Læknablaðið : fylgirit - 01.02.2001, Qupperneq 76

Læknablaðið : fylgirit - 01.02.2001, Qupperneq 76
ÍÐORÐAPISTLAR LÆKNABLAÐSINS 1-130 leghálsi. Merkingin er þó sértækari en lesa má beint úr orðum. Meinið skal vera bundið við þekju leghálsslímunnar, en má vera útbreitt innan þekj- unnar, til dæmis svo að það nái um alla fjórðunga leghálsins. Heitið má hins vegar ekki nota um ör- lítið ífarandi krabbamein, þó það sé bundið við einn af fjórðungum leghálsins, því að ífarandi krabbamein er ekki lengur innan þekju. Setkrabbamein í fyrrgreindri umræðu starfshópsins kom fram sú hugmynd að carcinoma in situ skyldi heita set- krabbamcin. Undirrituðum líkar hugmyndin mjög vel. Orðið set má finna í Orðabók Menningarsjóðs og meðal tilgreindra merkinga eru: sœti, bekkur, upphœkkaður pallur og stóll. Heitið setkrabbamein má því skilja þannig að um sé að ræða krabbamein sem enn situr í sæti (seti) sínu. Heitið er að auki lipurt og mun meðfærilegra en innanþekjukrabbamein. Lbl 1995:81:813 Víxlaprófun, nafnheiti Fulltrúi lyfjafyrirtækis hringdi nýverið og spurði hvort Orðanefndin ætti í fórum sínum íslenskt heiti á þeirri aðferð lyfjaprófunar sem á ensku nefndist cross-over trial. Svo var ekki. Cross-over er ekki uppflettiorð í íðorðasafni lækna, en þar má þó finna nokkrar þýðingar á fyrirbæri sem nefnist crossing-over. í litningafræðinni er crossing-over notað um skipti samstæðra litninga á erfðaefni meðan á frumu- skiptingu stendur og nefnist slíkt víxlun, yfirvíxlun, litningavíxl, víxl eða litningahlutavíxl. Hin mikla orðabók Websters gerir grein fyrir því að cross-over sé nafnorð sem notað sé um tiltekin fyrirbæri í erfða- fræði, raffræði, pípulögnum, hönnun vegamannvirkja og járnbrautarteina, keiluspili og dansi. I þessum samsetningum virðist mega nota íslensku orðin skipti, umskipti, víxl eða brú. Trial er heldur ekki að finna í íðorðasafninu, en í tiltækum ensk-íslenskum orðabókum má finna þýðingarnar prófun, tilraun, reynsla, mótlœti, raun og réttarhald. Pví liggur beint við að cross-over trial nefnist víxlaprófun. Læknis- fræðiorðabók Stedmans lýsir trial þannig að um sé að ræða prófeða tilraun sem farifram við tiltekin skil- yrði. Lyfjavíxlaprófun snýst um samanburð á verk- un tveggja lyfjaefna. Fyrst er annað lyfið gefið í hæfi- legan tíma, en síðan er skipt um og hitt lyfið gefið á svipaðan hátt og verkun efnanna hjá sömu einstak- lingum þannig borin saman. Nafnheiti Heiti sjúkdóma og annarra læknis- og líffræðilegra fyrirbæra eru ákaflega margvísleg. Meðal þeirra eru svonefnd eponym, en það eru heiti dregin af nöfnum, oftast nöfnum þeirra sem fyrstir lýstu fyrirbærinu í fræðilegri grein. Eponym er ekki uppflettiorð í Ið- orðasafninu en má ef til vill nefna nafnheiti. Á árum áður - og jafnvel enn - tíðkast slík nafngjöf og þykir fræðimönnum mikill heiður að því að nöfn þeirra verði gerð ódauðleg á þennan hátt. Nefna má Addi- son's disease, Billroth's operation, Comby's sign, Doppler phenomenon, Edward's syndrome, Frenk- el's symptom, Gaucher cell, Henle's gland, Johnson's method, Koch's bacillus, Lafora body o.s.frv. I sumum tilvikum eru greinarhöfundar fleiri en einn og verða menn þá að deila heiðrinum með öðrum, þannig að fram koma samsett nöfn, svo sem Martin-Bell syn- drome, Niemann-Pick disease og Mayer-Rokitansky- Kúster-Hauser syndrome. Deilur geta einnig risið um það hver varð fyrstur eða hverjum ber mestur heiður- inn, svo sem þegar ýmist er notað heitið Reed-Stern- berg cell eða Sternberg-Reed cell. Nafnheiti eru vinsæl og mörg ná útbreiddri notkun. Þau eru hins vegar ekki gagnsæ eða lýs- andi og gefa engar upplýsingar um fyrirbærið, sem þau eiga að tákna. Slíkt er sérstaklega óheppilegt þegar sami maður hefur gefið fleiri en einum sjúk- dómi eða kvilla nafn sitt. Mörg fyrirbæri eiga því tvö heiti, annars vegar nafnheiti og hins vegar lýs- andi fræðiheiti sem kemur að meira gagni í form- legu flokkunarkerfi kvilla af líkum toga. Nefna má til dæmis Grawitz's tumor sem einnig ber sam- heitið renal cell adenocarcinoma. Skráning nafnheita Einn ókostur nafnheita er sá að nöfnin er að sjálf- sögðu ekki hægt að þýða á önnur tungumál. Hafi nafnheiti náð verulegri útbreiðslu getur þýðing á hinu kerfisbundna samheiti því átt undir högg að sækja. Slarfshópur Orðanefndar hefur nú tekið þá ákvörðun að amast ekki við nafnheitum. Þau verða framvegis skráð í Iðorðasafnið til jafns við önnur samheiti. Almenna reglan verður sú að í nafnheiti komi fyrst mannsnafnið með sínum rétta erlenda rithœtti, síðan eignarfalls-„s“ án úrfellingarmerkis og loks íslensk þýðing síðasta hlutans, svo sem að- gerð, heilkenni, teikn, æxli eða sjúkdómur. Eignar- falls-„s“ verði þó ekki notað þegar erlenda nafnið endar á „s“-i eða „s“-hljóði, né heldur þegar nafn- heitið er samsett úr tveimur eða fleiri nöfnum. Þannig verði skrifað Graves sjúkdómur, Arthus 76 Læknablaðið/ fylgirit 41 2001/87
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151
Qupperneq 152
Qupperneq 153
Qupperneq 154
Qupperneq 155
Qupperneq 156
Qupperneq 157
Qupperneq 158
Qupperneq 159
Qupperneq 160
Qupperneq 161
Qupperneq 162
Qupperneq 163
Qupperneq 164

x

Læknablaðið : fylgirit

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.