Tímarit Máls og menningar - 01.10.1941, Blaðsíða 104
198
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
í ýmsum kvæðunum ei þó gamansemin of léttvæg að innihaldi
og fyndnin takmörkuð, og endurminningakvæðin sum um skóla-
árin eru orðin of mikil endurtekning. Því miður saknar maður
í Stjörnum vorsins nýrra lífrænna viðfangsefna og endurfrjóvg-
aðrar listar. En hin einstöku listaverk hæta þennan söknuð upp.
Ég tilfæri hér að lokum í lieild kvæðið Þjóðvisu:
Ég hélt ég væri smámey og liugðist vera til
eins og hitt fólkið um bæinn.
Og vorið kom og glóði um glugga mína og þil
allan guðslangan daginn.
Og sexlán ára varð ég á vegi liins unga manns.
Þá lá vorið yfir sstnuni.
Og sumarnætur margar ég svaf á örmum hans.
Ég var sælust allra í bænum.
En vindar hafa borið margt visnað skógarblað
um veginn, sem við gengum,
því meðan hjörtun sofa, býst sorgin heiman að
og sorgin gleymir engum.
Og seinna vissi ég betur, að birtan hverfur ótt
og brosin deyja á vörum.
Þvi seinna hef ég vakað við sæng hans marga nótt.
Þeir sögðu hann vera á förum.
Þá talaði hann oft um hið undarlega blóm,
sem yxi í draumi sínum.
Og orð, sem gáfu tungu hans töfrabjartan róm,
urðu tár í augum minum.
Svo tóku þeir úr örmum mér hinn unga fagra svein
og eftir var ég skilin.
Við sængina hans auða ég síðan vaki ein,
unz sólin roðar þilin.
En systur mínar! Gangið þið stillt um húsið hans,
sem hjarta mitt saknar!
Ég er dularfulla blómið i draumi hins unga manns,
og ég dey, ef hann vaknar.
Ivr. E. A.