Læknablaðið : fylgirit - 01.02.2001, Blaðsíða 99

Læknablaðið : fylgirit - 01.02.2001, Blaðsíða 99
ÍÐORÐAPISTLAR LÆKNABLAÐSINS 1-130 penisillínasa. Fyrri hluti heitisins er kominn af gríska orðinu kephale, sem merkir höfuð, en síðari hlutinn væntanlega af sporos, sem merkir sœði, frœ, gró eða spori. Reyndar hefur heiti sveppanna síðan verið breytt og heitir ættkvíslin nú Acremoniuin. Áður hefur verið drepið á framburð fræðiheita (56. pistill, Lbl 1994; 80:404) og bent á að hefð ráði um framburð margra erlendra heita sem notuð eru í íslenska læknamálinu þó að fullkomin samstaða hafi ekki náðst. Umritun erlendra sýklaheita á ís- lensku hefur einnig verið rædd (78. pistill, Lbl 1995; 81: 751) og þá lagt til að bakteríuheiti verði ekki lengur þýdd heldur umrituð nokkurn veginn hljóðrétt eins og heiti lyfja og lyfjaefna. Þó að ákvörðun um þetta geti verið einföld, þá er fram- kvæmdin ekki alltaf jafn einföld. Hljóðrétt umritun gerir ráð fyrir að fræðiheiti séu rituð á íslensku nokkurn veginn eins og þau hljóma í framburði. En þá vaknar spurning um það hvaða framburð eigi að leggja til grundvallar, íslenskan eða erlendan, og ef ekki íslenskan þá úr hvaða tungumáli. Tilraun til umritunar á heitinu cephalosporin gefur dæmi um þetta. Fyrsta stafinn c-ið má bera fram með s-hljóði eða k-hljóði, ph má bera fram sem p eða sem f, o-in bæði má ýmist bera fram sem o eða ó og i-ið má bera fram sem i eða í. Hvað „réttast" er verður tæpast fullyrt, en engu að síður má ná samkomulagi um meginstefnu. Undirritaður afgreiddi málið með því að segjast sjálfur skrifa sefalósporín samkvæmt amerískri framburðarhefð, en viðurkenna latnesk-evrópsku hefðina kefalósporín. Lausnaleitarnám Síðsumars barst það verkefni frá Birni Guðbjöms- syni, yfirlækni á FSA, að finna heiti á tiltekna kennsluaðferð, problem based learning. Birni hefur fyrir löngu verið svarað í tölvupósti, en aðrir læknar og kennarar gætu haft áhuga á málinu. Aðferðin felst í því að fá nemendum verkefni til úrlausnar og hjálpa þeim á skipulagðan hátt til þess að forma þær spurn- ingar sem svara þarf til að leysa verkefnið og síðan að virkja þá til þess að svara spurningunum sjálfir með því að afla sér fræðilegrar þekkingar á eigin spýtur. Á þennan hátt læra þeir markvisst að skilgreina vand- ann og að afla sér þeirrar þekkingar, sem þarf að vera fyrir hendi til þess að leysa megi tiltekin vandamál. Problem má þýða á margan hátt: vandi, vanda- mál, verkefni, úrlausnarefni, dœmi, þraut, við- fangsefni og vafamál. Enska sögnin to base merkir að grundvalla eða að byggja á og er hún komin af latneska orðinu basis, grunnur, grundvöllur. Eftir að hafa skoðað ýmsar hugmyndir, svo sem vandamálanám, verkefnanám, viðfangsnám og jafn- vel vandagrundað nám, fannst ágæt lausn í grein eftir Björgu Þorsteinsdóttur, læknanema (Lækna- neminn 1997; 50: 59-63), lausnaleitarnám. Alnetið í októberhefti Tölvumála, tímarits Skýrslutækni- félags íslands, er fjallað um nýja útgáfu Tölvuorða- safns og þess meðal annars getið að gott íslenskt heiti vanti nú á fyrirbærið Internet, en það er Netið fræga sem tölvueigendur sækjast nú eftir að vera í sam- bandi við. Greint er frá tveimur hugmyndum, annars vegar sérheitinu Lýðnetið og hins vegar samheitinu fjölnet, en það síðarnefnda er heiti á netum sem sameina ólíkar tegundir tölvuneta. Undirritaður tekur undir þá skoðun að óþarft sé að nota erlend heiti þegar auðvelt er að finna ís- lensk. Sjálfur hefur hann notað heitið Alnetið, en uppruna þess má skýra þannig að um sé að ræða styttingu úr alheimsnet. í daglegu tali, og þegar ljóst er hvað við er átt, má stytta enn frekar og tala um Netið. Lesendur eru eindregið hvattir til þess að nota íslensk heiti og að koma tillögum sínum á framfæri ef þeir luma á nýjum hugmyndum. E.S. íðorðasafn lækna er nú komið inn í Orðabanka Islenskrar málstöðvar. Slóðin er: http.Y/ww\v. ismal. hi. is/ob/index. html Lbl 1998; 84:154 Subacute, subchronic SUM VERKEFNI VIRÐAST EKKI EIGA NEINA viðunandi lausn og fannst undirrituðum það vel við eiga þegar hann var beðinn að fjalla lítillega um fræðiorðið subchronic. í daglegu læknaslangri eru lýsingarorðin akút og krónískur mikið notuð. Enska lýsingarorðið acute er komið úr latínu, þar sem acutus merkir skarpur eða beittur, og er gjarnan notað um sjúk- dómsástand sem er skyndilegt, skammvinnt og alvarlegt. íðorðasafn lækna gefur þýðingarnar skarpur, snarpur, bráður, skyndilegur. í klínískum lýsingum og með sjúkdómsheitum er gjarnan not- að lýsingarorðið bráður, til dæmis bráðatilvik, bráðainnlögn, bráð lungnabólga og brátt hvít- blœði. Enska andheitið chronic er hins vegar kom- ið úr grísku, þar sem chronos merkir tími, og er notað um ástand sem er ýmist langvarandi eða hægfara, oft þrálátt og jafnvel ólæknandi. íðorða- safnið gefur þýðingarnar langvinnur, hœgfara. Undirritaður hefur oft átt í erfiðleikum með að Læknablaðið / fylgirit 41 2001/87 99
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.