Læknablaðið : fylgirit - 01.02.2001, Síða 17

Læknablaðið : fylgirit - 01.02.2001, Síða 17
ÍÐORÐAPISTLAR LÆKNABLAÐSINS 1-130 meðal annars vegna þess að þau heiti geta valdið ónauðsynlegum heilabrotum hjá nemendum, en lút- sækin kom binda lút af því að þau eru súr, og sýru- sækin kom binda sýru af því að þau innihalda lút! Daufkyrningur Þá er komið að granulocytus neutrophilicus, sem í handriti Orðanefndar nefnist hlutleysiskyrningur. Auðvelt er að spá því að það orð verði ekki vinsælt í daglegu amstri við úrlestur blóðrannsókna. Hér er því þörf á nýjum tillögum. Sé kyrningaleiknum haldið áfram má stinga upp á öðrum orðum eins og til dæmis bleikkyrningur, vegna litunarviðbragða; dauf- kyrningur, vegna lítilla viðbragða gegn sýrum og lút; eða tvíkyrningur, vegna þess að þessar frumur inni- halda tvær tegundir af frymiskornum. Gaman væri að heyra fleiri tillögur og ferskar hugmyndir. Kjarnar kyrninganna Umræðu um hvítkyrninga er þó síður en svo lokið. Kjarnar kyrninganna eru margbreytilegir að útliti og því eru þessar frumur oft nefndar polymorpho- nuclear leukocytes á ensku. Enn má leita í grísku til útskýringar, en orðið polys merkir þar marg- eða fjöl- og morphe táknar form eða gerð. Kjarna þess- ara frumna mætti því kalla fjölgerðarkjarna og frum- urnar fjölgerðarkjörnunga. Þetta er ekki nógu lipurt og stytting í fjölkjörnunga gengur heldur ekki, því það orð hæfir betur frumum, sem hafa marga kjarna. Ýmislegt smálegt I ÞESSUM ORÐAÞÆTTI VERÐUR FJALLAÐ UM ýmislegt smálegt. Læknar og aðrir, sem lesa þessar línur, eru hvattir til að senda hugmyndir, tillögur og athugasemdir til Orðanefndar Læknafélaganna, Domus Medica, Egilsgötu 3, 101 Reykjavík, eða til undirritaðs á Rannsóknastofu Háskólans v. Barónsstíg, pósthólf 1465, 121 Reykja- vík. Nokkrir læknar hafa þegar komið á framfæri tillögum og verða þeim gerð skil síðar. Sérstaklega er óskað eftir tillögum að orðum fyrir þau fræðiorð í Iðorðasafninu, sem eru merkt með spurningarmerki „?“ í stað þýðingar. Heiladauði Fyrst verður gripið niður í ritstjórnargrein um dauða- skilgreiningu og líffæraflutninga í febrúarhefti Lækna- blaðsins 1990. Höfundur ræðir meðal annars um notkun orðsins heiladauöi, sem er þýðing á „brain death". Hann telur að þetta orð, „heiladauði", geti valdið misskilningi í umræðu og stingur upp á að hug- leitt verði hvort í þess stað megi nota orðið „heila- drep". Flipkjörnungar, geirkjörnungar Á ensku og amerísku læknaslangri er polymorpho- nuclcar leukocyte oft stytt í „poly“. Þá kemur í hug- ann íslenska gælunafnið Fjölli (fjölkjömungur) sem notað er fyrir mannsnafnið Fjölnir. Iðorðasafnið nefnir þessar frumur flipkjarna hvítfrumur, en þar er verið að vísa í útlit kjarnanna. Kjarnar fullþroska hvítkyrninga greinast venjulega í 3-5 samtengda flipa eða snepla, og eftir því nefnast frumurnar segmented leukocytes, sem vel fer á að nefna flipkjörnunga. Önnur tillaga í íðorðasafninu gerir ráð fyrir að segmented cell fái hið stirðlega heiti kjarnadeilda- fruma. Þá liggur fyrir tillaga í Nomina Histologica um að klofinn kjarni, nucleus segmentalis, fái heitið geirakjarni til samræmingar við heiti í Nomina Anatomica þar sem segmentum í líffæri er kallaður geiri. I framhaldi af því má gera tillögu um að frum- urnar verði kallaðar geirkjörnungar. Stafir og sneplar Þessar tvær tillögur má skoða í samhengi við aðgrein- ingu á óþroskuðum kyrningum með staflaga kjörn- um, sem í daglegu tali nefnast stafir, og þroskuðum kyrningum með margskipta kjarna (segment), sem mætti þá nefna flipa, snepla eða geira. Það kæmi jafnvel til greina að taka upp nýyrðið flipill, en sam- stæðan „stafir og sneplar“ hljómar þó óneitanlega betur en „stafir og fliplar". FL 1990; 8(5); 4 Undirritaður leggst eindregið gegn því að orðið drep verði notað í þessu samhengi. Islenska orðið drep er haft til þýðingar á fræðiheitinu necrosis, en það táknar hvorki frumu- né líkamsdauða heldur „þá myndbreytingu sem verður ífrumum og vefjum eftir dauða þeirra í lifandi líkama“. Höfundur vísar í orðið hjartadrep og telur það sambærilegt við hcila- drep = brain death, en svo er ekki, því að hjartadrep táknar infarctus myocardii = fleygdrep í hjarta. Heiladrep merkir því infarctus cerebri, staðbundið drep í heilavef. Brain death táknar hins vegar heilaskemmd sem er svo alger og útbreidd að engin merki finnast um heilastarfsemi. I Iðorðasafninu er brain death þýtt sem heiladauði, en segja má að það sé að vissu marki óheppilegt, til dæmis í samanburði við notkun orðsins „hjartadauði" í merkingunni „dauðsfall afvöldum hjartasjúkdóms“. Hér er því ekki nóg að þýða ensku orðin beint, heldur þarf hugmyndin um hugtakið, sem að baki liggur, að komast til skila. Um brain death mætti nota samsetningar eins og til dæmis „alger heila- skemmd“, en betra væri að finna eitt lipurt orð um Læknablaðið / FYLGIRIT 41 2001/87 17
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.