Tímarit Máls og menningar - 01.10.1941, Blaðsíða 97
Umsagnir um bækur:
Jóhannes úr Kötlum: Eilífðar smáblóm. Bókaútgáfa
Heimskringlu, Reykjavik 1940.
1 síðustu bókum sinum hefur Jóhannes úr Kötlum fyrst og
fremst verið hugsjónaskáldið, sem vill vekja í brjósti þjóðar
sinnar nýja trú á lífið og framtiðina. í ljóðum hans hefur fal-
izt einarðleg skirskotun til samtiðarinnar, þau hafa verið túlk-
un brennandi áhugamála og sannfæringar. Heitar tilfinningar,
djörf hreinskilni, ádeilukraftur, hjartar hugsýnir og þróttmikið
mál hefur gefið þeim sterkust einkenni og djúpa mannlega fegurð.
Eilífðar smáblóm er með talsvert öðrum blæ en ljóðabækur
Jóhannesar næst á undan. Efnið er allt ljóðrænt, kvæðin smá-
gerð, fæst þeirra lengri en tvö til fjögur stutt erindi. Skáldið
er hér hljóðlátara um áhugamál sín, fer litið á vegum manna
og hefur gengið á tal við smávini sína í skauti náttúrunnar.
Jóhannes er eins og að draga sig i hlé, flýja samtíðina og
hinn óbærilega heim. í inngangskvæði bókarinnar segir:
Hvar eru nú vor sælu sólarljóð,
samúð og vizka og tign hins hvita manns?
Verð ég að sjá hann villtan þurs á ný?
Verð ég að mæna i þögn á glötun hans?
Hvert á að flýja meðan allt er ógn,
— einskis að vænla, nema blóðs og társ, —
meðan hið veika kvak eins kvæðamanns
kafnar í sjúkum ópum lýgi og dárs?
Blómið í túni, hússins dygga dýr,
dulúðga heiði, sólu roðna fjall:
heyrið nú, meðan maður vopnsins deyr,
mál ykkar vinar, hjartans þreytta kall.
Skáldið sér réttlætið fótum troðið, orð sannleikans hötuð. Slíkt
gerist ekki aðeins úti í heiminum, heldur líka uppi á íslandi.
Sár túlkun þess er kvæðið L a n d r á ð: