Tímarit Máls og menningar - 01.10.1941, Blaðsíða 38
132
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
anna allt annað en glæsilega nú sem stendur. Því til sönn-
unar læt ég mér nægja i bili að fullyrða, að verulegur
hluti kaupstaðarbarnanna er iskyggilega illa að sér í móð-
urmálinu — mæltu máli — þegar þau koma í barnaskól-
ana 7 ára gömul, og skólarnir liafa hvorki tíma né aðra
aðstöðu til að bæta úr þeirri vankunnáttu svo að viðunandi
sé. Engum glöggskyggnum athuganda, sem kynnist upp-
eldisskilyrðum mikils liluta íslenzkra kaupstaðarbarna,
mun heldur koma mjög á óvart, þótt þroski þeirra margra
reynist í fátækara lagi.
Eins og allir vita er leikurinn börnunum lykill að líkam-
legum og andlegum þroska. Máttur leiksins er líkastur
áhrifum töfrasprota, sem laðar fram úr djúpunum duldar
orkulindir. En vald hans er ýmsum skilyrðum háð, svo sem
þeim, að barnið njóti frelsis og svigrúms til hreyfinga i
heilsusamlegu umhverfi og næringarþörfum þess, likarn-
legum og andlegum, sé fullnægt á lieilbrigðan hált. Jafnvel
þessum frumstæðustu uppeldisskilyrðum er i ýmsu mjög
ábótavant í kaupstöðum íslands á þessari miklu framfara-
öld. Litum við til dæmis yfir sjálfa höfuðborgina, kemur
að vísu i ljós, að i stórum hverfum er liver íbúðin annarri
glæsilegri og umhverfis hvert hús skrúðgrænir grasbalar
og trjágarðar, ákjósanlegir leikvellir og griðastaðir fyrir
ungbörn. En hin hverfin munu þó vera fleiri og stærri,
þar sem flestar íbúðirnar eru þröngar, margar í bakhýsum
og kjöllurum, og þar sem livergi er griðastaður utan liúss
fyrir börnin, nema smá malar- eða vilpuskot milli husa
og svo gatan, sums staðar gangstéttalaus, en auðugri af
ryki og skarni en dæmi munu til i nokkurri annarri höf-
uðborg í veröldinni. En einmitt í þessum borgarhverfum
dvelja tiltölulega fleiri börn en í hinum. Aðalreglan mun
vera sú, að þvi þrengri ibúðir, fleiri íbúðarkjallarar eða
bakhýsi, en færri og smærri grasblettir, þeim mun fleiri
búa börnin við götuna, en því færri börn sem grasbal-
arnir og trjágarðarnir lcringum húsin eru stærri. Þetta
er ömurleg staðreynd, sem felur í sér liróplegt ranglaúi