Tímarit Máls og menningar - 01.10.1941, Side 67
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
161
irnar. Við vissum, að svo að segja hvert einasta vígfært
mannsbarn, alla leið vestanfrá Ej7strasalti austur að Ber-
ingssundi myndi verja þessi verðmæti allir fyrir einn og
einn fyrir alla, ef á þau vrði ráðist. Við vissum, að það var
vísvitandi lygasaga, að það vrði bylling í Sovétríkjunum,
ef þau lentu í styrjöld. Við vissum meira að segja, að ekk-
ert stjórnskipulag á jarðarlinettinum myndi reynast eins
stöðugt í sessi og skipulag Sovétríkjanna. Við vissum, að
þá l'yrst gæfi beiminum að líta móralska reisn í styrjöld,
þegar þjóðir Sovétríkjanna drægjust inní hildarleikinn.
Og við vissum, að þetta hvíldi allt á þeirri undirstöðu, að i
Sovétríkjunum var öll stéttaskipting úr sögunni, allar sér-
réttindaklíkur útþurkaðar, allar hagsmunamótsetningar
afmáðar, — í raun og veru meira lýðræði og fyllra jafn-
rétti en í hinum svokölluðu lýðræðisrikjum auðvaldsland-
anna.
Við vissum ennfremur, að herhúnaður Sovétríkjanna
stóð að gæðum fjdlilega á sporði lierhúnaði annarra
landa. Við vissum, að Rússar liöfðu sýnt mikla Jiug-
kvæmni í hernaðarlistum sem öðrum visindum. Þeir
höfðu t. d. fundið upp elddrekann og skapað fallhlíf-
arhermanninn, genialasla fyrirhæri í nútíðarhernaði. Við
vissum, að hermennirnir voru vel að sér og ágætlega leikn-
ir í störfum sínum bæði á jörðu og í lofti. Og við vissum,
að rússneski lierinn var móralskt sterkari en nokkur ann-
ar her í lieimi. Þar að auki vissum við, að Rússar hafa feng-
ið orð fvrir að vera góðir hermenn, en á zartímunum var
rússneski herinn illa úthúinn og herforingjarnir veikir fyr-
ir mútum. En hreysti Rússa og hugrekki í styrjöldum varð
auðvaldsríkjunum nægilega ljós á byltingarárunum. Við
vissum þessvegna, að lilutlej7si þeirra í þessari styrjöld átti
sér rætur í allt öðru en hugleysi. Það var afleiðing af ref-
skák auðvaldsins. Og svo lítur sósialistiskt ríki nokkuð
öðrum augum á mannslífin en ríki braskaranna.
Það var ekki aðeins, að við vissum þetta. Við vorum þvi
miður svo einfaldir, að við héldum, að við gætum fengið
11