Tímarit Máls og menningar - 01.10.1941, Blaðsíða 103
TÍMARIT MALS OG MENNINGAR
197
ing hugmynda þess, hrynjandin, sjálfur ómurinn í strengjum
þess og blærinn yfir því.
En alltof fá kvæði bókarinnar eiga verulegt ris, eða hug-
mynd, sem ber þau uppi. Aladdín er undantekning. Meðal feg-
urstu kvæðanna eru Við Miðjarðarhaf, Ljóð um unga stúlku sem
háttar og Jónsmessunótt. í ýmsum þeirra, þó að minna kveði
að þeim i heild, eru töfrandi erindi, t. d. þessi í kvæðinu Konan
með hundinn:
Og sumarlangt við ströndina
í sóldýrð hafið logar.
Þá syngja bláir vogar
með undarlegum lireimi.
Og tveggja hjörtu sumarlangt
á sævarljóðin hlusta, —
á sama sönginn hlusta
en sitt úr hvorum heimi.
Því henni er það harnsrödd,
sem lijalar mildum rómi,
sem vögguvísa ómi
um voginn sumarbláan.
En honum er það vitneskja
um veraldir í sænum,
sem vaka í aftanblænum
og kalla stöðugt á liann.
Tómas Guðmundsson á til fyndni og gamansemi, létta og glitr-
andi og hugkvæma, sem fátið er i íslenzkum skáldskap. Jafn
hlutræn og prosaisk efni eins og bankaviðskipti verða persónu-
leg og ljóðræn í líkingu við ástamál i gamanstíl Tómasar, vix-
illinn öðlast einkalíf, persónulega örlagasögu, líkingarfulla ef vill.
Auk Víxilkvæðis eru Þegar ég praktíséraði og Heyskapurinn í
Rómaborg fremst gamankvæðanna. Hið síðara er svo stutt, að
ég get tekið það hér upp:
Við lúðramúsik og hörpuliljóm,
á hvítum vængjum og sólskinsskóm
stunda þeir heyskapinn heima i Róm,
unz hlaða páfans er full.
Þar slá þeir pálma og purpurablóm
og pakka því öllu í gull.
— En austanfjalls hafa þeir annan sið.
Þar eigra menn daglangt um stargresið,
en hvernig sem bændurnir hamast við
er heygryfjan alltaf jafn tóm.