Læknablaðið : fylgirit - 01.02.2001, Blaðsíða 28
ÍÐORÐAPISTLAR LÆKNABLAÐSINS 1-130
Bréfasími - símbréf
I SÍÐASTA PISTLI VAR SKORAÐ Á
heilbrigðisstarfsmenn að taka upp íslenskt
heiti á tækin, sem vinna það verk að koma
afritum af bréfum og myndum símleiðis milli
stofnana. Stungið var upp á bréfasínia, myndsíma,
niyndrita cða myndsendi.
Þrír aðilar létu strax frá sér heyra. Málvernd-
unardeild Heilsugæslunnar í Garðabæ sendi sím-
bréf með bréfhaus þar sem tækið er kallað mynd-
sendir. Aðstandendur Fréttabréfs sýkladeildar
Landspítalans höfðu misst bannorðið telefax inn í
fréttabréfið, en lofuðu bót og betrun. Þriðji aðilinn
kom með tillögu um að kalla tækið fjarmyndatæki.
Þeir, sem vilja senda undirrituðum línu um þetta
eða annað efni sem viðkemur málfari og mál-
notkun lækna og heilbrigðisstarfsmanna, geta sent
símbréf í bréfasíma 91-601904.
Liðagigt
Nýlega var rætt um juvenile rheumatoid arthritis á
fundi á Barnaspítala Hringsins og fram kom tillaga
um að kalla sjúkdóminn æskuiktsýki. Samkvæml
Orðsifjabók Ásgeirs Blöndal Magnússonar er kven-
kynsorðið ikt frá 17. öld, sennilega komið úr miðlág-
þýsku og gæti þar upphaflega hafa merkt „sjúkdómur
sem stafar afseið eða galdrasöng". Þetta orð, ikt, er
ekki að finna í læknisfræðiheitum Guðmundar
Hannessonar en þar er arthritis þýtt sem liðbólga
eða liðagigt og rheumatismus sem gigt. Orðið liða-
gigt er einnig notað um arthritis rheumatica í íslensk-
erlendum hluta bókarinnar.
í Orðabók Menningarsjóðs eru gigt, gikt og ikt
talin samheiti um sjúkleika „sem veldur sársauka í
vöðvum, liðamótum og víðar“. Samkvæmt Orð-
sifjabók Á.B.M. eru orðin gigt og gikt talin komin
í íslensku á 19. öld sem tökuorð úr dönsku. íðorða-
safn lækna hefur tekið þá stefnu að þýða rheuma-
toid arthritis með iktsýki, liðagigt. Það að iktsýki
er nefnt fyrst merkir að það sé talið æskilegra en
Iiðagigt. Þessu er undirritaður ósammála og telur
að heitið liðagigt sé orðið fast í málinu um þennan
sjúkdóm, og hafi einnig betri og íslenskulegri
hrynjandi en iktsýki. Sýki minnir auk þess á sýk-
ingu eða pest og á því heldur illa við í þessu sam-
hengi. Juvenile rheumatoid arthritis finnst ekki í
Iðorðasafninu, en mætti kalla barnaliðagigt eða
barnagigt. Polyarthritis er þýtt sem fjölliðagigt í
Iðorðasafninu, en andstæðan oligoarthritis eða
pauciarthritis hefur orðið útundan. Beinast liggur
við að tala þar um fáliðagigt. Gaman væri að heyra
frá gigtarlæknum eða öðrum sem hafa ákveðnar
skoðanir á þessu máli.
Tillögur
I fyrri pistlum hefur öðru hvoru verið óskað eftir
tillögum að íslenskum heitum á erlendum fræði-
orðum og skal nú rætt um nokkuð af því sem borist
hefur. Rétt er að minna lækna á að Orðanefndin er
einnig reiðubúin að taka við erlendum orðum og
gera tillögur um þýðingar. Sérstaklega gaman væri að
heyra frá þeim sem eru að fást við ný hugtök, nýja
tækni og ný tæki, hvort sem þeir eru með tillögur
sjálfir eða þurfa að lýsa eftir tillögum.
Orðið detritus er notað um niðurbrotnar vefja-
leifar og úrgang, og er þýtt í íðorðasafninu sem: 1.
mauk, salli, hvort tveggja komið úr læknisfræði-
heitum Guðmundar Hannessonar, og 2: ? Óhrein-
indi á tönnum. Einn sælkerinn í læknastétt getur
ekki sætt sig við að nota mauk í þessu samhengi og
stingur upp á að moð, sori og rusl komi ekki síður
til greina. Tekið skal undir það. Óhreinindi á tönn-
um gætu þá heitið tannmoð eða tannsori.
Hypercalciuria og calciuria tákna ofmagn kalsí-
ums í þvagi. Iðorðasafnið notar kalsíummiga um
það síðarnefnda, en birtir hið síðarnefnda með „?“
og skýringu, en án þýðingar. Stungið er nú upp á
að ónákvæmni sé ekki óhófleg þó að notað verði
orðið kalkniiga. samanber sykurmiga og blóð-
miga, og að hypercalccniia verði kalkblæði, saman-
ber hvítblœði. I sömu andrá koma fram hugmyndir
um sykurblæði (hyperglycemia), naturblæði (hyper-
natremia), kalíblæði (hyperkaliemia), flögublæði
(thrombocytemia), naturniigu (natriuria) og kalí-
migu (kaliuria). Meira í næsta blaði.
FL 1991; 9(5): 7
Vinnubrögð við íðorðasmíð
ÞEGAR UNNIÐ ER AÐ PÝÐINGU FRÆÐIORÐA,
hvort sem um er að ræða stök orð eða
reglubundna orðasöfnun, er mikilvægt að
fylgja ákveðnum vinnureglum. Eitt það fyrsta sem
gera þarf er að kynna sér mjög nákvæmlega hvert er
inntak eða merking orðsins sem þýða skal. Æskilegt
er að fyrir liggi ótvíræð skilgreining á hugtakinu eða
fullnægjandi lýsing og útskýring á fyrirbærinu. Auk
þess þarf orðasmiðurinn einnig að hafa nokkra
hugmynd um þær óskráðu reglur sem hugsanlega eru
í gildi varðandi notkun orðsins í þeim fræðigreinum
sem það tilheyrir. I öðru lagi getur verið gagnlegt að
28 Læknablaðið / fylgirit 41 2001/87