Læknablaðið : fylgirit - 01.02.2001, Blaðsíða 22

Læknablaðið : fylgirit - 01.02.2001, Blaðsíða 22
ÍÐORÐAPISTLAR LÆKNABLAÐSINS 1-130 Athugasemdir við tillögur Nokkrar athugasemdir hafa verið gerðar við þær tillögur sem settar voru fram í síðasta orðapistli. Cyclopia er komið af grísku orðunum kyklos sem merkir hringur og ops sem merkir auga. Þetta orð er hins vegar ekki notað um hringlaga augu heldur um samrunnin augu og samheiti er synop- thalmia. Einn orðanefndarmanna taldi að eineygð færi betur en einglyrnun, samanber rangeygð. Þá gæti sameygð einnig komið til greina. Menometrorrhagia er einnig komið úr grísku, men sem merkir mánuður, metra sem merkir leg og -rrhagia sem merkir/Zóð eða flœði. Auk tillögu um að þýða með samsetningunni asa- og ringul- tíðir er stungið upp á öðrum samsetningum, asa- og óreglutíðir eða rosa- og ringultíðir. Þrengsli Á síðasta orðanefndarfundi var meðal annars rætt um ýmis af þeim orðum sem notuð eru um þrengsli í holi, rás eða göngum. Ástæða er til að greina frá nokkrum atriðum úr þeirri umræðu. I Iðorðasafninu er arctation þýtt sem þrengsli, þröng eða herping, coarctation sem þrenging, constriction sem herping eða reyring, stenosis ýmist sem þrengsli eða þröng, strangulation sem kyrking, kœfing eða reyring og stricture sem þrengsli, þröng eða herping. Þegar flett er í erlendum orðabókum kemur í ljós að þessi fræðiorð eru að miklu leyti samheiti, en vafalítið eru þó blæbrigði í merkingu. Arctation er nú lítið eða ekkert notað og coarctation virðist eingöngu notað um ósæðarþrengingu. Constric- tion kemur fyrir í constrictive pericarditis, sem reyndar er ekki nógu nákvæmlega þýtt í Iðorða- safni lækna, því að með þýðingunni gollurs- þrenging tapast tilvísun í þá bólgu, sem leiðir til þrengingar. Samsetningarnar þrengjandi gollurs- bólga eða herpandi gollursbólga eru nákvæmari, en ef til vill mætti stytta með því að búa til nafn- orðið „herpa“ og tala um gollursbólguherpu. Sten- osis er fyrst og fremst notað um þrengsli í hjarta- lokum og vel fer á því að halda til streitu þeirri stefnu sem örlar á í Iðorðasafninu, en það er að nota orðið þröng, til dæmis míturlokuþröng og þrílokuþröng. Strangulation er notað um kyrk- ingu, til dæmis þegar öndunarfærum er lokað með snöru um háls, og einnig þegar haull eða görn lenda í snöru þannig að blóðrás stöðvast. Orðin haulkyrking eða kyrkingarhaull virðast nothæf og því óþarft að þýða þetta sem haulkreppa. Adrenogenital syndrome Virtur starfsbróðir kom að máli við undirritaðan og sagðist vera að hugsa um þýðingarmöguleika. Hann var hins vegar ekki enn tilbúinn til þess að deila hug- leiðingum sínum með lesendum íðorðapistils. Til að koma umræðu af stað má þó kasta fram einhverjum tillögum. Iðorðasafnið þýðir syndrome sem heilkenni og útskýrir á þann veg að um heild einkenna og teikna sé að ræða. Syndrome er annað en sjúkdómur, því að sjúkdóm auðkenna ekki eingöngu einkenni og teikn, heldur einnig orsakir, vefjabreytingar og starfrænar truflanir. Það verður að viðurkennast að undirrituðum hefur aldrei líkað við orðið heil- kenni og hefur þótt eðlilegra að nota orðið sam- stæða. Adreno- vísar að sjálfsögðu í nýril eða nýrahettu og genital- vísar í kynfæri. Ofannefnd samstæða kemur fram þegar um er að ræða ofseyt- ingu (hypersecretion) hormóna úr nýrnahettum, þannig að kynfœri kven- eða karlgerast óeðlilega, auk annarra áhrifa hormónanna. Beinar þýðingar væru til dæmis nýril- og kyn- færasamstæða, nýril- og kynfæraheilkenni, nýra- hettu- og skapasamstæða og svo framvegis. Gott væri að fá fleiri hugmyndir til að vinna úr. FL1990; 8(10); 9 Erlend lyfjaheiti í PESSUM ÞÆTTI VERÐUR FJALLAÐ UM PAÐ hvernig rita skuli erlend lyfjaheiti í íslenskum texta. Ritstjórn Læknablaðsins boðaði Orðanefnd lyfjafræðinga og Orðanefnd lækna til samráðsfundar um þetta efni nú í byrjun október. Tilefnið var meðal annars skoðanamunur, sem fram hafði komið í ritstjórninni, en tilgangurinn var að freista þess að ná formlegu samkomulagi milli lækna og lyfjafræðinga um rithátt lyfjaheita. Undirrituðum var falið að kynna þetta mál fyrir læknum í íðorðapistli Fréttabréfs lækna. Fastur ritháttur Hugmyndin er sú að koma megi á fastri venju um rit- hátt erlendra lyfjaheita þegar þau koma fyrir í íslensk- um texta, helst með því að setja einfaldar reglur um 22 Læknablaðið / FYLGIRIT 41 2001/87
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.