Læknablaðið : fylgirit - 01.02.2001, Blaðsíða 76
ÍÐORÐAPISTLAR LÆKNABLAÐSINS 1-130
leghálsi. Merkingin er þó sértækari en lesa má
beint úr orðum. Meinið skal vera bundið við þekju
leghálsslímunnar, en má vera útbreitt innan þekj-
unnar, til dæmis svo að það nái um alla fjórðunga
leghálsins. Heitið má hins vegar ekki nota um ör-
lítið ífarandi krabbamein, þó það sé bundið við
einn af fjórðungum leghálsins, því að ífarandi
krabbamein er ekki lengur innan þekju.
Setkrabbamein
í fyrrgreindri umræðu starfshópsins kom fram sú
hugmynd að carcinoma in situ skyldi heita set-
krabbamcin. Undirrituðum líkar hugmyndin mjög
vel. Orðið set má finna í Orðabók Menningarsjóðs
og meðal tilgreindra merkinga eru: sœti, bekkur,
upphœkkaður pallur og stóll. Heitið setkrabbamein
má því skilja þannig að um sé að ræða krabbamein
sem enn situr í sæti (seti) sínu. Heitið er að auki lipurt
og mun meðfærilegra en innanþekjukrabbamein.
Lbl 1995:81:813
Víxlaprófun, nafnheiti
Fulltrúi lyfjafyrirtækis hringdi
nýverið og spurði hvort Orðanefndin ætti í
fórum sínum íslenskt heiti á þeirri aðferð
lyfjaprófunar sem á ensku nefndist cross-over trial.
Svo var ekki. Cross-over er ekki uppflettiorð í
íðorðasafni lækna, en þar má þó finna nokkrar
þýðingar á fyrirbæri sem nefnist crossing-over. í
litningafræðinni er crossing-over notað um skipti
samstæðra litninga á erfðaefni meðan á frumu-
skiptingu stendur og nefnist slíkt víxlun, yfirvíxlun,
litningavíxl, víxl eða litningahlutavíxl. Hin mikla
orðabók Websters gerir grein fyrir því að cross-over
sé nafnorð sem notað sé um tiltekin fyrirbæri í erfða-
fræði, raffræði, pípulögnum, hönnun vegamannvirkja
og járnbrautarteina, keiluspili og dansi. I þessum
samsetningum virðist mega nota íslensku orðin
skipti, umskipti, víxl eða brú. Trial er heldur ekki að
finna í íðorðasafninu, en í tiltækum ensk-íslenskum
orðabókum má finna þýðingarnar prófun, tilraun,
reynsla, mótlœti, raun og réttarhald. Pví liggur beint
við að cross-over trial nefnist víxlaprófun. Læknis-
fræðiorðabók Stedmans lýsir trial þannig að um sé að
ræða prófeða tilraun sem farifram við tiltekin skil-
yrði. Lyfjavíxlaprófun snýst um samanburð á verk-
un tveggja lyfjaefna. Fyrst er annað lyfið gefið í hæfi-
legan tíma, en síðan er skipt um og hitt lyfið gefið á
svipaðan hátt og verkun efnanna hjá sömu einstak-
lingum þannig borin saman.
Nafnheiti
Heiti sjúkdóma og annarra læknis- og líffræðilegra
fyrirbæra eru ákaflega margvísleg. Meðal þeirra eru
svonefnd eponym, en það eru heiti dregin af nöfnum,
oftast nöfnum þeirra sem fyrstir lýstu fyrirbærinu í
fræðilegri grein. Eponym er ekki uppflettiorð í Ið-
orðasafninu en má ef til vill nefna nafnheiti. Á árum
áður - og jafnvel enn - tíðkast slík nafngjöf og þykir
fræðimönnum mikill heiður að því að nöfn þeirra
verði gerð ódauðleg á þennan hátt. Nefna má Addi-
son's disease, Billroth's operation, Comby's sign,
Doppler phenomenon, Edward's syndrome, Frenk-
el's symptom, Gaucher cell, Henle's gland, Johnson's
method, Koch's bacillus, Lafora body o.s.frv. I sumum
tilvikum eru greinarhöfundar fleiri en einn og verða
menn þá að deila heiðrinum með öðrum, þannig að
fram koma samsett nöfn, svo sem Martin-Bell syn-
drome, Niemann-Pick disease og Mayer-Rokitansky-
Kúster-Hauser syndrome. Deilur geta einnig risið um
það hver varð fyrstur eða hverjum ber mestur heiður-
inn, svo sem þegar ýmist er notað heitið Reed-Stern-
berg cell eða Sternberg-Reed cell.
Nafnheiti eru vinsæl og mörg ná útbreiddri
notkun. Þau eru hins vegar ekki gagnsæ eða lýs-
andi og gefa engar upplýsingar um fyrirbærið, sem
þau eiga að tákna. Slíkt er sérstaklega óheppilegt
þegar sami maður hefur gefið fleiri en einum sjúk-
dómi eða kvilla nafn sitt. Mörg fyrirbæri eiga því
tvö heiti, annars vegar nafnheiti og hins vegar lýs-
andi fræðiheiti sem kemur að meira gagni í form-
legu flokkunarkerfi kvilla af líkum toga. Nefna má
til dæmis Grawitz's tumor sem einnig ber sam-
heitið renal cell adenocarcinoma.
Skráning nafnheita
Einn ókostur nafnheita er sá að nöfnin er að sjálf-
sögðu ekki hægt að þýða á önnur tungumál. Hafi
nafnheiti náð verulegri útbreiðslu getur þýðing á hinu
kerfisbundna samheiti því átt undir högg að sækja.
Slarfshópur Orðanefndar hefur nú tekið þá
ákvörðun að amast ekki við nafnheitum. Þau verða
framvegis skráð í Iðorðasafnið til jafns við önnur
samheiti. Almenna reglan verður sú að í nafnheiti
komi fyrst mannsnafnið með sínum rétta erlenda
rithœtti, síðan eignarfalls-„s“ án úrfellingarmerkis
og loks íslensk þýðing síðasta hlutans, svo sem að-
gerð, heilkenni, teikn, æxli eða sjúkdómur. Eignar-
falls-„s“ verði þó ekki notað þegar erlenda nafnið
endar á „s“-i eða „s“-hljóði, né heldur þegar nafn-
heitið er samsett úr tveimur eða fleiri nöfnum.
Þannig verði skrifað Graves sjúkdómur, Arthus
76 Læknablaðið/ fylgirit 41 2001/87