Tímarit Máls og menningar - 01.10.1941, Blaðsíða 18
112
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAP.
Þó er ef til vill ekkert dæmi áþreifanlegra um það,
hvernig „málhreinsun" er gerð að strákalátum á almanna-
færi, en samþykkt sú, sem Barnalcennarafélag Þingeyjar-
sýslu gerði, að Halldór Kiljan Laxness kynni ekki íslenzku
og bækur hans væru árás á barnakennarastéttina. Þessu
til sönnunar var vitnað í þýðinguna á Vopnum kvöddum
og hinar fjórar skáldsögur um Ljósvikinginn, sem eina ó-
slitna kórvilln í meðferð islenzkrar tungu. Tveir útkjálka-
barnakennarar i viðbót, annar i Vestmannaeyjum, Halldór
Guðjónsson, hinn á Isafirði, Hanníbal Valdimarsson, tóku
í sama streng. Vestmanneyingurinn fann með tölvisi og
reikingslist, að í Vopnum kvöddum þyrfti að leiðrétta á
fimmta þúsund málvillur, áður en hægt væri að telja bók-
ina á íslenzku, en Isfirðingurinn liélt þvi fram, að þýð-
ingin væri öll einn „hundavaðsliáttur“ og full af „hvers-
konar málfræðilegum villum“, en þýðandinn svo illa að
sér í íslenzku, að hann teldi sögnina „að flá“ vera
„fláði“ í þátíð!
Það er aldrei menn þurfa að viðra sig í dagblöðunum!
Undarlegt var það, að samkenni allra þessara yfirlýs-
inga og samþykkta var einhvers konar fúllyndi og tauga-
óstyrkur samfara óstjórnlegri freistingu til að heilsa upp
á meiðyrðalöggjöfina í framhjáleiðinni. En með því það
virðist ekki vera bein orsök til mannskemminga og fólsku-
legs orðbragðs gegn manni, hvort hann skrifar heldur
grannan eða breiðan raddstaf á undan ng, og hefur einu-
sinni í einu orði en ekki tveimur, var ekki örgrannt um
að höfundarnir gerðu sig dálítið broslegri en þurft hefði
að vera.
Hverjum hægt er að svara.
Það er erfiðara að mæla þá menn málum, sem bersýni-
lega eru knúnir áfram af fúllvndi og öðrum skapgerðar-
brestum, sem, koma þeim einum við, heldur en hinum,
sem tala í bróðerni um hvaðeina og eru fullir góðs vilja.
Sérstaka hneigð liefur maður til að forðast óþarfa skraf-