Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.10.1941, Side 3

Tímarit Máls og menningar - 01.10.1941, Side 3
TIMARIT MÁLS OG MENNINGAR RITSTJÓRI: KRISTINN E. ANDRÉSSON 1941 • OKTÓBER • 2. HEFTI SÝNING MYNDLISTAMANNA. Myndlistamenn höfðu nýlega sýningu í Reykjavík, all-fjölskrúðuga og eftirtektarverða. Hinir eldri þjóðkunnu listamenn áttu þar þó tiltölulega fá verk. Sýn- ingin bar ekki svip þeirra, heldur ungra manna, sem komnir eru með ný viðfangsefni og ný viðhorf. Ásgrímur Jónsson, Jón Stef- ánsson og Einar Jónsson sýndu ekkert af verkum sínum. Af yngri málurunum saknaði maður t. d. Jóns Engilberts. Eftir Jó- hannes S. Kjarval voru aðeins þrjár myndir. Kjarval lifir sig æ dýpra inn í náttúruna, dulúðgum skilningi, túlkar öllum bet- ur hennar iitauðga lif. Á myndinni Vor mætir hið einstaka augana í sterku litaflóði, eins og fagnaðar dýrð, en vantar lcraft heildarinnar bak við sig. Snilliverk Kjarvals hin beztu voru þarna ekki til sýnis. Jón Þorleifsson átti nokkrar myndir. Þeirra feg- urst er Vor. Bundin í sterkt samræmi er myndin kvik af and- stæðum. Kuldinn er enn i jörðu, táknaður gulbleikum sléttstrokn- um fleti, en ofar er kviknað líf vorsins, sterkast túlkað með eld- rauðu húsi, sem gerir liinn kalda gróðurlausa flöt ennþá meira áberandi, en gefur jafnframt fyrirheit um hita og líf. Af hinum eldri málurum bar mest á Finni Jónssyni og Kristínu Jónsdóttur. Finnur á hrjúfan kraft, dreginn fram hvitgráum, sterkum köld- um litum og hörðum grófum dráttum, túlkar öldurót og sjósókn- ir, haráttu mannsins við hamfaraleg náttúruöfl. Samræmisfyllst i byggingu, dráttum og litum er í sveit. Fólkið ber harðneskju- legan, nærri tröllslegan svip kaldrar,hrikalegrar náttúru.Af mynd- um Kristínar Jónsdóttur vekja blómamyndirnar mesta athygli, lýsa alúð og vandvirkni. Valmúar sker sig úr i sterkum ljósskær- um litum. Mesta nýjungin á sýningunni voru málverk Þorvalds Skúlasonar. Þau sýna hvorttveggja i senn, ný viðhorf og sterk persónuleg tök á viðfangsefninu. Þar er augsýnilega listamaður, sem mikið ætlast fyrir, þó að myndirnar sjálfar séu aðeins bend- ing til þess, sem húast má við af honum siðar. Hið nýja viðhorf virðist fólgið í þvi að gefa viðfangsefninu sterkt persón'ulegt mót, hefja fyrirmyndina í nýjan veruleik listrænnar sýnar. Mynd Þorvalds, Kona við lestur, lýsir ekki aðeins athöfn konunnar, 7
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.