Tímarit Máls og menningar - 01.10.1941, Blaðsíða 30
124
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
reið,“ „ég hélt mér væri leyfilegt að lesa það,“ „mér er ekki
mikið um það breiðist út“ — allt úr Grasaferð. Hið sama
er algengl í Þjóðsögum Jóns Árnasonar. En þótt ég greini
hér nokkrar þær skoðanir, sem, liggja til grundvallar
vinnubrögðum mínum á Yopnum kvöddum, vil ég þó
taka mönnum vara fyrir að lialda, að ég telji útleggingu
mína fullkomna á þessu ágæta verki eins fremsta nútíma-
snillings á enska tungu, -— fjarri fer því. En ég gerði hana
eins vel og ég gat. Og það er ekki stafkrókur i þýðingunni
settur út í bláinn. Þótt þýðingunni kunni að vera í ein-
liverju ábótavant, þvkist ég þó samt hal'a nokkuð mér til
málshóta. T. d. har ég liana undir tvo enskusérfræðinga,
og las annar liana nákvæmlega saman við frumtextann
fyrir mig og lagði í það töluvert starf, en hinn (Ehglend-
ingur) greiddi úr nokkrum vandasömum stöðum í text-
anum, og þóttist ég með þessu hafa tryggt, að engar bein-
ar þýðingarvillur slæddust inn í bókina. En auk þess
gagnrýndu þrír lærðir íslenzkir málfræðingar málið á þýð-
ingunni fyrir mig, áður en hún var prentuð, svo tryggt
væri, að livergi skeikaði réttu íslenzku máli, og lásu tveir
þeirra auk þess þrjár prófarkir af hókinni. Ennfremur
lét ég tvo annálaða smekkmenn á mál, háðir hámenntað-
ir menn og ágætir rithöfundar, annar meira að segja orð-
lagður málsnillingur, fara mér til leiðbeiningar vfir málið
á bókinni í handriti. Öllum þessum þjóðkunnu lærdóms-
mönnum og snillingum íslenzkrar tungu á ég stórmikl-
ar þakkir að gjalda fyrir leiðheiningar og aðstoð, án þess
mér detti þó i hug að telja nokkurn þeirra ábvrgan fyrir
því, sem aflaga kann að fara í bókinni.*
* Óskiljanlegt er, til dæmis, hvernig prentvilla sú hefur slæðzt
inn i bókina, sem ritdómari ísfir'ðinga Hanníbal Valdimarsson
ívitnar í Skutli: „ég lagði bátinn uppað“ (bls. 276), og þeim mun
óskiljanlegra, sem gamall meistari Hannibals, læknir og alþingis-
maður, Vilmundur Jónsson, las próförk af henni, auk málfræð-
inganna. En þótt tveim blaðsiðum síðar standi: „barmaðurinn
lagði bátnum uppað“, og á bls. 301 segi um bát: „ég lagði hon-