Tímarit Máls og menningar - 01.10.1941, Blaðsíða 95
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
189
röksemdir ekki sannfærandi. Því að maðurinn, sem kvæðið
les, öðlast ekki fyrir það neina nýja hlutverulega eða
objektíva þekkingu. Hann fær að vísu nýja reynslu og
með henni þekkingu um það, hvernig kvæðið verkar á
hann sjálfan, líkt og maður, sem fær sér vel í staupinu,
öðlast nýja reynslu og þekkingu um verkun vínsins á
sjálfan hann. En hvorugur er nokkru nær en áður um
tilveru guðs, líf eftir dauðann, mannabyggð á Marz eða
annað þvi um líkt, þannig að segja mætti, að mannlegri
þekkingu almennt hefði þokað áleiðis vegna lestrarins
eða drykkjuskaparins. Þetta viðurkennir líka Nordal, því
að liann spyr: „Hefur hann (kvæðislesandinn) eignazt nýja
þekkingu?" — og svarar þeirri spurningu þannig: „Fyrir
sjálfan sig, en þekkingu, sem liann á bágt með að skýra,
livað þá sanna öðrum mönnum.“ Ég bafði að vísu ekki
í huga slíka persónubundna og lítt skilgreinanlega þekk-
ingu, þegar ég hélt því fram, að andleg reynsla, sem ekki
væri í neinum tengslum við skynsemina, gæti ekki orðið
mönnum þekkingargjafi, og er þó sú regla i gildi, jafn-
vel um þessa mjög svo persónubundnu reynslu, að bin
takmarkaða þekkingarglóra, sem af henni stafar, getur
aldrei orðið bjartari en skynsemiglóra sú, er að kemst
til að lýsa bana upp.
Nordal segir það bafa verið aðaltilgaug bókar sinnar
að bera sáttarorð milli lífsskoðana, sem menn af misskiln-
ingi eða vanþekkingu bj'ggja miklu ólíkari og andstæðari
en þær eru i raun og veru. Þessar rökræður okkar bafa
nú að vísu leitt í ljós, að við erum sammála um fleira en
ætla mátti í fyrstu. Til dæmis munum við eiga mjög svip-
aðar hugsjónir að því er snertir það efnið, sem mestu máli
skiptir, hamingju og þroska einstaklingsins og samfélags-
ins. Þegar á allt er litið, virðist mér mega þjappa mest-
öllum ágreiningi okkar saman í eitt atriði: ósamkomulag
að þvi er snertir hina trúarlegu afstöðu. Þó að sleppt sé
öllum sértrúarkreddum, tel ég, að afstaða trúmannsins
feli alltaf í sér nokkra óráðvendni í hugsun, sem kemur