Tímarit Máls og menningar - 01.10.1941, Blaðsíða 92
180
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
sínum það, sem þau þurftu, svo hæfileikar þeirra gætu
notið sín. Það var því í raun og veru óhjákvæmilegt, að
hann hallaðist meir og meir að sósíalismanum sem hinni
einustu leið til þess að bæta fljótt og vel úr hörmungum
mannkynsins. Vegna hinna þjáðu, hungruðu og köldu gat
hann ekki beðið eftir hugarfarshreytingu mannkynsins,
hjálpin varð að koma strax, og þá með skipulagsbreyt-
ingu. Fyrir sjálfan sig gerði hann aldrei neinar kröfur, aðr-
ar en þær að verða öðrum að liði, fyrir hið bágstadda, fá-
fróða fóllc jarðarinnar var ekkert of gott og aldrei of mikið
í sölurnar lagt fyrir það.
Slíkur var Eiríkur Magnússon.
Björn Franzson:
Athugasemd.
Mig langar til að gera nokkrar athugasemdir í stuttu
máli varðandi svar Sigurðar Nordals prófessors við rit-
dómi mínum um bók hans „Líf og dauða“ hér í tímarit-
inu.
Það er alltaf nokkur vandi að halda uppi rökræðum svo
að vel sé. Mönnum hættir til að misskilja sumar röksemd-
ir andstæðingsins, en sjást yfir aðrar og reisa því gagnrök-
semdir sinar á röngum forsendum.
Sjálfur get ég viðurkennt, að mér hefur orðið slíkt á
að minnsta kosti tvisvar í ritdómi mínum um hók Nordals.
Annað er það, að mér hefur séðst yfir, að gagnrýni lians á
efnishyggjunni er einkum og sér í lagi heint gegn hinni „al-
þýðlegu frumspeki“ efnishvggjunnar, en ekki díalektískri