Tímarit Máls og menningar - 01.10.1941, Blaðsíða 99
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
193
en hleypur þá undir hinn skæða skó,
— skuggarnir hníga yfir land og sjó.
Góða nótt, kóngsdóltir Köngurló.
Annað kvæði, T v æ r v e r u r, sýnir, hvernig allt litast af end-
urskininu frá mannheimi, þar sem ráðandi eru lögmál grimmd-
ar og þjáninga:
Úti í haga er mórauð mús
meður augu dökk og blíð,
— kvöldið eitt við urðum dús,
elskum bæði lítið hús,
þráum hlýju, hötum stríð.
Mjúkhærð hörn í myrkri fædd
matar hún af sannri ást,
fátæk, úfin, alltaf hrædd,
ofurskynjun hjartans gædd,
sköpuð til að titra og þjást.
Henni ógnar kattarkló,
krumla Satans gamla mér,
— sárast okkur þykir þó,
þegar mannatröllin sljó
kremja okkur undir sér.
Önnur kvæði svipuð vil ég aðeins benda á: Vor minnsti fiskur,
Eggtíð, Lax, Grænhöfði, Móðursorg. Sérstæðari eru Hver ert þú,
Minning og Þar til eitt kvöld —, hið fagra kvæði, sem bókin
endar á. Þó að kenni trega og harms í flestum kvæðunum, lýsa
vonir skáldsins eins bjartar og áður, þegar svartnætti ofbeld-
isins líður hjá:
Og loksins kemur fögur friðaröld
með frelsisljómann bláa í augum sér.
Og réttlætið er hennar sterka hönd,
og hennar tunga sannleikurinn er.
Einn kristallstæran morgun vöknum við
i vorsins dýrð — og undrumst kannske mest,
hve lengi og illa okkur hefur dreymt,
hve ömurlegt og svikult það var flest.
Á bókinni í heild er einlitur blær, og ýmsir beztu kostir Jó-
hannesar njóta sin þar ekki. Hin einföldu lyrisku smákvæði
krefjast sérstakrar snilli listamannsins. Þau eiga líf sitt undir
þvi komið að vera hnitmiðuð að formi. Fyrst og fremst þarf
13