Tímarit Máls og menningar - 01.10.1941, Blaðsíða 100
194
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
listræna sjón á sjálft yrkisefnið. Þótt ekki sé neina um ljósmynd
að ræða, fer listrænt fegurðargildi hennar eftir því, hversu snjall
Ijósmyndarinn er að velja sér fyrirmynd, þannig að sérkenni hlut-
anna og andstæður eða samræmi þeirra á myndinni komi i Ijós.
í byggingu listræns kvæðis má hvergi vera tómarúm, fyllt upp
með misheppnuðu orði, og hvergi láta mælskuna bera sig af
leið. Það þarf fegurðarsmekk og nákvæmni, sem leyfir hvergi
að komast að orði né hugtaki, sem ekki er lifandi tengt sjálf-
um anda kvæðisins. Sum kvæði Jóhannesar í þessari bók skort-
ir nægilegan sérkennileika, augað fyrir sjálfu yrkisefninu er
ekki nógu ■ glöggt eða viðhorfið til þess. Ég kann ekki að meta
kvæði eins og Hvitasunna, Fifilkvæði, Búkolla, Maríuvers, Heim-
speki. í kvæðinu Mosasæng og fleirum verður of litið úr yrkis-
efninu. Einstaka heztu kvæðunum er spillt með einu orði eða
einni setningu. Ég kann t. d. ekki við orðið m ú s i k i kvæðinu
Móðurmál og ekki við síðustu hendinguna í kvæðinu Interview,
um spóann. En mörg kvæðin eru mjög falleg og listræn. í jafn
einföldu formi hefur Jóhannes úr Kötlum aldrei ort eins vel
og þegar honum tekst bezt i þessari bók. En vegna þess hve
andi kvæðanna er fagur, verður að gera strangar kröfur um list-
rænan búning þeirra. Ég get ekki stillt mig um að tilfæra hér
að lokum i heild hið unaðslega hlýja kvæði, sem skáldið yrkir
til móður sinnar blindrar og heitir Myrkur:
Á sumardegi sezt ég stundum hljóður,
er sólin blessuð glaðast lilær við mér,
og fer að hugsa um mina blindu móður
og myrkrið, sem í kringum hana er.
1 hennar kröm, er kvaddi ég hana siðast,
grét kærleikurinn eins og fangi um nótt,
og mér fannst verið á því öllu að níðast,
sem elskar, fórnar, tregar sárt og hljótt.
Ég sat á stokknum, fölur mjög í framan,
sem farfugl smár með brotinn annan væng,
er sorgar barnið hærða hrundi saman
og hneig með stunu nið’r á lúða sæng.
Og ástúð sinni, sem ég aldrei gleymi,
hið særða hjarta út í myrkrið jós,
og mér fannst allt hið þjáða í þessum heimi
í þungum ekka biðja um frelsi og ljós.