Læknablaðið : fylgirit - 01.02.2001, Blaðsíða 88

Læknablaðið : fylgirit - 01.02.2001, Blaðsíða 88
ÍÐORÐAPISTLAR L Æ KNABLAÐSINS 1-130 Stent, augnorð Asgeir Theódórs hringdi nýlega og kom með tillögu að íslensku heiti á útbúnaði þeim sem stent nefnist. Vildi hann nefna fyrirbærið ræsi. Um það er ekkert að finna í íðorðasafni lækna, en Ásgeir taldi útbúnaðinn orðinn það algengan að nauðsyn væri á íslensku heiti. Samkvæmt læknisfræðiorðabók Stedmans heitir hann eftir Charles R. Stent (sjá þó athugasemd í 92. pistli) sem var tannlæknir í Englandi á síðustu öld (d. 1901). Líf- og læknisfræði-orðabók Wileys tilgreinir reyndar þrjú fyrirbæri sem nefnd hafa verið eftir Stent þessum, í fyrsta lagi umbúðir sem notaðar eru til að halda húðgræðlingi á sínum stað, í öðru lagi tiltekin munnmót sem tannlæknar gera og í þriðja lagi útbúnað sem viðheldur opi eða holi sem ekki má lokast. Orðabók Stedmans lýsir því síðast talda þannig: Mjór þráður, stafur eða leggur, sem liggur í holi pípulaga líffœris til stuðnings, við eða eftir samtengingu, eða til að tryggja viðhald ops þar sem þrenging hefur orðið. Petta er sá útbúnaður sem Ásgeir vill nefna ræsi. Samkvæmt Islenskri orðabók Máls og nienn- ingar merkir sögnin að ræsa meðal annars það að opna vatni leið eða framrás með rœsi, en ræsi er skurður, stokkur sem vatni eða skólpi er veitt eftir. Islensk samheitaorðabók Svavars Sigmundssonar tilgreinir samheitin rás, skurður, stokkur, veisa, frárennsli. Af þeim eru nokkur þegar komin í notkun um læknisfræðileg fyrirbæri: rás er notað í vefjafræðinni um ductus, skurður er notað í hand- læknisfræðinni um incision og stokkur er notað í líffærafræðinni um sinus. Best er því að forðast þau, en hin, veisa og frárennsli, eru ekki vænleg við fyrstu skoðun. Undirrituðum kemur einnig í hug nafnorðið rör, samanber þau rör sem sett eru í eyru hjá börn- um til að ræsa fram vökva, slím og gröft í tengslum við miðeyrabólgu. Samheitaorðabókin gefur leiðslu sem samheiti við rör, og síðan, sem sam- heiti við leiðslu, eru meðal annars gefin orðin pípa, rör, lögn, æð og taug. Pípa er notuð í líffærafræð- inni um tuba og orðin æð og taug eru að sjálfsögðu löngu frátekin. Þau ber því einnig að forðast. Lögn er notað um það sem lagt er, til dæmis net sem lögð eru í sjó eða vatn og vatns- eða rafmagnsleiðslur í húsum. Undirrituðum finnst að heitin ræsi, rör og lögn komi öll til greina og til viðbótar mætti nefna orðið hólkur, sem ýmist er notað um sívala pípu eða eitthvað vítt og gapandi. Nú væri æskilegt að heyra frá þeim læknum sem áhuga kynnu að hafa á málefninu. Augnorð Hið latneska heiti augans er oculus, en gríska heitið er ophthalmos og eru þau bæði notuð í alþjóðlegum læknisfræðiheitum. í sumum tilvikum hafa orðið til bæði latnesk og grísk samheiti sem virðast jafngild, til dæmis getur ótilgreindur augnkvilli jafnt heitið oculopathy sem ophthalmopathy. í öðrum tilvikum hafa heiti úr öðru málinu náð yfirhöndinni, til dæmis nefnist sú fræðigrein, sem fæst við augun og sjúk- dóma þess, ophthahnologia en ekki oculologia. I nýju líffæraheitunum eru nokkur lagleg íslensk heiti sem ekki er úr vegi að rifja upp. Áberandi er hve mörg þeirra eru kvenkyns. Bulbus oculi nefn- ist augnknöttur, en utan á honum liggja augn- knattarvöövarnir. Vöðvarnir festast á hvítu, sclera, en framan á auganu liggur hin gegnsæja glæra, cornea, sem áður var nefnd hornhimna. Lithimna augans, iris, nefnist nú lita og æðahimnan, chorio- idea, æða. í miðju litunnar er Ijósopið sem frá fornu fari nefnist einnig sjáaldur. Milli æðu og litu liggur corpus ciliare sem í líffæraheitum Jóns Steffensen var nefndur brárlík eða fellingabaugur. í nýjustu þýðingu líffæraheitanna hefur hann hins vegar fengið heitið brárklcggi, en kleggi er gamalt karlkynsnafnorð sem merkir köggull eða hnaus. Til samræmis fékk glerhlaupið, corpus vitreum, nýtt heiti og nefnist nú glerkleggi. Þá hefur net- himnan, retina, fengið hið stutta og þægilega heiti sjóna. Augnlæknar munu ekki hafa tekið þessum „kleggjum“ vel og því kom Örn Bjarnason nýlega fram með þá hugmynd að kvenkenna mætti corpus vitreum og nefna glerju. Óbreytt eru heitin augasteinn, lens, og augnhólf, camerae bulbi. Framan við augun liggja augnlok eða augnalok, einnig nefnd hvarmar, og þaðan er komið sjúk- dómsheitið hvarmabólga. Lbl 1997; 83:42 Augnlok, augnalok í SÍÐASTA PISTLl VORU TILGREINDAR orðmyndimar augnlok og augnalok og er undirrituðum ekki kunnugt um það hvor er eldri. Víst er að Orðanefnd læknafélaganna valdi á sínum tíma þá fyrri til skráningar í Iðorðasafnið, þrátt fyrir að í Islenskum líffæraheitum Jóns Steffensen frá 88 Læknablaðið/ fylgirit 41 2001/87
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.