Læknablaðið : fylgirit - 01.02.2001, Side 51

Læknablaðið : fylgirit - 01.02.2001, Side 51
(ÐORÐAPISTLAR LÆKNABLAÐSINS 1-130 þessi 45 ára gamla sérstofnun Sameinuðu þjóðanna verði kölluð Heilsustofnun þjóðanna. Þá setur undirritaður fram fjórðu tillöguna, Heilbrigðisstofn- un þjóðanna. Tillöguhöfundar eru allir sammála um að um stofnun sé að ræða. Aðrar þýðingar á organization eru til dæmis félag, samtök, félagasamtök eða bandalag. Ekkert af því sýnist eiga betur við. World má þýða á ýmsan hátt í þessu samhengi, svo sem heims-, alheims- eða alþjóða-. „Þjóðanna“ er vissulega ekki bein þýðing á World, en er þó ágæt hliðstæða við síðari hluta hins íslenska heitis Sam- einuðu þjóðanna. Orðið health má einnig þýða á íslensku á nokkra mismunandi vegu (Ensk-íslensk orðabók Arnar og Örlygs), heilbrigði, hreysti, heilsa, velferð eða heill. Vafalaust geta flestir verið sam- mála um að heitin Hreysti-, Velferðar- eða Heilla- stofnun eigi ekki við, og að heitin Heilsu- eða Heilbrigðisstofnun séu mun betri. í íslenskri orða- bók Máls og menningar virðast orðin heilbrigði og heilsa vera nánast sömu merkingar. Undirritaður þykist þó skynja þann mun að heilsa sé þrengri merkingar og vísi fremur til heilbrigðisástands ein- staklinga, en að heilbrigði hafi víðari merkingu og henti því betur þegar fjallað er um heilbrigðis- ástand þjóða. Hrynjandi er svipuð í Heilbrigðis- stofnun þjóðanna og í Heilsustofnun þjóðanna, en tillaga Þórarins hefur þann kost að heiti stofnunar- innar verður einu atkvæði styttra. Nú á eftir að koma í ljós hvort eitthvert af þessum heitum nær fótfestu. Orsakafræði Nýlega var undirritaður að glugga í íðorðasafn lækna og nam þá staðar við fræðiorðið etiologia. Það er þar þýtt á tvo vegu, 1. sjúkdómafrœði. 2. uppruni sjúk- dóms, og síðan er vísað í pathogenesis. Pathogenesis er síðan þýtt sem meingerð og vísað í samheitið nosogenesis. í febrúar-pistlinum 1991 var þeirri skoðun lýst að rétta þýðingin á pathogenesis væri meinmyndun, enda merkir genesis myndun eða sköpun. Þetta hefur síðan verið staðfest formlega á fundi í Orðanefndinni. Rósarta í orðapistli í mars s.L. (FL 1993;3:10) var frá því skýrt að vinnuhópur Orðanefndar læknafélaganna hefði ákveðið að taka upp heitið arta sem þýðingu á sjúkdómsheitinu acne. í pistlinum voru tilgreind íslensk heiti á nokkrum helstu formum örtusjúkdóma. Acne rosacea er heiti á húðsjúkdómi sem veldur langvarandi roða í andlitshúð, einkum á nefi og kinn- um, en einnig fylgja oft bólguhnútar og graftarkýli. Sjúkdómsmyndun kemur vissulega einnig til greina, en meinmyndun er styttra og liprara heiti. Þó að leiðréttingin muni ekki komast inn í Iðorðasafnið fyrr en í næstu útgáfu þá er mikilvægt að ritstjórn Læknablaðsins taki þetta til athugunar við yfirlestur greina. Lýsing á meinmyndun er lýs- ing á þvíhvernig ákveðið mein eða sjúkdómur verður til. Með öðrum orðum, lýsing á ferli þeirra breyt- inga í starfsemi og byggingu líkamans, sem leiða til þess að sjúkdómur kemur fram. Nosogenesis er sömu merkingar, en nú sjaldan notað, að minnsta kosti í læknisfræði. Nosos er úr grísku og þýðir sjúkdómur á sama hátt og pathos. Pathos getur reyndar einnig þýtt þjáning, sérstaklega í listfræð- inni, en það er nú önnur saga. Etiologia er talið myndað úr grísku orðunum aitia, sem merkir orsök, og logos, sem merkir orð, umrœða eða jafnvel ritgerð. Logia (E. -logy) er í samsetningum oftast þýtt sem -frœði eða frœði- grein. Bein þýðing á etiologia er því einfaldlega orsakafræði. Orsakafræði má skilgreina sem þá fræðigrein er fjallar um orsakir og orsakaþœtti sjúkdóma. Umfjöllun um orsakir tengist vissulega upphafi meinmyndunar, en þó ætti að vera nokkuð ljóst að orsakafræðin getur fjallað um orsakir sjúk- dóma án þess að lýsa ferli meinmyndunar og að meinmyndun er hægt að lýsa án þess að orsakir hinna sjúklegu breytinga séu þekktar. Rétt er að benda á að orðið etiologia er notað á að minnsta kosti tvo vegu í læknisfræði, annars vegar sem heiti á fræðigrein og hins vegar sem heiti á orsakalýs- ingu tiltekins sjúkdóms, samanber ofangreinda til- vísun í Iðorðasafnið. Þetta kemur einnig vel fram í Ensk-íslenskri orðabók Arnar og Örlygs. Rétt skal rétt vera í örstuttu bréfi frá Ólafi landlækni er greint frá því að fyrrgreindur starfshópur Hjartaverndar (sjá FL1993; 5: 6) hafi notið aðstoðar Vilmundar Jónssonar þáver- andi landlæknis, sérstaklega varðandi heitin faralds- fræði og skil. FL 1993; 11(7); 6 í íðorðasafni lækna er þetta þýtt með heitinu rós- roði, en að auki er brennivínsnef talið koma til greina. Rosaceus er latneskt lýsingarorð sem merkir rósrauður. Þarna væri æskilegast að sam- ræma við heiti annarra örtusjúkdóma. Rósroðaarta er hins vegar óþarflega langt og nákvæmni spillist ekki þó stytt sé í rósarta, þegar rætt er eða ritað um acne rosacea. Heitið „brennivínsnef“ byggir á því að áfengisneysla getur aukið á sjúkdómseinkennin. Læknadlaðið/ fylgirit 41 2001/87 51
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164

x

Læknablaðið : fylgirit

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.