Læknablaðið : fylgirit - 01.02.2001, Blaðsíða 9

Læknablaðið : fylgirit - 01.02.2001, Blaðsíða 9
ÍÐORÐAPISTLAR LÆKNABLAÐSINS 1-130 Jóhann Heiðar Jóhannsson Formáli höfundar Með pessu riti rætist gamall draumur um að gera efni íðorðapistlanna aðgengilegt á einum stað. Hugmyndin um fylgirit með Læknablaðinu kom fram í lok árs 1997 þegar fjöldinn stefndi í að fylla hundraðið og var vel tekið af hálfu blaðsins. Vinnan við að safna pistlunum saman og samræma þá reyndist hins vegar meiri en svo að fyrsta áætlun gæti staðist. I ljós kom að Læknablaðið hafði ekki geymt pistlana á tölvutæku formi og því varð höfundur að gera leit í eigin geymslum. Þar fundust þá disklingar úr þremur kynslóðum tölva með texta úr þremur mismunandi ritvinnsluforritum. Einnig kom í ljós að ýmsar smábreytingar á próförk, höfðu ekki alltaf verið geymdar og loks voru nokkrir pistlanna „týndir". Sú breyting sem gerð var á Læknablaðinu um áramótin 1999-2000 varð þó til þess að gengið var til vinnu af krafti og ákveðið að láta safnið ná til þess sem birtist í Fréttabréfi lækna og í Læknablaðinu með gamla útlitinu, samtals 117 pistla. Farið var yfir hvern einasta pistil, villur leiðréttar og geymdi textinn borinn saman við þann birta. Leturbreytingar voru samræmdar eftir bestu getu, titlar ákveðnir og útbúin var orðaskrá með tilvísunum. Enn urðu óvæntar tafir og var þá ákveðið að fjölga pistlunum þannig að safnið næði ti! allra pistlanna fram að útgáfu fylgiritsins. Hugmyndin að reglubundnum íðorðaþáttum í Fréttabréfi lækna kom frá Erni Bjarnasyni, formanni Orðanefndar og þáverandi ábyrgðar- manni Læknablaðsins, eftir að undirritaður hafði skrifað ritdóm um Iðorðasafn lækna sumarið 1989. Þá var undirritaður jafnframt kvaddur til starfa í Orðanefnd læknafélaganna. Vinnu við íðorðasafn lækna var þá nánast lokið en framundan voru nýjar þýðingar á Nomina Anatomica, Nomina Histologica og Nomina Embryologica. Síðar bættist svo við heildarþýðing á Alþjóðlegu sjúk- dómaskránni, ICD-10. Óhætt er að segja að þarna hafi, eins og svo oft áður, lítil þúfa velt þungu hlassi. Viðhorfi höfundar verður best lýst með tilvitnun í fimmtugasta pistilinn: „Undirritaður hefur haft mikla skemmtun af því að skrifa pistlana og af því að vinna þá forvinnu sem nauðsynleg er í hvert skipti. Óskir og tilmæli um að aðrir læknar tækju að sér einn og einn pistil hafa hins vegar lítinn árangur borið, einungis tveir af þessum 50 eru ritaðir af öðrum. Væntanlega er slíkt þó ekki með öllu útilokað þó að síðar verði. Þó að „önnur verkefni, leti og almenn vesöld“ komi stundum í veg fyrir framkvæmdir, eins og segir í fyrrnefndum ritdómi, þá eru engin áform um að hætta pistlaskrifum að sinni. Ljóst er að áhugi lækna á málvöndun er smátt og smátt að aukast. Víst er líka að strangar kröfur Læknablaðsins um vandað mál á fræðigreinum íslenskra lækna leggja lóð á rétta vogarskál. Þá gerir almenningur einnig auknar kröfur til lækna og annarra heilbrigðisstarfsmanna um að skrif þeirra, umræður og útskýringar séu á íslensku en ekki á lœknamáli“. Þakkir Örn Bjarnason, læknir, fær þakkir fyrir stöðuga hvatningu og óbilandi stuðning. Starfsmenn Læknablaðsins, en þó sérstaklega Birna Þórðardóttir, fá þakkir fyrir gott samstarf og jákvætt viðhorf á liðnum árum. Þröstur Haraldsson sá um fyrstu uppsetningu á pistlunum í þessu formi og hafi hann þakkir fyrir. Lesendur, tillögusmiðir og allir þeir sem lagt hafa til gagnrýni, hugmyndir eða efni á einn eða annan hátt, fá þakkir fyrir þá hvatningu sem í því hefur falist. Sérstakar þakkir fær þó Laufey Gunnarsdóttir, sem ekki aðeins hefur mátt sjá á bak eiginmanni sínum í fangbrögð við tölvuna eina helgi í hverjum mánuði, heldur hefur einnig af stakri þolinmæði lesið pistlana yfir og leiðrétt ritvillur. Þá tölvufærði hún alla „týndu“ pistlana að nýju, bar saman texta og las verkið yfir í heild sinni. Reykjavík á þrettándanum 2001 JÓHANN HEIÐAR JÓHANNSSON Læknablaðið / FYLGIRIT 41 2001/87 9
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.