Læknablaðið : fylgirit - 01.02.2001, Blaðsíða 104

Læknablaðið : fylgirit - 01.02.2001, Blaðsíða 104
IÐORÐAPISTLAR LÆKNABLAÐSINS 1-130 meiri nákvæmni í tilvísun. Heitið geðlyfjavöðva- óeirð er hins vegar komið yfir þolmörk hvað varðar lengd. Fleira verður ekki sett fram að sinni, en gaman væri að heyra frá geðlæknum um þetta mál. Smáskurðameðferð Baldur Þorgilsson rafmagnsverkfræðingur og félagi í Heilbrigðistæknifélagi Islands, sendi fyrirspurn um það hvort fengin væri þýðing, sem menn væru sáttir við, á því sem oft nefnist „minimally invasive“ að- gerðir. Undirritaður hefur ekki orðið var við slíkt. Um skylt efni var þó fjallað í 49. íðorðapistli (FL 1994;8:4), það er að segja mininially invasive therapy og óskað eftir tillögum. Vísað er til þess að innrás eða inngrip í líkamsvefi sé í lágmarki miðað við hefðbundnar skurðaðgerðir. Þórarinn Guðnason, fyrrum skurðlæknir á Borgarspítala, lagði síðan til að Nærsýni, fjarsýni í 85. og 86. pistli (Lbl 1997; 83: 42 og 123) voru nokkur augnorð tekin til skoðunar, og þá eingöngu líffærafræðileg heiti sem notuð eru um hluta augans, oculus, og nánasta umhverfi þeirra. Annars hefur umræða um augnsjúk- dómafræði ekki verið sérlega fyrirferðarmikil í þessum pistlum og undirritaður verður að viður- kenna að hann hefur ekki mikla tilfinningu fyrir því hversu mikið sé um vandamál á sviði íslenskra íðorða í þeirri grein. Ljóst er þó að augnlæknar þeirrar kynslóðar, sem nýlega er sest í helgan stein eða horfin yfir móðuna miklu, lögðu ríka áherslu á að nota íslensk fræðiheiti í viðræðum við sjúklinga sína. Undirritaður hefur orðið var við það að meðal yngri augnlækna eru einnig áhugamenn um varðveislu og gerð íslenskra augnfræðiheita. Þeir hafa þó ekki mikið haft sig í frammi á þessum vettvangi og beiðnir um aðstoð við myndun íðorða í nýjustu tækni augnlækninga hafa ekki verið margar. Þetta er ekki sett fram til umvöndunar, heldur til þess að reyna að vekja áhuga og umræðu og bjóða fram aðstoð ef hennar er þörf. Oröanefnd læknafélaganna er mikiö í mun aö safna íslenskum íöorðum og heitir á alla lækna að senda henni hugarsmíðir sínar. Sendingar þurfa ekki að vera ýkja formlegar eða hugmyndir ítarlega rökstuddar. Stutt ábending í síma og handsk'rifaður minnismiði geta gert sama gagn og formlegt bréf eða hátæknisending um Alnetið. Gleraugu á Esjuna Hugmyndin að umræðu um augnorð kom fram við lestur á frétt í Morgunblaðinu þann 14. ágúst 1998. Sagt var frá því að myndlistarmaðurinn Stefán Geir Karlsson hefði í hyggju að setja gleraugu á Esjuna í meðferð af þessum toga væri nefnd smá- skurðameðferð eða smáskurðalækningar (FL 1994; 8(3); 6). Ljóst er að þau heiti geta átt vel við um ýmsar nútíma skurðlækningar, en grunur minn er sá að heitið minimally invasive therapy eigi að ná yfir fleira en skurðaðgerðir. Til þess að koma umræðunni af stað er sett fram ein tillaga. Lýsingarorðið invasive er ýmist þýtt sem ífarandi, og er þá gjarnan verið að ræða um krabbamein, eða inngrips-, og er þá gjarnan verið að ræða um aðgerðir, meðferð eða rannsóknir. Lagt er því til að lítið eða smátt inngrip verði nefnt smágrip og meðferðin smágripsmeðfcrð. Fleir- talan „smágripameðferð“ gengur víst ekki! Lbl 1998; 84: 596 tilefni af því að Reykjavík verður ein af menningar- borgum Evrópu árið 2000. Gleraugun eiga að vera nákvæm en risavaxin eftirmynd af gleraugum, sem Halldór Laxness notaði á sínum yngri árum, og standa sumarlangt. Eins og svo oft áður vita menn í fyrstu ekki sitt rjúkandi ráð þegar stórkostlegar hugmyndir eru settar fram. A annarri myndinni sem fylgir frétt- inni hafa slík gleraugu verið sett með tölvutækni á eitt klettanefið sem skagar fram úr Esjunni. Ekki kemur beinlínis fram hvort þetta sé hugmynd lista- mannsins eða útfærsla blaðsins, en lesandinn fær auðveldlega þá tilfinningu að þarna sé verið að sýna fram á dulræn og söguleg tengsl fortíðar og nútíðar. Ævaforn klettarisinn er settur í það hlut- verk að fylgjast með okkur örsmáum mannverun- um um skamma hríð og við fáum að sjá að með okkur sé fylgst. Ekki spillir að minnast þess að í gegnum gleraugu Halldórs fengum við að sjá marga þættina í því sem við getum kallað „íslend- ingseðlið“ dregna skírum dráttum, óbilandi sjálfs- bjargarviðleitni og niðurdrepandi umkomuleysi, ódrepandi dugnað og sinnulaust dugleysi, gamal- gróið stolt og hagnýtan undirlægjuhátt, lævísa valdbeitingu og háleita draumóra. Mörgum líkaði ekki það sem þeir fengu að sjá, en eftir á getum við ef til vill sæst á að áminningar hafi verið þörf. Skyldi svo vera enn? Nærsýni, fjarsýni Undirritaður hnaut um þá skýringu að Esjan þyrfti gleraugu af því að hún væri orðin „fjarsýn“. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem undirritaður rekst á það að orðin fjarsýni og nærsýni virðast misskilin. Margir í 103 104 Læknablaðið/ fylgirit 41 2001/87
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.