Tímarit Máls og menningar - 01.10.1941, Blaðsíða 6
100
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
eru til þess hæfari og geta lagt fram markverðara til skiln-
ings á verkum lians og ævistarfi. En eggjanin Snorri gríp-
ur hug minn og lætur hann sveiflast milli fortíðar og
framtiðar. Og spurningarnar rísa hver af annarri: Hvað
höfum við gert í sjö hundruð sumur? Hvað hugsar þjóð
Snorra í dag? Hvaða afrelc eru unnin i hans anda? Hvern-
ig ávaxtar þjóðin arf Snorra? Hversu annt lætur hún sér
um menningu og heiður fslands?
Er við hugsum um þetta allt, fellur dimmur skuggi á
gleði okkar á minningarhátíð Snorra. Aldir liðu eftir hans
dag,að svo var sem refsing lægi á þjóðinni og fjötrað var
frelsi hennar og menning. En þá sáum við um aldar skeið
birta af nýjum degi og að nýju hefjast orðstír íslenzkrar
menningar. Við litum á það sem tákn þess, að andi Snorra
lifði enn með þjóðinni. En skyndilega er sem öllum ávinn-
ingi sé teflt i liættu, og margir horfa óttaslegnum augum
fram í tímann í spurn um örlög íslands.
Á sjö hundruð ára minningardegi Snorra búa íslend-
ingar við þá staðreynd, að erlendur her tveggja stórvelda
hefur flætt yfir landið, og þjóðin sjálf er eins og sundruð
eða hlaupin í felur. Hinir erlendu herir hafa ekki komið
með fjandskap, heldur vinmælum. Þjóðin hefur því ekki
sameinazt í vörn, heldur hefur félagslif hennar komizt
á ringulreið. Hún gerir sér naumast grein fyrir aðstæðum:
Er hún sjálfstæð eða ósjálfstæð, er liún drottnari í eigin
landi eða ekki, og hvern hug á hún að hera til hins er-
lenda setuliðs? Niðurstaðan er sú, að þjóðin er eins og
höfuðlaus lier með lamaðan vilja og kjark til sjálf-
stæðrar starfsemi í atvinnuháttum og félagsmálum, án
nokkurs sameinandi krafts. Þjóðfélagið er meira og minna
að leysast upp i einstaklinga, sem hver reynir að bjarga
sjálfum sér, eins og bezt lætur, skara eld að sinni köku,
án hugsunar um samfélagið eða þátttöku í samfélagsstarf-
semi. Þó að einstakar stéttir, eins og sjómennirnir, sýni
fórnfýsi og hugrekki, erum við hættir að vinna í lieild fyrir
þjóð okkar að framtíð okkar. Við erurn að verða sundr-