Tímarit Máls og menningar - 01.10.1941, Blaðsíða 78
172
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
1919 í mótmælaskyni við aðferðir Breta við að bæla niður
óeirðir í Punjab. Hann ferðaðist oft til Evrópu, einnig til
Japan og Bandaríkjanna, þar sem, sonur bans, Babindran-
atb, stundaði nám við liáskólann í Kaliforníu. Hélt hann
marga fyrirlestra á ferðum sínum, þar á meðal í Kaup-
mannahöfn 1921, þar sem bonum var tekið með kostum
og kynjum. Bitverk bans á bengölsku eru um 30 talsins
i bundnu máli og 28 i óbundnu máli, og liefur bann sjálfur
þýtt ýms liin belztu af ritum sínum á enska tungu. Þessar
þýðingar eru í óbundnu máli, og má nærri geta, að þær
séu að sumu leyti ekki nema svipur bjá sjón á móls við
hið bundna form á frummálinu (menn bugsi sér kvæði
Einars Benediktssonar þýdd í óbnndið mál á dönsku eða
ensku). En svo er samhengið mikið í bugsun Tagores, að
búningurinn skiptir ef til vill ekki alveg eins miklu máli
vegna þess, og víst er um það, að þessi Ijóð í óbundnu
máli eru gædd sérkennilegum ljóma, er menn gleyma
ekki aftur, er þeir bafa kynnzt bonum.
Að líkindum er Gitanjali (Ljóðfórnir) það skáldrit
Tagores, er frægast befur orðið. Það kom út í ensku
þýðingunni 1913, og sama ár ljóðabækurnar The Crescent
Moon og Tlie Gardener, Frnit Gathering 1916, Stray
Birds (Farfuglar) 1917, The Lover’s Gift and the Cross-
ing 1918. Helztu leikrit bans eru: Cliitra, The King of
of tlie Darlc Chamber og The Post Office, er komu út
1914, The Cgcle of Spring og Sacrifice 1917. Af sögum
bans má nefna smásögurnar Hnngrg Stones (1916) og
Mashi (1918), ennfremur The Iiome and the World
(1919) og Tlie Wreck (1921). Af fyrirlestrum Tagores
vil ég sérstaklega benda á liina ágætu bók Personalitg
(1917).
Rit Tagores eru þrungin af sterkri tilfinningu fyrir feg-
urð alheimsins, af ást á börnum og náttúrunni og einföldu
lífi í samræmi við hana, og meðvitundin um hina rniklu
sál albeimsins, um guð, er magnaðasta undiraldan í Ijóð-
um lians. Það er erfitt að lmgsa sér fegurri túlkun ind-