafa sinnt þessu kalli og sent tillögur. Þær eru þó alls ekki nógu margar og mikið er enn af óþýddum íðorðum í fórum Orðanefndar. Lesendur eru enn einu sinni hvattir til að koma á framfæri hugmyndum og tillögum um góð og þjál íslensk heiti á læknisfræðilegum fyrirbærum. Orðin, sem nefndin hefur ekki treyst sér til að þýða, eru merkt með spurningarmerki „?“ í íðorðasafni lækna, en ekki er síður óskað eftir athugasemdum við önnur orð sem þýða mætti betur en gert hefur verið. Tímabært er nú að taka til umræðu nokkrar af þeim tillögum sem borist hafa. Flestir tillögusmiða hafa óskað nafnleyndar og verður það virt. Agonal Þetta lýsingarorð er komið úr grísku þar sem agon var notað um baráttu, þjáningu eða mikinn sársauka. Agonal vísar til síðustu augnablikanna fyrir andlátið og er oftast notað til að lýsa ýmsum breytingum sem geta átt sér stað í líkamanum meðan hið svokallaða dauðastríð stendur yfir, til dæmis agonal aspiration, agonal rhythni eða agonal hemorrhage. Tillögurnar, sem fram hafa komið, byggjast á því að vísa í agon sem dauðastríð, deyð eða fjörbrot. Þá væri til dæmis hægt að tala um deyðarsvelgingu, fjörbrotstakt, dauðastríðsblæðingu og svo framvegis. Varus, valgus Cubitus varus og cubitus valgus eru án þýðingar í orðasafninu. Varus og valgus lýsa afbrigðilegri stöðu útlimahluta og ákveðinna liðamóta, vísun að (varus) eða vísun frá (valgus) miðlínu líkamans, samanber genu varum og hallux valgus. í íðorðasafninu er varus þýtt sem njóra-, en valgus sem kið-. Sé fast haldið við samræmingu þýðinga væri rökrétt að nota heitin njóra-olnbogi og kið-olnbogi um cubitus varus og valgus. Þetta hljómar þó ekki vel og er vart til þess fallið að auka skilning. Það hefur hins vegar lengi verið talið eðlilegt að nefna þá menn kiðfætta sem hafa genu valgum, því að kið, afkvæmi geitar, mun vera með innbeygð hné. Orð- myndina kiðhné má því vel verja, en heitið kiðtá verður heldur erfiðara viðfangs. Samkvæmt Orð- sifjabók Asgeirs Blöndal Magnússonar hefur njóri upphaflega merkt hnúskur eða kúla og samkvæmt því gæti njóratá átt betur við urn hallux valgus. Hvað sem þessu líður þá hefur einn spaugfuglinn í læknastétt komið með tillögu um að varus verði ná- og valgus verði frá-. Lesendur geta svo sjálfir gert tilraunir með heiti þeirra líkamshluta sem lýsa þarf. Önnur tillaga gerir ráð fyrir að cubitus varus verði aðviksarmur og að cubitus valgus verði frá- viksarmur. Cyclopia Cyclopia er notað um það ástand sem fram kemur þegar augu og augntóttir eru vansköpuð og sam- runnin að miklu eða öllu leyti. Stungið er upp á að þetta nefnist cinglyrnun og að orðmyndin cydops verði þýdd sem einglyrningur. Menometrorrhagia Menorrhagia er notað um of miklar tíðablæðingar hjá konurn, asatíðir, og metrorrhagia um blæðingar milli tíða, en menometrorrhagia er notað þegar hvort tveggja er til staðar hjá sama sjúklingi. Tillaga kom um að þýða síðastnefnda orðið með samsetningunni asa- og ringultíðir. Splinter hemorrhage Splinter hemorrhage er notað um smáblæðingar sem sjást undir nöglum við hjartaþelsbólgu af völdurn baktería. Þessar blæðingar líkjast flísunt og mætti því í beinni þýðingu kalla flísablæðingar. Aðrar tillögur nefna rákarblæðingar og broddblæðingar. FL 1990; 8(9); 4 Læknablaðið/ fylgirit 41 2001/87 21
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.