Tímarit Máls og menningar - 01.10.1941, Side 3
TIMARIT
MÁLS OG MENNINGAR
RITSTJÓRI: KRISTINN E. ANDRÉSSON
1941 • OKTÓBER • 2. HEFTI
SÝNING MYNDLISTAMANNA. Myndlistamenn höfðu nýlega
sýningu í Reykjavík, all-fjölskrúðuga og eftirtektarverða. Hinir
eldri þjóðkunnu listamenn áttu þar þó tiltölulega fá verk. Sýn-
ingin bar ekki svip þeirra, heldur ungra manna, sem komnir eru
með ný viðfangsefni og ný viðhorf. Ásgrímur Jónsson, Jón Stef-
ánsson og Einar Jónsson sýndu ekkert af verkum sínum. Af
yngri málurunum saknaði maður t. d. Jóns Engilberts. Eftir Jó-
hannes S. Kjarval voru aðeins þrjár myndir. Kjarval lifir sig
æ dýpra inn í náttúruna, dulúðgum skilningi, túlkar öllum bet-
ur hennar iitauðga lif. Á myndinni Vor mætir hið einstaka
augana í sterku litaflóði, eins og fagnaðar dýrð, en vantar lcraft
heildarinnar bak við sig. Snilliverk Kjarvals hin beztu voru þarna
ekki til sýnis. Jón Þorleifsson átti nokkrar myndir. Þeirra feg-
urst er Vor. Bundin í sterkt samræmi er myndin kvik af and-
stæðum. Kuldinn er enn i jörðu, táknaður gulbleikum sléttstrokn-
um fleti, en ofar er kviknað líf vorsins, sterkast túlkað með eld-
rauðu húsi, sem gerir liinn kalda gróðurlausa flöt ennþá meira
áberandi, en gefur jafnframt fyrirheit um hita og líf. Af hinum
eldri málurum bar mest á Finni Jónssyni og Kristínu Jónsdóttur.
Finnur á hrjúfan kraft, dreginn fram hvitgráum, sterkum köld-
um litum og hörðum grófum dráttum, túlkar öldurót og sjósókn-
ir, haráttu mannsins við hamfaraleg náttúruöfl. Samræmisfyllst
i byggingu, dráttum og litum er í sveit. Fólkið ber harðneskju-
legan, nærri tröllslegan svip kaldrar,hrikalegrar náttúru.Af mynd-
um Kristínar Jónsdóttur vekja blómamyndirnar mesta athygli,
lýsa alúð og vandvirkni. Valmúar sker sig úr i sterkum ljósskær-
um litum. Mesta nýjungin á sýningunni voru málverk Þorvalds
Skúlasonar. Þau sýna hvorttveggja i senn, ný viðhorf og sterk
persónuleg tök á viðfangsefninu. Þar er augsýnilega listamaður,
sem mikið ætlast fyrir, þó að myndirnar sjálfar séu aðeins bend-
ing til þess, sem húast má við af honum siðar. Hið nýja viðhorf
virðist fólgið í þvi að gefa viðfangsefninu sterkt persón'ulegt
mót, hefja fyrirmyndina í nýjan veruleik listrænnar sýnar. Mynd
Þorvalds, Kona við lestur, lýsir ekki aðeins athöfn konunnar,
7