Tímarit Máls og menningar - 01.10.1941, Blaðsíða 111
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
205
forSa honum frá þokukenndum hugniyndum og mótsögnum, þar
sem hann er að fást við að rekja uppruna persónueinkenna til
náttúru lands eða í aldir aftur. Sagnaskáldi nútimans, sem svo
vill vera og heita, er óhjákvæmileg nauðsyn að eiga sem bezt-
an nútíma skilning á ytri og innri lögmálum mannlegs lífs. Að
öðrum kosti hefur það ekkert að flytja lesendunum, sem vakið
getur skilning þeirra eða unað.
Það á við um skáldið Guðmund Danielsson, að honum er flest
ósjálfrátt vel gefið. Það eru skáldleg tilþrif i persónulýsingum,
þær eiga sin sérkenni og eru ekki smávaxnar né svipdaufar.
Viða kemur fram talsverð hugkvæmni i máli og stíl, setningar
og líkingar, sem vekja athygli, og þróttmikið orðaval. En per-
sónurnar eru ekki skýrt hugsaðar eða mótaðar, samtöl óeðlileg,
málið oft loðið og ónákvæmt, stíllinn hvorki samfelldur né
ennþá nógu persónulegur. Hugsanir skáldsins eru eins og frum-
þokur, sem enga hnattlögun hafa öðlazt, en eru samt lýsandi.
Þegar hið ósjálfráða, hið skáldlega upprunalega, — sem höfund-
urinn má alls ekki missa —, hefur orðið að sjálfráðri sköpun,
þá má vænta listaverks frá Guðmundi Daníelssyni.
Kr. E.A.
Stafsetning enn!
Fúkyrðaausturinn út af stafsetningu lieldur áfram. Nú sein-
ast hafa blaðstjórar Timans og Alþýðublaðsins tekið upp þráð-
inn þar sem Halldóri Guðjónssyni í Vestmannaeyjum sleppir,
að þessu sinni vegna þess, að ég skuli rita stjórnarráðsstafsetn-
ingu. Tilefnið er uppskrift sú með þeirri stafsetningu, er ég
gerði s.l. vetur af Laxdælu, og nú er í prentun. Hriflu-Jónas
hét mér „þrælkunarvinnu“ i einu af sinum alkunnu menntunar-
leysisskrifum, þ. e. tukthúsi, fyrir að nota lögskipaða stjórnar-
ráðsstafsetningu á bókinni. En þegar ritgerð lians var orðin að
almennu athlægi í bænum, lét hann koma á gang þeirri sögu í
Tímanum, að ég hefði ætlað að „þýða“ Laxdælu, en orðið svo
hræddur við tukthússhótunina, að ég hefði hætt við það. Eitt
veitist mér erfitt að skilja: Ef þessir kalóriusar halda, að ég
skrifi eftir þvi, liverju þeir hóta mér i dagblöðunum í það og
það skiptið, þá ætti að vera tiltölulega einfalt fyrir þá að fá
mig til að skrifa eins og þeir vilja, aðeins með þvi að hóta