Tímarit Máls og menningar - 01.10.1941, Qupperneq 36
130
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
svo eru illa við hæfi almennings, að heiðarlegir skólakenn-
arar kvarta yfir því, að það sé yfirleitt ómögulegt að kenna
þær, aðeins lítill hluti nemendanna, jafnvel i lærðum skól-
um, verður fullferðugur í þeim, en meiri hlutinn venst á
að hatast ATið íslenzka tungu sem námsgrein, enda sízt að
undra t. d. i skólum, þar sem ekki er einu sinni opnuð les-
hók í móðurmálinu hálfa og heila vetur vegna réttritunar-
stagls. Það er ekki hægt að kalla þá stafsetningarofsamenn
annað en landplágu, sem vinna að því að gera fólk mál-
laust vegna réttritunarinnar, samkvæmt grundvallaratrið-
inu: fiat justitia, pereat mundus, og ímvnda sér, að þeir
séu einhverjir keisarar og páfar íslenzkrar tungu, þess um
komnir að liella sér út yfir rithöfunda málsins á opinber-
um vettvangi, og víla jafnvel ekki fyrir sér að dæma ýmist
beint eða óheint heztu svni þjóðarinnar, allt upp í Jón Sig-
urðsson og Jónas Hallgrímsson, frá æru og mannorði af
þvi þeir skrifa „frammettir“ og „apturábak"!
„Mál er að linni“, stendur þar ....
Halldór Kiljan Laxness.
Sigurður Thorlacius:
Æskan í dag er þjóðin á morgun.
Börnin, sem nú leika sér í föðurgarði og unglingarnir,
sem sækja skóla eða hyrja að vinna fyrir sér, munu eftir
nokkur át* eins áreiðanlega og dagur fylgir nóttu og vetur
sumri erfa landið með gögnum þess og gæðum. Þau taka
við af þeirri kynslóð, sem nú lifir manndómsárin, talca
við erfiði Iiennar og áhvrgð, skvldum og réttindum. Eng-
inn veit með vissu, hvernig þessari uppvaxandi kynslóð